Afturelding - 01.09.1986, Síða 17

Afturelding - 01.09.1986, Síða 17
w bekkir á pallinum, var skreytt með útsaumuðum og hekluðum dúkum. Nærri þrjúhundruð og fimm- tíu fengu sæti inni og mikið fjöl- menni stóð við dyr og glugga. Það voru margir aðkomnir gestir við vígsluna svo kirkjan ætti að duga við venjulegar samkomur safnaðarins. Það var áhugavert að heyra sagt frá upphafi safnaðarins 1975, þegar tíu manns komu saman í skugga trés eins. Síðar gaf höfðingi ættflokksins þeim land og var byggð lítil kapella og hús fyrir forstöðumann. Safnað- arfólk ræktaði grænmeti og seldi og notaði ýmsar fleiri aðferðir til að afla fjár til kirkjubyggingar. Þeim tókst að safna nokkrum Ijármunum því ekki er byggt ókeypis í Kenya fremur en ann- arstaðar. Þá er gott að finna fyrir hjálpandi hönd frá vinum í öðrum löndum. Ola-Emil fékk miklar þakkir við vígsluna, en hann vildi beina þakklætinu áfram til allra sem lagt höfðu hönd á plóginn og þeir voru margir. Konurnar, sem höfðu lagað mat og borið vatn fyrir byggingarmennina, áttu líka miklar þakkir skildar. Hann sagði frá símtali, sem hann hafði átt við mann í Nor- egi, áður en nokkur vissi að hann hefði hugsað sér að hjálpa Nyamwetureku söfnuðinum með bygginguna. Maðurinn í Noregi spurði hvort ráðgert væri að byggja kirkju í Kisii héraði. Hann langaði til að leggja fram Peninga til kirkjubyggingar þar. Framlagið var myndarlegt og gerði kleift að hefjast strax handa. Peningagjafir bárust víð- arað. Bjarne Sivertsen kristniboði hélt mjög góða og viðeigandi ræðu, hann lagði áherslu á mik- ilvægi þess að Heilagur andi fengi opinberað fyrir okkur hver Jesús er. Hann minntist á Sím- on, Jóhannes skírara og Pétur úr Biblíunni. Það nægir ekki að við lærum um Jesú, heldur verðum við að kynnast honum vel. Hann talaði einnig um mikilvægi þess að vera fylltur Heilögum anda. Gestir voru kynntir og margir lluttu kveðjur hvaðanæva að. Allir lýstu gleði og ánægju með nýja guðshúsið. Sífellt var verið að minna á að mikilvægast væri að Andi Guðs fyllti húsið. Viðstaddir voru meira en tutt- ugu forstöðumenn af Kisii ætt- flokki og einnig nokkrir úr öðrum héruðum. Káre Nordby og Frímann Ásmundsson fluttu kveðjur fyrir hönd kristniboð- anna. Söfnuðurinn færði Oddrúnu og Ola-Emil þakklætisgjöf. Það getur tekið á fyrir eiginkonu að vera langdvölum ein og bera ábyrgðina á heimili og kristni- boðsstöð, í fjarveru eiginmanns- ins. En það er gott að eiga Guð, sem gefur styrk til sérhvers verks og hann lítur eftir trúfesti hvers og eins sem þjónar í ríki hans. Það var erfitt að sitja í tæpa fjórar stundir á hörðum trébekk, við vorum sannarlega þreytt þegar við komum heim um kvöldið eftir tíu stunda Ijarveru. En það var þakklæti í hjörtum okkar til Jesú Krists, einmitt fyr- ir þennan dag. Aud Hole Ásmundsson. Aud og Frímann boðin velkomin, á samkomu í trúboðsstöðinni í Thessalíu.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.