Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 14
WMM Snorri Oskarsson Ritað íhjörtu mannanna? Ég trúi því að Guð hafi gefið okkur rétt til að veiða dýr okkur til lífsviðurværis. Afkoma ís- lendinga grundvallast á veiðum og þaðan streymir lífsviðurværi okkar. En veiðar eru háðar lög- málum og þau setja okkur skorður, landamæri svo dýrin njóti verndar. I Vestmannaeyjum eru hinar ýmsu veiðar stundaðar og kemur þar til lega þeirra og fjölbreytt dýralíf. En hvað veldur því að menn setja sér reglur og hafa óskráð lög gagnvart nýtingu og veiðum? Um allan heim fara menn eftir einhverjum reglum varðandi nýtingu dýrastofnanna. Það eru aðeins veiðiþjófar eða eiginhagsmunaseggir sem vilja veiða takmarkalaust og án tillits til nokkurs nema gróðasjónar- miðs. Lundinn er veiddur í þús- undatali, en samt fjölgar honum. Við rænum hann ekki eggjum og nýtum ekki pysjuna, þótt hún komi í hundraðatali á götur bæjarins í ágúst og september. Nei, við sleppum pysjunni og leyfum henni að vaxa. Öðru máli gegnir um fýlinn. Við rænum hann eggjum og tök- um ungann þegar hann situr á sjónum, en fullorðni fuglinn er látinn í friði. Við sjáum langan slóða af fýlageri elta bátana þeg- ar á aðgerð stendur en það reynir enginn að veiða fýl til matar. Svo má nefna svartfuglinn. Hann er veiddur sem fullorðinn fugl að vetrarlagi og rændur eggj- um á vorin, en unginn er alger- lega friðaður. Hvað skyldi valda þessum hætti á mismunandi nýtingu fuglanna? Jú, hefðin er þar ríkur þáttur, hagkvæmni má einnig nefna. En heldur þú að það sé tilviljun að í fimmtu Mósebók, tuttugasta og öðrum kafla, vers- unum sex til sjö séu lögð boð fyr- ir manninn um nýtingu dýr- anna? Þar er svo frá sagt: „Ef

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.