Afturelding - 01.09.1986, Qupperneq 30

Afturelding - 01.09.1986, Qupperneq 30
Kristilegt sjónvarp Frh. af bls. 18 beint að kristna þjóðina að nýju. Örlítið dæmi: Gakk þú út á götu og spurðu einvhern vegfaranda hvað gerðist á skírdegi eða á páskadegi hinum fyrsta. Athug- aðu einnig hve margir kunna „Faðir vor“. Eftir þessa athugun ættir þú að sjá hve langt við ís- lendingar erum viknir af leið. Þættirnir sjálfir geta verið með ýmsu sniði. Það geta verið við- talsþættir, söngþættir, umræðu- þættir, „bein lína“, unglinga- þættir og barnaþættir. Alla þessa þætti er hægt að hafa með fjöl- breyttu ívafi, en ekki má hvika frá grundvallarmarkmiðunum, sem getið var hér að ofan í formi spurninga. Hér hefur verið stiklað á stóru og ekki farið nákvæmlega út í hvern efnisþátt, enda er þessi grein aðeins ætluð til að gefa ör- litla yfirsýn. Verkefnin, sem framundan eru, kalla á hvern kristinn mann til þjónustu því vöxtur þeirra og umfang er slíkt að ekki veitir af. Það var stórkostlegt að sjá á umræddu námskeiði að þátttak- endur voru með sama huga og í einum anda. Þannig starfaði frumkristni söfnuðurinn. Þegar slík skilyrði eru fyrir hendi er forsenda vakningarinnar komin, enda segir Jesús: „Svo skulu þeir vera fullkomlega sameinaðir, til þess að heimurinn komist að raun um að þú hefirsent mig, og að þú hefir elskað þá eins og þú hefirelskað mig.“ í dag er vitjunartími - allar dyr .standa okkur opnar og það eina sem við þurfum að gera er að ganga inn um þær. Þegar það gerist verður vakning meðal þjóðar okkar og fjölmargir munu læra að þekkja Jesúm Krist sem lifandi og persónulegan frelsara. Námskeiðinu lauk með þess- um orðum: ...... og sérhver tunga skal viðurkenna að Jesús Kristur er Drottinn — Guðiföð- ur til dýrðar. “ en sem kommúnistar og guð- leysingjar höfum við, sovésku vísindamennirnir, nálgast þetta á vísindalegum grunni. Við höf- um ekki látið trúarleg viðhorf brengla staðreyndirnar.“ Franski blaðamaðurinn Demazure vill ekki dæma um sannleiksgildi þessara frásagna. Hann segist hafa greint réttilega frá þvi, sem rússneski vísinda- maðurinn sagði honum. Nærvera engla Ég hef ávallt fundið fyrir nær- veru engla, en þeir hafa hvorki verið með vængi né geislabaug. Þótt englasýn hafi verið guðlaus- um vísindamönnum áfall, þá hefur slíkur atburður tæpast af- gerandi áhrif á trú kristinna manna á að englar séu verkfæri og sendiboðar Guðs. Kristið fólk trúir að englar til- heyri þeim andlega veruleika sem opnast þeim er eignast lif- andi samfélag við Jesúm Krist. Þá verða englar ekki óskiljanlega yfirnáttúrulegir, heldur enn eitt dæmið um kærleiksríka um- hyggju Guðs sem reyna má daglega. Billy Graham segir í bók sinni Englar: „Frá því augnabliki erég tók við Jesú Kristi, sem frelsara mínum og Drottni, hef ég fundið fyrir því að Guð hefur sett um mig skara engla, sem hafa styrkt mig, verndað og hjálpað.“ Sjálfur hef ég oftsinnis fengið að reyna inngrip engla og get ég tilfært nokkurdæmi um það: Hver lýsti? Fyrst ætla ég að segja frá ömmu minni. Hún átti heima fyrir utan Nássjö. Eitt haust- kvöld hafði hún farið á sam- komu í bænum og ætlaði nú heim. Hún átti um tvær leiðir að velja. Önnur lá eftir þjóðvegin- um og var mun lengri, hin lá eft- ir járnbrautarteinum. Það var hættulegra að ganga eftir brautarteinunum, á tveim stöðum lá sporið yfir á og þar var gleitt á milli burðarbitanna og auðvelt að detta í ána. Það var mánaskin og amma ákvað að ganga eftir teinunum. Fljótlega dró ský fyrir tunglið og amma hafði enga lukt. -Góði Guð, hvað á ég að gera, bað hún. Ég sé ekki handa minna skil og get ekki snúið við. Þú verður að lýsa mér. Rétt í því féll Ijós á brautar- teinana og amma gat gengið áfram. Hún komst yfir ána áfallalaust og ljósið fylgdi henni allt þar til hún sá heim að hús- inu þar sem hún bjó. Afi stóð úti á tröppum og spurði: — Hver lýsti þér? — Það hlýtur að hafa verið engill Guðs, hvernig hefði ég annars komist heim? Englar í mannsmynd Þegar ég les um engla í Biblí- unni sé ég oft að talað er um þá sem engla eða sendiboða. Ég hef túlkað þetta svo að oft fái menn að ganga erinda Guðs og hafa þá verið leiddir af Guði á sérstakan hátt og sjálfir starfað sem englar. A undanförnum árum hef ég oft séð engla í mannsmynd grípa inn í líf okkar. Við hjónin fórum í heimsreisu árið 1985 í þeim tilgangi að gera Sovéskir geimfarar Frh. af bls. 19

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.