Afturelding - 01.09.1986, Page 23

Afturelding - 01.09.1986, Page 23
Hún var send heim til aö deyja Sjúkdómsgreining: Beinkrabbi hefur lesið um umhyggju og ást Guðs mér til handa í reynslum mínum. Eftil vill hefur þú tekið ákvörðun um að koma andleg- um málum þínum á hreint. Þér er ljóst að þú ert meira en líkami og sál. Þú átt einnig anda, sem syndin hefur hindrað frá samfé- lagi við Guð. Þú trúir því að Guð hafi gert sitt til að endur- nýja samfélagið við þig. Þú getur endurfæðst og orðið Guðs bam fyrir trúna á Jesúm Krist. Þér er einnig ljóst að nú er það undir þér og ákvörðun þinni komið hvort aftur kemst á samfélag milli þín og Guðs. Úrslitaskrefið er þitt og byggist á viljaákvörðun um að trúa á Jesú. Þegar þú kemur til Guðs og játar synd þína, þá er friðþæg- ingardauði Jesú á Golgata gjald- ið, sem greitt er í þinn stað. Þú færð fyrirgefningu, vegna þess að Jesús tók á sig refsingu þína. Þú verður Guðs barn af náð fyrir trúna á Jesúm. Þegar þú vilt við- urkenna trú hjarta þíns á Frels- arann hefur þú eignast frelsið. Þú færð að reyna mesta undur lífs þíns, því þú verður eitt með Jesú, honum sem sigraði vald myrkursins. Eitt með honum, eins og greinin er eitt með trénu. Þú hefur allar ástæður til að finna til öryggiskenndar.,,Gang- ir þú þœr (brautir ráðvendninn- ar, innsk. þýð.), skal leiö þín ekki verða þröng, og hlaupir þú, skalt þú ekki hrasa. Haltufast i agann, slepptu honum ekki, varðveittu hann, þvi að hann er lífþitt", (Orðskviðir 4:12-13). Þú spyrð hvernig þú fáir lifað í þessu öryggi, sem ekki bregst hvað sem á dynur. Mig langar að svara með orð- um Jesú: „Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatniö Jlœddi, stormar blésu og buldu á þvi húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi", (Matteus 7:24-25). Guðs orð er sú andlega fæða sem líf þitt þarfnast til að dafna og vaxa. Því meira sem þú færð af heilbrigðri fæðu við að lesa Biblíuna, þess sterkari og örugg- ari verður þú í andlegu lífi þínu. „Ef þér erttð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lœrisvein- ar minir og munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa", sagði Jesús (Jóhannes 8:31-32). Hann biður í bæn fyrir lærisveinunum: „Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur”, (Jóhannes 17:17). Ef þú lest Biblíuna og iðkar það sem hún kennir færðu að reyna undursamlegt frelsi, óháð ytri kringumstæðum. Tveir fylg- isveinar Jesú, þeir Páll og Sílas, fengu að reyna þetta. Og ég fékk

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.