Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 19
Hákan Cronsioe Sovéskir geimfarar siá engla Scenski kvikmyndageröar- maðurinn Hákan Cronsioe sá blaðafrétl um englasýnir sov- éskra geimfara, þegar hann var staddur t Florida i fyrrahaust. Hann vakti athygli áfréttinni á Norðurlöndum og ritaði hug- leiðingu um engla í framhaldi af því. Bandaríska ritið „The News“ greindi frá því í fyrrahaust að sex sovéskir geimfarar hefðu mætt englum í geimnum. Atburður- inn átti sér stað sumarið 1985, þegar geimfarið Salyut 7 var á leið til jarðar. „The News“ segir að geimfar- arnir hafi séð sterkan rauðgulan bjarma, sem umlukti geimfarið. Bjarmanum stafaði frá sjö risa- stórurn verum, sem voru í mannsmynd og höfðu vængi og bauga um höfuð. Verurnar voru margra metra háar og með vænghaf eins og þota. Segir fréttin að verurnar hafi fylgt geimfarinu í um tíu mínút- ur. Geimfararnir tóku 42 sek- úndna langa kvikmynd sem sýndi þettagreinilega. í byrjun voru fregnir af þessu bornar til baka, en eftir að sov- éskir vísindamenn höfðu grand- skoðað kvikmyndina gáfu þeir út þessa yfirlýsingu: „Fyrirbærið stafar væntanlega af sterkum rafsegulsviðum sem urðu fyriráhrifum einhvers kon- ar vitsmunalegrar orku.“ Vís- indamaðurinn Yuri Manakov segir í viðtali við franska blaða- nianninn André Demazure að geimfararnir hafi lýst verunum sem englum, einfaldlega af því að þær hafi verið vængjaðar. „En við erum ekki lengur í neinum vafa,“ segir Manakov. „Verurn- ar eiga ætt að rekja til mannvera, sem hafa leyst upp líkami sína, eftir að þær náðu efsta þrepi þróunarstigans.“ „Ég býst við að kristið fólk víða um heim muni trúa að þetta fyrirbæri sé sönnun fyrir því að Guð þeirra sé á himnum, Frh. á bls. 30

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.