Afturelding - 01.12.1986, Page 17

Afturelding - 01.12.1986, Page 17
til að ganga um göturnar og tala við fólkið. Um þetta leyti árs var fjöldi fólks á götunum og auð- veldara að ná sambandi við það en ella. Hún mætti meiri vin- semd. Annars kom það fyrir að fólk var svo viðskotaillt og önugt að henni lá við gráti þegar hún kom heim úr gönguferðinni. Hún átti einnig mörg góð samtöl við fólk og margir töluðu hlýlega til hennar. Þótt hún byggi ein fann hún aldrei til einmanaleika, og svo lengi sem hún hélt sjóninni og gat lesið þurfti henni ekki að leiðast. Auðvitað var Biblían henni hjartfólgnust lesning, en hún las einnig það sem hún náði í af kristilegum bókum og blöð- um. Hún hlakkaði til ferðarinnar til dótturinnar og hafði útvegað aukaskammt af smáritum til að gefa í járnbrautarlestinni. Hún var vön að gera það og hafði oft lent í ýmsu skemmtilegu í því sambandi. Lestarvagnarnir voru setnir til þrengsla daginn sem hún fór, svo erfitt var að komast um. Frú Nilson hafði pantað sér sæti, svo hún þurfti ekki að hafa áhyggjur. Heppnin hafði verið með henni, svo hún fékk gluggasæti og gat notið útsýnisins. Smáritin geymdi hún í hand- töskunni, en það yrði greinilega erfitt að komast um til að dreifa þeim. Jæja, hún gæfist ekki alveg upp við svo búið. Beint á móti henni sat mið- aldra maður og las dagblað. Hún sá að þetta var mikilsháttar niaður. Vafalaust forstjóri, hugs- aði hún og virti fyrir sér klæð- skerasaumuð fötin og gljáfægða skóna. Hún velti því fyrir sér hver viðbrögð hans yrðu ef hún gæfi honum smárit? Ef til vill ætti hún að bíða með það þar til hún yfirgæfi klefann? Þannig slyppi hún við óþægindi ef mað- urinn reiddist. Hún gæti vitan- lega ekki gefið öðrum í klefanum og skilið hann útundan, svo nú varð hún að grípa til annarra ráða. Hún stóð upp til að fara á snyrtinguna. Hún valdi snyrti- herbergið sem fjær var og gaf smárit á leiðinni. Þótt þrengslin væru slík að fólk rækist hvert í annað, þegar lestin tók beygjur, fannst glöggt að fólk var í jóla- skapi, svo það lét sér þetta lynda með bros á vör. Flestir tóku fúsir við smárit- um, en nokkrir ypptu öxlum og sögðust ekki hafa áhuga. Hún gekk gegnum næsta vagn og brátt var hún búin með öll smáritin, utan nokkur sem hún geymdi handa eigin klefanaut- um. Þar höfðu farþegarnir tekið tal saman þegar hún kom til baka og sögðu hver öðrum sögur. Maðurinn með dagblaðið var sá eini sem ekki tók þátt í samræð- unum. Frú Nilson tók strax eftir því og það olli henni áhyggjum. Hún komst ekki hjá að andvarpa stuttri bæn til Guðs um að hann gæfi henni dirfsku til að dreifa smáritunum. Hún gaf fyrst rit sömu megin og hún sat sjálf, svo síðast kæmi hún að manninum með dag- blaðið. Allir tóku við ritunum þar til hún rétti höndina í átt til hans og hann sá að það var smárit sem hún bauð, þá afþakk- aði hann ískaldri röddu og sagði: — Eg á mín trúarbrögð. Það var eins og kaldur gustur færi um vagnklefann. Frú Nilson var brugðið, en hún náði sér fljótt og sagði: — Ég á Krist. Maðurinn líktist helst W sprengju sem gat sprungið þá og þegar, en frú Nilson var salla- róleg. Nú hafði hún lokið því sem henni fannst Guð hafa lagt sér á hjarta. Konan við hlið hennar brosti hlýlega, annars var andrúmsloftið þvingað. Frú Nilson var nú komin á áfangastað, hin ætluðu að halda ferðinni áfram. Ove Michelson lögmaður var allt annað en ánægður með þessa byrjun á jólaleyfinu. Hon- um þótti frekt að þrengja sér upp á fólk eins og konan, sem sat andspænis honum hafði gert. Það væri réttast að áminna fólk, sem ónáðaði ferðafélaga sína á þennan hátt. Honum þótti það hárrétt viðbrögð að hafna boði konunnar. Eiginkona hans, Elsa, hafði farið tveim dögum fyrr til að lijálpa móður sinni við jólaund- irbúninginn. Hún tók á móti honum á brautarstöðinni þegar hann kom á áfangastað. Hún sá strax að eitthvað angraði mann hennar, en spurði einskis. Hann gæli sagt frá því þegar honum þóknaðist. Þau voru ekki kornin langt þegar hann sagði: — En hvað fólk getur verið frekt! — Hvað kom fyrir? spurði hún. Þá sagði hann frá konunni með smáritin. — Af hverju þykir þér þetta frekja? spurði konan hans. — Trú er einkamál og fram- koma svona fólks kemur manni í vont skap, svaraði hann. — Mér sýnist hún heldur hafa ætlað að gleðja ykkur, sagði kona hans stillilega. Það var ekki talað meira um þetta á heimleiðinni. Þegar þau höfðu snætt kvöldverð og voru sest við sjónvarpið hafði hann

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.