Afturelding - 01.09.1986, Qupperneq 29

Afturelding - 01.09.1986, Qupperneq 29
L.P. Stofnunin kaupir stærsta meöferðar- heimili Svíþjóðar Lewi Pethrus stofnunin er nú að kaupa Ásbrohemmet, sem er stærsta meðferðarheimili fyrir of- drykkjumenn í Svíþjóð. Eigninni tilheyra m.a. um 70 byggingar, tré- smíðaverkstæði og vélaverkstæði, 375 hektarar akra og skóga, einnig húsdýr, áhöld og vélar fyrir um- fangsmikinn búskap. HV3686 TV-lnter tekur í notkun myndver í Stokkhólmi I september var vígt nýtt myndver norræna sjónvarpsfélags- ins TV-Inter í Stokkhólmi. Mynd- verið er einkum ætlað til eftir- vinnslu efnis, sem safnað er með fullkomnum upptökuvögnum víðsvegar í Evrópu. Við vígsluna fullyrti fulltrúi Ampex fyrirtækisins að þetta væri fullkomnasta myndver til framleiðslu sjónvarps- efnis, sem til væri í Evrópu. Kirkjuleiðtogar flytjast frá Hong Kong Það er greinilegt að sífelll fleiri kirkjuleiðtogar flytjast frá Hong Kong til Vesturlanda eftir að samn- ingar tókust milli Kína og Bret- lands um að Kína taki við nýlend- unni 1997. Þeir sem flytjast eru m.a. forstöðumenn safnaða, prest- ar, stjórnendur stofnana utan kirkj- unnar, leiðtogar úr hópi leik- manna, læknar, Iögfræðingar, véi- virkjar og viðskiptamenn. Flestir þeirra eru giftir, á aldrinum 30 til 60 ára. Ástæður brottflutningsins eru m.a. þær að framtíðin er óviss. Sumir kirkjuleiðtogar sjá ekki fram á að geta haldið áfram starfi sínu eftir 1997, svo þeir llytja til þess að geta haldið áfram að vinna verk Guðs. MNS 1786 Ungt fólk frelsast á Graenlandi I sumar átti sér stað sögulegur at- burður á Grænlandi, trúboðarnir bar héldu sitt fyrsta landsmót í júní. Mikil bjartsýni ríkir meðal þeirra, °8 þeir trúa að mikil vakning standi fyrir dyrum. Unga fólkið er mjög áhugasamt við að lesa Biblíuna, biðja og segja öðrum frá því sem það hefur fundið. Þau vantar starfs- fólk, og fyrirbiðjendur og segjast hlakka til að taka á móti þeim sem vita að þeir hafa köllun til að fara til Grænlands. KS3986 Stjörnuspeki og vísindum ber ekki saman Standast stjörnuspár nákvæmt próf vísindanna? Rannsóknir raun- vísindadeildar háskólans í Berkeley í Kaliforníu svara þessari spurn- ingu neitandi. Ekkert kom fram sem benti til þess að stjörnur hefðu áhrif á persónuleika fólks á þann hátt sem stjörnuspekingar halda fram. Niðurstöður rannsóknarinn- ar birtust í enska tímaritinu Nature. Gerðar voru stjörnuspár (þ.e.a.s. persónuleikalýsingar) 128 einstakl- inga og álíka viðmiðunarhóps, og þær bornar saman við útkomur á sálfræðilegu persónuleikaprófi. Til þess að sanna gildi stjörnuspárinnar þurfti helmingi persónuleikalýsing- anna að bera saman. En það reynd- ist einungis vera einn þriðji, sem sýnir að stjörnuspekin er gervivís- indi. Sama niðurstaða hafði áður fengist úr annarri rannsókn. HV4186

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.