Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 28
wmmm 503.590 safnaðar- meðlimir íSeoul Söfnuðurinn í Seoul er nú stærsti hvítasunnusöfnuðurinn í heimin- um, og hann vex stöðugt. Dr. Paul Yonggi Cho er forstöðumaður safn- aðarins. KS4286 15.000 djöf ladýrkendur í Englandi. Djöfladýrkendum fer íjölgandi í Engíandi. Nú eru 15.000 manns sem opinberlega játa þessa „trú", og þeir hafa 30 samkomustaði út um allt landið. Sagt er frá þessu í UK Christian Handbook sem kom út nýlega. Múhameðstrúarmönn- um fjölgar einnig mjög í landinu. Síðustu ár hafa kristnu kirkjurnar tapað hálfri milljón meðlima á meðan múhameðstrúarmönnum hefur fjölgað um 30%. KS 4486 Hvað segir Corazon Aquino um trúna á Guð? — Ég get ekki lifað án trúarinnar á Guð, segir hún. Hún segir einnig að erfiðleikar sem hún hafi lent í hafi hjálpað sér að óðlast enn meiri trú á Krist. Áður en hún hauð sig fram til forsetakjörs tók hún einn dag til bænahalds. Filippseyjar eru eina kristna landið í Asíu, flestir eru kaþólskir, en einnig er mikil vakning meðal mótmælenda. KS4286 Erlendar fréttir Mikil trúboðsvakning í Mið- og Suður-Ameríku A hverri klukkustund snúast 400 manns til lifandi kristinnar trúar í Mið- og Suður-Ameríku, og flestir gerast hvítasunnumenn. Sam- kvæmt nýjum athugunum tilheyrir nú áttundi hluti af 418 milljónum íbúa þessara landa mótmælenda hópum. í Guatemala eru það 30% af þeim 6 milljónum sem þar búa. I Brasilíu, sem telst stærsta kaþólska landið í heiminum, álíta menn að nú séu fjórum sinnum fleiri for- stöðumenn mótmælenda og predik- arar en kaþólskir prestar. HV3686 Alheimsbænastund í ár fer alheimsbænastund út- varpsþáttarins Revivaltime fram þann 23. nóvember. Stór bæna- stund verður haldin í Bandaríkjun- um. Henni verður sjónvarpað um öll Bandaríkin, og auk þess verður henni útvarpað um allan heim, þangað sem Revival þátturinn nær á annað borð. Kjörorð samkom- unnar er: „Biðjið hver fyrir öðrum" (Jak. 5:16). Talið er að meira en 120.000 manns muni taka þátt í bænastundinni út um allan heim. I fyrra voru þátttakendur 108.000 manns. KS 4386 Líkur á krabbameini aukast við lauslæti Þetta sagði þýskur yfirlæknir á kristilegri ráðstefnu í Þýskalandi. Hann benti á að t.d. fengju nunnur sjaldnast leghálskrabbamein. Ef hins vegar er litið á hóp fórnar- lamba kvensjúkdóma, þá er krabbamein algengara hjá vændis- konum en öðrum sjúklingum. Þannig styðja vísindalegar rann- sóknir afstöðu Biblíunnar til laus- lætis. HV4086 Pat Robertson ætlar í forsetakjör Hinn þekkti trúþoði og sjón- varpsmaður Pat Robertson hefur ákveðið að bjóða sig fram til for- setakosninga í Bandaríkjunum haustið 1988. Hann hefur lengi áformað að reyna að taka við af Ronald Reagan í repúblikana- ^, flokknum. KS4286 Stúdentamót í Hollandi Um jólin munu meira en 8.000 ungmenni allsstaðar að úr Evrópu safnast saman í Utrecht í Hollandi á stúdentamótið Mission '87. Þetta verður fjórða slíka mótið fyrir ungt fólk í Evrópu. MNS1986 IBRA Radio vex fiskur um hrygg IBRA Radio, útvarpsstarf hvíta- sunnumanna í Skandinavíu er í örum vexti. Samkvæmt nýjustu y fréttum eru útsendingar á 60 tungu- málum og sent er út frá 80 stöðum víða um heim. IBRA á 47 hljóðver og útsendingarnar ná til meira en 100 landa. Talið er að 600 manns taki beinan þátt í starfseminni. Út- sendingar IBRA Radio ná til svæða þar sem búa alls 3,2 milljarðar manna. KS 3886 k

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.