Afturelding - 01.12.1986, Page 3

Afturelding - 01.12.1986, Page 3
s þættir um lifandi trú. Samþykkt var að verða við þessari þeiðni og hefur undirþúningur staðið síðan. Búið er að koma upp allvæn- um efnisbanka, en þörf er á miklu fleiri tillögum um heppi- leg viðfangsefni. Einnig er búið að leggja línur um útlit þáttarins í megindráttum. Þótt þeir aðilar, senr fyrr eru nefndir, komi til með að hafa forystu um framkvæmdir verður efni þáttanna ekki takmarkað við landamæri þeirra samfélaga. Leitað verður fanga hjá fólki sem á og hefur reynt mátt lifandi trúará Jesúm Krist. Nú í desember kom hingað til lands Ragnhild Westman dag- skrárgerðarmaður, sem hefur mikla reynslu af að vinna að þáttagerð með viðvaningum. Hún hefur unnið á vegum TV Inter og CCCI bæði vestan hafs og austan, m.a. ferðast um Evrópu þvera og endilanga í upptökubíl TV lnter og gert þætti. Ragnhild vann Iicr að handritagerð í samvinnu við ís- lendinga og eru nokkur verkefni frágengin. Meðan Ragnhild dvaldi hér kom beiðni um að gerður yrði þáttur með barnaefni til sýningar á jóladag. Ákveðið var að leggja í þetta verkefni, þótt það kæmi nokkru fyrirtímann. Þátturinn „Hann á afmæli í dag“ var unninn með hraði og var sýndur á tilsettum tíma á Stöð 2 og nokkru síðar í Sjónvarpi Akureyrar. Þetta framtak hlaut jákvæðar undir- tektir og sýndi að það er vel mögulegt að gera áhugaverða sjónvarpsþætti, með kristilegu innihaldi. Áfram er unnið að undirbún- ingi þáttagerðar og styttist í að sjónvarpsáhorfendur geti notið reglulegra þátta um lifandi trú. Þetta starf er býsna kostnaðar- samt. Þættirnir eru sýndir fram- leiðendum að kostnaðarlausu, en við verðum að standa skil á kostnaði við gerð þáttanna. Vilj- ir þú styrkja þetta starf, eða koma á framfæri hugmyndum um efni í kristilega sjónvarps- þætti er þér velkomið að snúa þértil undirritaðs. Guðni Einarsson Pósthólf 5135 125 Reykjavík Sími 91-25155.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.