Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 21
!D kallaðir hinir „sjö dagar af huppah", en brúðguminn leiddi brúði sína fram að þeim lokn- um, nú blæjulausa svo allir gætu séð hver hún væri. SAMANBURÐUR 1. Ritningin segir að kirkjan sé brúður Krists, (Efesusbr. 5:22-33) 2. Jesús yfirgafhús (híbýli) Föð- ur síns og kom til jarðarinnar fyrir nærri 2000 árum. 3. Jesús kom til þess að gera M»m'«"**......mtmmm sáttmála við okkur þegar Hann kom. 4. Sama kvöldið og Jesús gaflof- orð sitt í Jóhannes 14, stofnsetti hann kvöldmáltiðina. (vínbikar- inn ogbrauðið), (1. Kor. 11:25). 5. Eins og gyðingabrúðguminn keypti Kristur brúði sína (kirkj- una) með sínu eigin lifsblóði, (1. Kor. 6:19-20). 6. Eins og gyðingabrúðurin var helguð brúðgumanum um leið og sáltmálinn var gerður, svo hefur kirkjan verið helguð og vigð Kristi, (Ef.5:25-27; 1. Kor. 1:2; 6:11; Hebreabr. 10:10; 13:12). 7. Kristur yfirgaj'brúði sina þeg- ar Hann snéri aftur til Föður sins á Himnum eftir upprisuna, (Jóh. 6:62;20:17).' 8. Kristur hefur verið að búa brúði sinni stað, þegar Hann kemur aftur að sœkja hana, (Jóh. 14:2-3) 9. Alveg eins og gyðingabrúð- guminn kom með brúðarsvein- unum, svo kemur Kristur til að sœkja brúðina með fylgdarliði engla frá húsi föðurins, (l.Þess.4:16) 10. Eins og gyðingabrúðurin veit kirkjan ekki alveg hvenœr Jesús kemur aftur. 11. Gyðingabrúðguminn kom með kalli og raust. Það mun Kristur einnig gera, (1. Þess. 4:16). 12. Þegar gyðingabrúðhjónin komu til húsa föðurins voru gestir þegar mœttir. Þannig verða hinir heilögu úr Gamla Testamentinu einnig viðstaddir. Þá verður kirkjan öll sameinuð Frelsaranum, þar með verður hún sannarlega brúður Hans. 13. Gyðingabrúðurin var falin í hjónaskálanum í sjö daga. Svo mun kirkjan vera falin í húsum Föðurins í Þrengingunni miklu í sjö ár. Enginn á jörðinni mun sjá hana. 14. Alveg eins og brúðguminn tók brúði sína ogsýndi hana öll- um eftir sjö daga, svo mun Jesús koma með kirkju (Brúði) sína í lok þrengingarinnar og sýna öll- um hver hin sanna brúður er, (Kol.3:4). Ágústa Guðmundsdóttir Hartings. Ágústa Guömundsdóttir Hartings er búsett í Bandaríkjunum. Hún varö feguröardrotting íslands 19.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.