Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 18
WMM Gísli J.Óskarsson Kristileqt sjónvarp Námskeið í Reykjavík Dagana 24.-27. september var haldið í Reykjavík sjónvarps- námskeið á vegum „Ljóss" og TV-Inter. Þátttakendur á nám- skeiðinu voru 16 og komu úr hinum ýmsu söfnuðum. Kenn- arar voru Mikael Taubert þátta- gerðamaður (TV Inter) og Len Johanson, en hann er tengiliður lOOHuntley Street sjónvarps- stöðvarinnar í Kanada við kristi- legt sjónvarpsstarf í Evrópu. Efni námskeiðsins skiptist í eftirfarandi þætti: 1. Hvers vegna krislilegt sjón- varp. 2. Kristilegt sjónvarpsstarf í Evrópu. 3. Undirbúningur þáttagerð- ar. 4. Eflirfylgd sjónvarpsstarfs. í árdaga talaði Guð við fólk sitt beint eða í gegnum sýnir. Nú er öldin önnur segja menn, því tiltölulega lítið sést af sýnum og opinberunum, en erekki Biblían sjálf ein allsherjar opinberun? Eru þar ekki allar frásagnirnar af því hvernig Guð opinberaðist mönnum? Guð vill að þeir sem tilheyra honum verði augljósir ölium mönnum og þar með boðskapur Guðs. í dag er þetta mögulegt, við sjáum koma upp kerfí er aldrei hefur átt sinn Iíka frá upphafi, það er alþjóðlegt sjónvarpsnet sem öllum verður opið og þá ekki síst þjónum Drottins, því þeim er þetta net fyrst og fremst ætlað. Þeirra hlutverk er að flytja fagnaðarer- indi Jesú Krists öllum mönnum. í gegnum þetta alþjóðlega sjón- varpskerfi munu þjónar Drottins koma fyrir augu allra manna — þetta eru sýnir nútímans. Þetta kallast kristilegt sjónvarp og það er þegar hafið víðsvegar um heiminn þegar þetta er rítað. Kristilega sjónvarpið hefur einn þátt, sem hið hefðbundna hefur ekki, það er möguleiki áhorfandans til að fá sálgæslu- þjónustu og leiðbeiningar og hjálp í alls kyns erfiðleikum sem hann á við að glíma. Þetta kall- ast eftirfylgd (follow-up). Kristilegt sjónvarp í Evrópu I Evrópu hefur vegur hins kristilega sjónvarps farið mjög vaxandi. Árið 1983 var aðeins farið að hefjast handa í þvi að undirbúa kristilegt sjónvarps- starf og voru þá ítalir komnir langlengst, en þeir voru komnir með eftirfylgdarstarf og höfðu leyfi til að sjónvarpa. Þá vantaði samt öll verkfæri og aðstöðu til þáttagerðar. Menn voru farnir að rumska á nokkrum öðrum stöðum, svo sem í Svíþjóð og Sviss. I dag er Öldin önnur, nú er öflugt kristilegt sjónvarpsstarf óðfluga að rísa upp í Evrópu og eru útsendingar hafnar í mörg- um löndum og vinnuaðstaða og tækjakostur er til staðar. Nú eiga Italir upptökuver, hreyfanlegar upptökustöðvar og sjónvarps- stöðvar sem ætlaðar eru til kristilegs sjónvarpsstarfs. Einnig hafa þeir þjálfað starfsfólk á öll- um sviðum og viðamikið kerfi til eftirfylgdar. Nokkurn veginn sömu sögu er að segja um Dan- mörku og fleiri lönd Evrópu. ís- land er að vakna og væntum við stórra hluta hér á landi. Undirbúningur þáttagerðar Þegar kemur að þáttagerð vandast málið. Þá vakna spurn- ingar eins og: Til hverra á þátt- urinn höfða? Skilur áhorfandinn það sem við viljum segja hon- um? Hér þarf að vanda til verka. Það er ljóst að kristni og þekk- ingu á ýmsum grundvallarhug- tökum kristninnar hefur hrakað mjög á íslandi nú undanfarna áratugi og það verður hreint og Frh. á bls. 30

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.