Afturelding - 01.12.1986, Page 15

Afturelding - 01.12.1986, Page 15
Kristur breytti mér Þegar Rhodesia breyttist í Zintbabwe árið 1980 og Robert Mugabe tók við af hinunt hvíta forsætisráðherra, Ian Smith, þá gerðist það á lýðræðislegan hátt, og án þeirra blóðsúthellinga sem menn höl'ðu búist við. Margir töldu þetta undraverk Guðs. Fyrir son lan Smith, Alec, og hóp litaðra og hvítra kristinna manna í Rhodesiu var þetta bænasvar. — Bæn breytir hlut- um, aðstæðum og fólki, segir Alec Smith. Til að byrja með snerist líf Alec Smiths nteira um uppreisn en samninga. Hann drakk og notaði eiturlyf, og að endingu komst hann í blöðin fyrir eitur- lyíjasmygl. Þá gerðist það að tveir hópar kristinna kvenna fóru að biðja fyrir honum. — Kristur breytti mér, segir hann. Ekki aðeins hætti ég við þetta gamla, heldur sá ég líka land mitt og þjóð í nýju ljósi. í uppvexti mínum var mér ekki ljóst að ég bjó í samfélagi kyn- þáttaaðskilnaðar. Ég sá það ekki fyrr en Kristur hafði breytt lífi mínu, en þá sá ég einnig að ég varð að gera eitthvað í málinu. Alec Smith var nýlega á ferð í Svíþjóð, þar sem hann var að kynna nýútkomna bók sína sent fjallar unt þetta el'ni. HV 3886 fuglshreiður verður fyrir þér á leið þinni upp í tré eða á jörð- unni, með ungum í eða eggjum, og móðirin liggur á ungunum eða eggjunum, þá skalt þú ekki taka móðurina ásamt ungunum. Þú skalt sleppa móðurinni, en taka ungana cina, til þess að þér vegni vel og þú lifir langa ævi.“ Það sem við gerum í Vest- mannaeyjum, óafvitandi, gagn- vart nýtingu fuglanna, staðfestir að lög Guðs eru rituð í hjörtu mannanna. Þetta sá Páll postuli n meðal sinnar kynslóðar og ritaði Rómverjum: „Nálægt þér er orðið, í munni þínum og í hjarta þínu. Það er: Orð trúarinnar sem vér prédikum. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn — og trúir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.“ (Róm- verjabr. 10:8-9).

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.