Afturelding - 01.12.1986, Page 12

Afturelding - 01.12.1986, Page 12
Garðar Ragnarsson Jólahátíðin í kristindómi er fólgin hátíð og gleði — en einnig hin daglega andlega barátta. Guðsríki 'er nefnilega ekki fólgið í mat og drykk, heldur í réttlæti, friði og fögnuði í Heilögum anda. Hátíðin, sem við fögnum nú, á rót sína að rekja til þess að Guð elskaði heiminn svo heitt, að Hann gaf okkur eingetinn son sinn, til þess að hver, sem trúir á hann, glatist ekki, heldur eignist eilíft líf og sælu — þegar hérna megin móðunnar miklu! Fólk sem einvörðungu hefur lífsskoðun efnishyggjunnar, skil- ur þetta ekki, því þykir heimska og fíflska að trúa að nokkuð af þessu tagi sé til. Lífið í Guði er þessu fólki framandi og það nemur ekki andleg sannindi. En þeir, er hafa fengið að reyna Krist sem raunverulegan, eru til- búnir til að halda hátíðina á andlegan hátt. Jólahátíðin snýst nefnilega um Krist. Þess vegna er nauðsynlegt að við einbeitum okkur að Honum, sem hefur gef- ið okkur lífið\ Garðar Ragnarsson er forstöðumaður Hvitasunnu- safnaðarins i Odense Danmörku Það er staðreynd að jafnvel kristnir tapa andlegu jafnvægi þegar líður að jólum, það er svo margt sem rænir athyglinni. „Musteri Mammons" tútna út af Ijómandi og lokkandi „jólatil- boðum“. Um sjálfa hátíðina, þegar fjölskylduboð og vinaheimsóknir, matur og drykkur, jólaferðir og önnur jólaviðfangsefni blómstra, tapar maður áttum og gleymir gjarnan hinu raunverulega tilefni hátíð- arinnar. Þess vegna er nauðsyn- legt að varðveita sig brennandi í Andanum og í réttri afstöðu til Krists. Þá játar maður Hann af djörfung. Við megum ekki gleyma því að við lifum fyrir Krist, — einnig um Jólin! Við megum ekki kafna í hátíðinni. Sumir trúaðir hafa þann sið (eða miklu heldur ósið) að vanrækja andlegt líf sitt við ákveðin tæki- færi: I sumarfríinu, um páska, hvítasunnu og jólin! Þetta er hættulegur leikur með lífið í Guði og getur auðveldlega leitt til fráfalls. — Það er nauðsyn- legt að frelsast frá þessari mis- skildu og röngu afstöðu. Nei, hinir kristnu ættu miklu heldur að vígjast Drottni að nýju og nota frí og hátíðir til enn meiri bæna og Biblíulestrar, til að stunda samkomur og safnað- arslarf, til að öðlast eins mikið og mögulegt er af Jesú! — Hann á ævinlega eitthvað nýtt og áhugavert að gefa okkur. Ef við því notum þennan tíma til að leita lífsins í Honum og þrengja okkur nær Honum fáum við að njóta undursamlegrar há- líðar, sem heldur áfram þótt sjálfri hátíðinni Ijúki. Lífið verður raunveruleg hátíð, mitt í hversdagsleikanum! „Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi illsku og vonsku, heldur með ósýrðum brauðum hreinleikans og sannleikans." (I. Kor. 5:8).

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.