Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 24
mmwm að reyna eitthvað af þessu innra frelsi meðan á veikindum mín- um stóð. Páll og Sílas lentu í fangelsi. En „... um miðncetti báðust þeir Páll og Silas fyrir og lofsungu Guði, en bandingjarnir hlustuðu á þá", (Postulasagan 16:25). Þessir menn voru fangelsaðir. í hinu ytra voru þeir fangar, en hið innra sjálfsöruggir og frjálsir. Pétur er annar, sem Biblían segirokkurað hafi lent í fangelsi. Það var búið að kveða upp yfir honum dauðadóminn. Síðustu nóttina fyrir aftökuna lá Pétur í klefa sínum og svaf! Hann var hlekkjaður við tvo hermenn, sem gættu hans. Mannlega séð var útlitið dökkt og vonlaust, en hið innra átti Pétur slíkan frið og öryggi að hann lagðist til svefns. Hann vaknaði við englaheim- sókn í dauðadeildina. Hlekkirnir losnuðu og fangelsishliðið opn- aðist vegna yfirnáttúrulegra at- burða. Leyfðu mér að segja — það er einmitt þetta líf sem þú færð að reyna, ef þú iifir þig inn í Guðs orð og breytir eftir því. Þú ert barn þess Guðs sem hefur allt vald í hendi sér. Mig langar að reyna að skýra nánar hvað það rnerkir að lifa í Orðinu og breyta eftir leiðsögn þess. Ég tek dæmi um það sem við þekkjum 611, það eru áhyggj- ur og óróleiki. Biblían talar mik- ið um þessháttar reynslu. Ef við eigum að iifa eftir Orðinu, þá verðum við að vita hvað Biblían segir um áhyggjur. En það er ekki nóg. Við verðum einnig að taka skýra viljaákvörðun um að gera það sem Biblían segirokkur að gera, þegar um áhyggjur og óróleika mannsins er að ræða. „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið ogþungar byrðar, og ég mun veita yður hvild", segir Jesús (Matteus 11:28). „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bœn og beiðni og þakkargjörð. Ogfriður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú", (Filippíbréf 4:6-7). Þegar þú finnur að óróleiki og áhyggjur setjast að í huga þínum, þá verð- ur þú að gera eins og Orðið segir. „Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertök- um hverja hugsun til hlýðni við Krist", (II. Korintubréf 10:5). Við tökum viljaákvörðun um að beina hugsunum okkar inn á þær brautir, sem Biblían kennir að eigi við um aðstæður okkar, og hlýðum þannig trúnni. Við látum ekki kringumstæðurnar stjórna hugsunum okkar og við- brögðum. Ef við á þennan hátt leggjum okkur, með áhyggjurnar og kvíðann, alfarið í hendur Guðs, þá fáum við að reyna að friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hugs- anir okkar og hjörtu í samfélag- inu við Krist Jesúm. Vinur minn, breyttu eftir þessu! Þá ert þú kominn inn á spenn- andi og örugga ævibraut. Fyrir- heitið og vissan um að „Jesús Kristur er í gœr og í dag hinn sami og um aldir" kemur þér sannarlega við! Endir.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.