Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 31

Afturelding - 01.09.1986, Blaðsíða 31
m grein fyrir kristniboðsstarfi með kvikmyndum. Allt frá upphafi vissum við að ferðin yrði bæði andlega og líkamlega erfið. En við fengum orð frá Drottni í far- arbyrjun: „Sjá ég sendi engil minn á undan þér og hann mun greiða veg þinn." Við fengum svo sannarlega að finna fyrir tilvist engilsins. Oft í mynd manna sem komu í veg okkar á réttri stundu og stað. Áður en við héldum af stað létum við bólusetja okkur og fengum margar sprautur. Við vorum á heimleið úr slíkum leiðangri. Fimm sekúndum áður en við stigum inn um hliðið heima kom ungur maður fyrir hornið, læknirsem við þekkjum. — Svo þið eruð enn í Sví- þjóð? Ég hélt að þið væruð kom- in til Indlands . . . Fenguð þið vegabréfsáritun? — Hvað áttu við, það þarf ekki áritun til Indlands, hafi maður sænskt vegabréf. — Jú, það breyttist eftir morðið á Indiru Gandhi, nú þurfaalliráritun. Okkur lá lífið á að komast í indverska sendiráðið. Klukkan var þegar orðin hálftvö á föstu- dagseftirmiðdegi og við vorum bókuð í flug á sunnudagsmorgn- inum. Þrátt fyrir að eiginlega væri búið að loka sendiráðinu og venjulega tæki tvær vikur að af- greiða vegabréfsáritanir vorum við búin að fá áritun klukkan þrjú sama dag. Án áritunarinnar hefðum við lent í vandræðum í Indlandi. Eftir að hafa heimsótt tíu fylki á Indlandi ætluðum við til Sri Lanka. Indverskir og amerískir vinir okkar réðu okkur frá því, sögðu þar ríkja borgarastyrjöld. En við höfðum beðið yfir mál- inu og vorum fullviss um að við ættum að halda áætlun. Slitin símalína Við ætluðum að halda upp frá Madras í suðurhluta Indlands. En fyrst urðum við að ná sam- bandi við kristniboðana, sem við ætluðum að heimsækja. Ég fór snemma morguns og pantaði símtal, en var sagt fljótlega að ekki næðist samband vegna bil- unar. Ég vildi ekki afpanta sam- talið, því það var tilgangslaust að leggja af stað fyrr en einhverj- ir væru til að taka á móti okkur. Klukkan hálf átta um kvöldið fengum við loks samband. Við heyrðum undrandi rödd við hinn enda línunnar. — Hvernig náðuð þið sam- bandi? Við höfum ekki fengið símhringingu í þrjár vikur! En við komum á morgun á flugvöll- inn og tökum á móti ykkur. Þetta símtal varð vinsælt um- ræðuefni í heimsókn okkar á Sri Lanka, því eftir það hringdi eng- inn og ekki þýddi að hringja þaðan. Einhversagði: — Það er ljóst að engill ykkar hefur verið úti í frumskóginum og tengt þræðina saman til að símtal ykkar næði alla leið. Hví ekki? Guði og englum hans, sendiboðum og hjálpur- um, er ekkert ómögulegt! EH 18/19 1986 — stytt í þýðingu. Hvítasunnstarfið Frh.afbls.15 Sjómannastarfinu í Reykjavík lið, við að dreifa út blöðum og smáritum til erlendra ferða- manna sem koma til landsins með skemmtiferðarskipum. Þetta er vaxandi trúboðsakur sem vert er að gefa gaum að. Þegar þetta er ritað standa fyr- ir dyrum viðamiklar endurbætur og lagfæringar á safnaðarhúsinu að utan því það er komið nokk- uð til ára sinna. Á þessum tíma- mótum viljum við færa þakkir öllum sem lagt hafa hönd á plóg- inn í starfinu á Selfossi og biðj- um Drottin að blessa þá ríku- lega. „Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist!" Hallgrímur S. Guðmannsson ©Sketjungur h.f. sh-„ 687800 Fnkaumboó Barnfóstra óskast Barngóö kona óskast til aö gæta 5 ára telpu, sólarhrings- pössun, u.þ.b. 15 daga i mánuði. Bý i Teigahverfi, upp- lýsingar í síma 91 -39815. AFTURELDING 53. árgangur 4.-5. tbl. 1986 Útgefandi: Filadelfia-Forlag, Hátúni 2,105 Reykjavík. Sími: 91-20735/25155. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Einar J. Gislason, simi 91-21111. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miöast við áramót. Vinsamlegast til- kynnið breytingar á heimilisföngum og áskriftum til skrifstofunn- ar. Árgjaldið er 650 krónur.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.