Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 25
Garðar Ragnarsson er forstððumaður Hvltasunnu- safnaðarins i Odense, Danmörku. Garöar Ragnarsson Hin dásamlega hvfld trúarinnar Það er viðurkennd staðreynd, að líkami okkar þarf jafnan af- slöppun og hvíld í hlutfalli við vinnu og framkvæmdir, þreytu og svefn. Ef við fáum ekki nauð- synlega hvíld og ró í lengri tíma, þá stöðnum við! Verðum óróleg, uppstökk og getum ekki einbeitt okkur. Afköstin minnka, við hættum á alvarleg veikindi — jafnt andleg sem líkamleg. Það fjölgar vindhöggum og við æðum úr einu í annað, verðum ráðlaus og finnum til vangetu. Með öðrum orðum, við erum orðin alvarlega „stressuð" jafn- vel án þess að veita því athygli! Öll höfum við okkar takmarkan- ir, sem við verðum að gefa gaum, svo við missum ekki jafn- vægið. Jesús sagði einu sinni við lærisveinana: ,, 'Komið þér nú á óbyggðan stað, svo að við séum einir saman og hvílist um stund.' En jjöldi fólks var stöðugt að koma ogfara svo að þeir höfðu ekki einu sinni nœði til að mat- ast." Lærisveinarnir voru önnum kafnir í mikilli vinnu — þjón- ustu fyrir Guð — hinu stærsta og mesta, sem manninum er trúað fyrir. En jafnvel slík þjónusta getur orðið of víðfem. Þeir voru rojög uppteknir af því sem þeir höfðu gert, og kennt fólkinu. Þeir heilluðust svo af öllum 'ækningakraftaverkunum og því að reka út illa anda, að þeir voru að komast í andlegt jafnvægis- 'eysi. Jesús varð að segja í hreinskilni við þá: „Gleðjist samt ekki að andarnir eru yður undirgefnir, gleðjist öllu heldur afhinu, að nöfn yðar eru skráð i himnunum." Meðan lærisvein- arnir „gáfu skýrslu", streymdi fólkið að (til að fá hjálp, í and- legri og líkamlegri neyð), svo lærisveinarnir höfðu ekki tíma til að hvílast og neyta matar. Jesús sá hættuna við þessar ofurannir og bindingu, hann vissi líka að þetta yrði þeim ofraun, ef ekki yrði gerð gagn- gerð breyting á. Þess vegna fór hann með þá á afvikinn stað, svo þeirgætu verið einir. Þeir þörfn- uðust hvildar, svo þeir gætu á ný fundið réttan grundvöll — út- gangspunkt — fyrir líf sitt og þjónustu. Spurningin er nefni- lega ekki sú hvað við getum gert fyrir Guð í einni eða annarri þjónustu, heldur hvað Guð fær gert í gegnum okkur! Það er ekki gott þegar maður hefur ekki lengur „hvíld til að matast" — hvort sem það er líkamleg eða andleg fæða. Þá er meira en nóg komið. Davíð segir í 23. Sálmi: „Á grœnum grundum lœtur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má nœðis njóta. Hann hressir sál mína." Okkur vantar þá trú þar sem við getum „hvílst" á sannindum Biblíunnar um náðina og fyrir- gefninguna, skírnina og söfnuð- inn, helgunina og réttlætinguna fyrir trú, endurkomu Jesú og ei- líft líf. Ef við lærum að hvílast í þessum sannleika, þá er eins og við „hvílumst á grænum grund- um" í stað þess að þjóta hingað og þangað í leit nýrra vinda sem eru fyrir utan svæði trúarinnar. Og einnig þegar um guðdómleg- ar lækningar er að ræða, verðum við að hvíla í Guði, í trausti á umsjá hans og kærleika. ÖIl spenna á þessu sviði leiðir aðeins til yfirspennu og streitu, sem skaðar og eyðileggur — á öllum sviðum lífsins. Uppspretta streitunnar getur verið sjálfsfordæming og sífelld- ar ásakanir í eigin huga. Óheil- brigð og yfirspennt boðun gerir mikið ógagn og veldur alltaf efa og ójafnvægisleysi, og leiðir fólk í kringumstæður trúarlífs sem bindur í stað þess að leysa og gefa frelsi. Ytri kringumstæður okkar í sambandi við vinnu, fjár- hag eða fjölskyldu, geta oft vald- ið truflun, og öll lifum við á hættutíma í þessum efnum. Þess vegna er það nauðsynlegt að hlusta sérlega vel á Jesú, er Hann segir: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld." Gakktu afsíðis með Jesú. Segðu honum hvernig þú hefur það, og frá því sem íþyngir þér. Hann vill hressa sál þína, og þú kemur til með að reyna hina dásamlegu hvíld trúarinnar, hvað varðar allt þitt líf og fram- tíð. Þú munt öðlast kraft og styrk til að þjóna Honum. Hann segir: „ Verið í mér þá verð ég í yður." Gangið inn til hvíldar Drott- ins.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.