Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 8
WMM ALFA FM 1Q2£ Kristileg útvarpsstö í fyrsta skipti á Islandi er nú starfrækt útvarpsstöð, sem flytur eingöngu kristilegt efni. Út- varpsstjóri er Eiríkur Sigur- björnsson. Við spurðum Eirík um kveikjuna að þessari starf- semi. „Þetta er gamall draumur. Fyrir fjórum árum hóaði ég sam- an nokkrum bjartsýnismönnum með það í huga að stofna út- varpsstöð og sjónvarpsstöð, sem mundu þjóna þeim tilgangi að ná með fagnaðarerindið til þjóð- arinnar. En þá var fjarstæða að hugsa sér að leyfi yrði gefið fyrir slíkri stöð. Við vorum saman komnir í turnherberginu á Hótel Borg, og báðum um það að út- varpsrekstur yrði gefinn frjáls. Síðan þreifuðum við okkur áfram, og nú hefur okkur tekist að koma af stað útvarpsstöð, sem hefur með höndum út- breiðslu fagnaðarerindisins. Á bak við tjöldin er mikið stríð, samanber það sem stendur í Efesus 6:10-12, að baráttan er við ill öfl sem vilja brjóta þetta Eiríkur Sigurbjörnsson útvarpsstjóri. niður á allan hátt. En fyrir bænir trúaðs fólks fær stöðin varð- veislu gegn illum árásum. Það er trú mín að með þessari útbreiðslu nái orð Guðs til allra, bæði ríkra og fátækra. Fólk hefur talað við mig gegn- um síma og lagt inn bænarefni, og sumir hafa verið í mikilli neyð. Þetta sýnir að stöðin er þegar farin að skila árangri. T.d. hringdi ungur maður og sagðist hafa verið að fikta í útvarpinu sínu, og komið inn á stöðina okkar. Hann sagði að hoðskap- urinn sem hann heyrði þar hefði breytt lífi sínu. Að lokum vil ég þakka öllu

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.