Afturelding - 01.09.1986, Qupperneq 20

Afturelding - 01.09.1986, Qupperneq 20
Endurkomu Krists líktviö brúðkaupssiði Gyðinga Ágústa Guðmundsdóttir Hartings íbúar hins vestræna heims skilja ekki fyllilega merkinguna í loforði Krists um endurkomuna og er það vegna þess, að með lof- orði sínu var Jesús að draga upp líkingarmynd af brúðkaupssið- um Biblíutímabilsins. Við verð- um því að rannsaka siði þessa, ef við eigum að skilja loforðið. Fyrsta meginskref gyðinga- brúðkaupsins var trúlofunin. Trúlofunin fól í sér staðfestingu hjúskaparsáttmálans. Á tímum Jesú var það venja að staðfesting þessi væri afleiðing af frum- kvæði hins tilvonandi brúð- guma. Unnustinn yfirgaf hús föður síns og kom til heimilis hinnar tilvonandi brúðar. Þar ráðgaðist hann við föður ungu stúlkunnar til þess að verðið (mohar), sem hann mundi borga fyrir brúði, sína væri samþykkt. Um leið og unnustinn borgaði upphæðina var hjúskaparsátt- málinn þar með staðfestur og hið unga par álitin eiginmaður og eiginkona. Sem tákn um staðfestingu sáttmálans drukku ungu hjónin úr vínbikar, sem vígður hafði verið sérstakri hjú- skaparblessun. Eftir staðfestingu sáttmálans hélt brúðguminn burt frá húsi brúðarinnar til húsa föður síns. Þar var hann svo aðskilinn frá brúðinni um tólf mánaða tíma. Þennan tíma notaði brúðurin til þess að undirbúa sig fyrir hjóna- bandið og til að safna í búið. Brúðguminn notaði aftur á móti tímann til þess að undirbúa dvalarstað fyrir brúðina í híbýl- um föður síns - þangað sem hann mundi síðar færa brúði sína. Þegar aðskilnaðartíminn tók enda, kom brúðguminn til að sækja brúðina til sambýlis við sig. Burthrifning brúðarinnar fór venjulega fram að nóttu til. Brúðguminn, svaramaður hans og aðrir brúðarsveinar, yfirgáfu hús föður brúðgumans með blysför til húss brúðarinnar. Jafnvel þótt brúðurinn ætti von á brúðgumanum til þess að sækja sig, vissi hún ekki alveg fyrir víst komudag hans. Afleið- ingin var sú, að koma brúðgum- ans var tilkynnt með hrópi. Hróp þetta mundi gefa brúðinni viðvörun um að vera viðbúin komu hans. Eftir að brúðguminn hafði numið brúði sína á brott, ásamt brúðarmeyjum hennar, hélt stóri hópurinn aftur heim til húsa föður brúðgumans. Þegar þang- að var komið voru brúðkaups- gestir þegar mættir. Stuttu eftir heimkomuna var hjónunum fylgt til herbergis síns (huppah). Áður en þau fór inn í herbergið var brúðurin með blæju fyrir andlitinu, svo enginn gæti séð hana. I næði hjónaskál- ans var hjónabandið svo full- gjört, til þess að sameina líkam- lega það sem var sáttmáli áður fyrr. Eftir fullgjörningu hjóna- bandsins yfirlýsti eiginmaður því fyrir brúðkaupsgestunum, sem biðu fyrir utan hjónaher- bergið (Jóh. 3:29). Eftir þessar góðu fréttir héldu gestir uppi veislu og dansi næstu sjö daga. Brúðurin var samt falin í þessa sjö daga, sem stundum voru

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.