Afturelding - 01.12.1986, Page 5

Afturelding - 01.12.1986, Page 5
syngur hann lagið „Fangi var ég“, eftir sr. Sigurð Ægisson sóknarprest á Djúpavogi við texta Jóhanns Sigurðssonar á Akureyri. Auk þessara koma franr söngvarar sem lítið hefur heyrst í áður, þau Pétur Hrafnsson, Sig- urbjörg Níelsdóttir og æskulýðs- kórinn Ljósbrot. Pétur syngur einsöng með Ljósbroti í laginu „Öll sem eitt“ og tvísöng með Elísabetu Eir í laginu ,,Ég gœti aldrei". Pétur er söngvari sem á eftir að vekja verðskuldaða at- hygli fyrir persónulegan söngstíl og þróttmikla, fallega rödd. Sigurbjörg syngur gullfallegt lag, „Augu föðurins“, og ferst henni það mjög vel. Hún vekur eftirtekt fyrir einstaklega tæra og hljómfagra rödd. Ljósbrot er hópur ungs fólks sem hefur ánægju af góðri tón- Sigurbjörg Níelsdóttir list. Kórinn æfir undir stjórn Hafliða Kristinssonar og hefur náð góðum árangri á skömnrum tíma, eins og heyra má í lögun- urn ,,Hann einn er Drottinn Gttð" og „Öll sem eitt", sem er í sönnum „gospel“ stíl. Magnús Kjartansson á heiður- inn af upptökustjórn og miklum hluta útsetninga. Að vanda ferst honum verkið vel úr hendi. Þetta er fimmta hljómplatan nreð trúartónlist sem Magnús stjórnar upptökum á. Það er ekki ofsögum sagt að hann eigi mikinn þátt í að skapa þá já- kvæðu ínrynd og virðingu, senr trúartónlist nýtur hérá landi. Hljóðfæraleik annast nr.a. Þorvaldur Halldórsson Pétur Hrafnsson Kjell Öhman, Rolf Alex, Teddy Winter og Sænska útvarps- lrljómsveitin, auk Magnúsar Kjartanssonar, Vilhjálnrs Guðjónssonar, Eyþórs Gunnars- sonar, Kristins Svavarssonar, Halldórs Pálssonar og Jóns Kjell Seljeseth. Platan var hljóðrituð í Supreme Studios, Stokkhólnri og Hljóðrita, Hafnarfirði. Þann átjánda desenrber s.l. voru haldnir tónleikar í Fíla- delfíu kirkjunni, Reykjavík, þar senr efni plötunnar var kynnt. Þeir voru vel sóttir og undirtekt- ir mjög góðar. Æskulýðskórinn Ljósbrot.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.