Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 11
1 Og hann segir okkur frá þvi þegar hann gekk í Betel. Ég var einn af ótuktarstrák- unum og maður fékk sosum að heyra sitt af hverju. Mamma þín er i Betel, hí á þig! Sjáiði þara þetelistann. En þeir sögðu það aldrei nema einu sinni. Ég sá fyrir því, segir Einar og þrosir i kampinn. Hann er stór og mikill á velli, ekki fisjað saman. Já, það er margt talað um okkur hér i Betel en ég lét mér alltaf á sama standa. Við erum bara venjulegt fólk, venjulegt fólk sem er að leita að Kristi. Já, það er margt skrafað og flest af þvi fjarri lagi. Það var maður sem spuröi mig hvort mér hefði ekki verið stungið ofan í vatn og haldið þar þang- að til ég sæi eitthvað. Ég spyr ykkur nú bara hvernig er hægt að tala við mann sem er á kafi í vatni? Ég er hræddur um að það skildist lítið af því sem sagt er. Sjálfur var ég nú einu sinni hallómaður hjá kafara og ég skal segja ykkur að það heyrð- ist litið annað en psssssssss. Og annað lítið dæmi um hvað fólk gerir sér fáránlegar hug- myndir um þennan söfnuð okk- ar. Það var nú bara einu sinni að tveir heiðursmenn, þeir Elís Stefánsson og annar til voru sendir niður á bryggju til að ná i jafn sjálfsagðan hlut og baðkar sem átti að fara hér i húsið, i ibúðina upp á lofti. Og af þvi þeir voru báðir vel að manni og engir aukvisar, þá tóku þeir baðkarið milli sín og báru það alla leið ofan af bryggju, gegnum bæinn og hingað uppeftir. Það varð uppi fótur og fit í bænum, menn ruku húsa á milli og fiskisagan flaug á augabragði um allt plássið: Nú á að fara að skíra i Betel! Það á að fara að dýfa niður fólki í Betel. Það var samkoma um kvöldið og nú þustu allir í Betel. Salurinn troðfylltist á svipstundu og svo var þröngin mikil úti fyrir að tröppurnar upp að dyrunum hrundu eins og eldspýtur. Allir ruddust um og vildu komast inn. Þá var það að Elis Stefánsson, þessi gamli heiðursmaður, hann kallar með þrumuraust yfir lýðinn: Hvernig er það með ykkur, eru þið ekki öll skírð og fermd? Þá slumaði í fólkinu, flestir sneyptust heim, þeir sem ekki komust inn. Ég fékk sæti inni og ég skal viðurkenna það að ég varð dálitið vonsvikinn að sjá ekki skirt úr baökarinu. Nei, ég skal segja ykkur - og Einar slær flötum lófa á púltið og brosir breitt - okkur nægir ekki að skíra úr einhverju vaskafati. Jóhannesi skírara dugði ekki minna en áin Jórdan og það var hér um árið 1000 að þeir voru skírðir í Laugarvatni og í Snorralaug i Reykholti, já, þeim þótti of kalt i Þingvallavatni. Jæja, ykkur finnst ég kannski orðinn heldur léttúðugur i tali, og óðar er Einar orðinn alvar- legur í bragði, hann lækkar röddina og talar um Jesú. Hann talar um náðina, hann talar um endurlausnina, hann talar um opinberunina. Ein- staka maður í söfnuðinum tek- ur undir, við heyrum andvörp og amen víðsvegar um salinn, feginsamleg andvörp, gleði- þrungin amen. Við tannlæknir- inn sitjum hljóðir með sálma- bókina milli handanna, við eig- um ekki ráð á andvarpi. Við sitjum frammi fyrir leyndar- dómi, luktum dyrum en okkur skilst að Jesús komi líka til okkar þrátt fyrir allt. Kannski verður dyrabjöllunni hringt eitthvert kvöldið þegar minnst varir. Og aftur upphefst söngur, fagnaðarsöngur um blessun- arvökvann bjarta og liljunnar lif. Einar leikur á bassagitar og syngur fullum rómi, orgelið er troðið og ung stúlka slær gitar, hann Ingólfur i Lukku sem gengur i hús á daginn og selur egg, hann strýkur boga um fiðlustrengi. Guð er kærleikur. Og gömul kona stendur upp og vitnar um veginn að drottins náð. Hér bjó hún i þessu húsi um átta ára skeið, lukkulega gift sínum manni. Og margt hafði breyst siðan hún var hér. Húsið hafði tekið miklum stakkaskiptum, aðeins eitt var óbreytt frá því i gamla daga, áletrunin yfir sviðinu: Guð er kærleikur. Hún benti með fingr- inum á þennan óumbreytan- lega sannleika og það fór amen um salinn. Þetta var góð- leg gömul kona og það var mikill kærleikur i röddinni. Hún sagði okkur frá því þegar hún missti manninn sinn, það var mikil raun. Hún er ættuð úr fjar- lægu landi og stóð nú uppi ein, hvað átti hún að gera? Horfa til baka, hverfa aftur? Horfa fram? Framtiðin virtist siður en svo laðandi. Hún horfði hvorki aftur né fram, hún horfði upp. Við eigum að horfa upp. Horfa upp, það sem letrað stendur Guð Er Kærleikur. Og aftur er sungið, sungið af fögnuði hjartans: Lærisveinar Lausnarans, lögðu net að boði hans, Komu svo i land þar Drottinn stóð á storð. Fengu brauð og fisk í hönd fljótt er komu þeir að strönd, þannig allir mettast mega við hans borð.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.