Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 18
IIGŒ tekið gleði sína á ný. En allt í einu hvarflaði hugur hans aftur að atburðunum í járnbrautar- lestinni. Eg á Krist, hafði konan sagt, og það var auðséð að það var eitthvað sem var henni mikils virði. En hvers virði voru trúar- brögðin honum? Þeirri spurn- ingu átti hann erfitt með að svara. Hvers konar trúarbrögð aðhylltist hann? Hann varð að viðurkenna að þau skiptu hann litlu í daglegu lífi. Það var eitthvað annað í fari þessarar gömlu konu. Innileik- inn í málrómi hennar bar vitni um að þetta skipti hana máli. Af hverju hafði hann reiðst, hann sagði bara sannleikann við hana og hún hafði ekki svarað fyrir sig í neinni mynd. Hann rak þessar áleitnu hugs- anir á flótta og fór fram í eldhús til konu sinnar, sem stóð við bakstur. Þetta var á Þorláks- messu og öllu varð að Ijúka fyrir morgundaginn. Enn var margt ógert, því móðir hennar var heilsuveil. Sjálf voru þau barnlaus, svo sjálfsagt þótti að þau héldu jólin hjá tengdaforeldrum hans. For- eldrar hans töldu sig trúleysingja og lögðu lítið upp úr jólahaldi. Elsa Michelson ólst upp í góðu, kristnu heimili og henni fannst eðlilegt að sjá foreldra sína lesa í Biblíunni og biðja til Guðs. Hún mundi mjög vel eftir því þegar Ove var námsmaður og kom í fyrsta sinn heim með henni. Hún gat séð að hann skildi hvorki upp né niður í því þegar pabbi hennar bað borð- bæn, en hann gerði heldur engar athugasemdir við kristindóm foreldra hennar. Nú hafði hann sagst aðhyllast trúarbrögð. Skyldi hann geta sagt í hverju þau voru fólgin? Henni hafði ekki verið alveg ljós munurinn á því að eiga trúar- brögð og að eiga Krist, eins og konan hafði sagt, fyrr en nú þeg- ar því var stillt upp sem and- stæðum. Heiðingjarnir áttu sín trúarbrögð, en þeir áttu ekki Krist. Og hvað um hana sjálfa? Hvar stóð hún? Nú ætluðu þau að halda há- tíðlega fæðingu Jesú. Jesús var líka Kristur. Óumræðileg gleði svall í brjósti hennar. Jesús er yndislegt nafn, söng fyrir eyrum hennar. Hún þráði að tala við mann sinn um þýðingu þess að eiga Jesú Krist. Ove Michelson tók eftir gleði- svip konu sinnar, en hann taldi hann stafa af ánægju yfir að vera í bernskuheimili hennar og að haldajólin þar. Það var ekki fyrr en þau gengu til náða að tækifæri gafst til að tala í alvöru. — í dag töluðum við um að eiga trúarbrögð eða að eiga Krist, sagði hún. Ég hef reynt muninn á þessu tvennu á merki- legan hátt nú í kvöld. Þegar ég var að hugsa um þetta, var eins og hjartað í mér ætlaði að springa af undrun og gleði. Jesús er lausnin. Ef þú hefðir spurt konuna hefði hún líkast til sagt: Ég á Krist. Hann svaraði ekki og hún hafði á tilfinningunni að hann þyrfti tíma til að hugsa um mál- ið, svo hún gaf sér góðan tíma til að búast til hvíldar. Hún vissi að hann skildi hlutina ekki á sama hátt og hún, sem var alin upp með nafn Jesú á vörum. Þetta var mjög framandi fyrir Ove. Jesús hafði ávallt verið raun- verulegur í hennar augum, þó ekki á sama hátt og nú. Fyrir honum var Jesú nafn óraunveru- legtog þoku hulið. — Er þér ljós munurinn? spurði hún. — Ég er viss um að maður grúskar ekki til botns í þessu, heldur verður maður að biðja, sagði Ove stillilega. Án þess að mæla orð kraup hún á kné, eins og hún hafði svo oft séð foreldra sína gera. Hann leit undrandi á hana eitt augna- blik, en svo kraup hann við hlið hennar. Þau krupu lengi án þess að tjá hugsanir sínar í orðum, en svo fóru orðin að streyma og þau gátu tekið undir með frú Nilson: Ég á Krist. . . . Elsa sagði foreldrum sínum frá þessu og því sem leiddi til bænarinnar. — Það hafa eflaust verið margar ástæður, sagði mamma hennar brosandi. Margar bænir hafa stigið upp fyrir ykkur, að Jesús yrði ykkur raunverulegur. Ove Michelson þótti undar- legt að sitja í kirkjunni á að- fangadagskvöld og syngja: „ . . .1 dag er Kristur Drottinn fæddur í Davíðs helgu borg. . . ." Hann sá gömlu konuna fyrir sér og heyrði orð hennar: Ég á Krist. Nú skildi hann hvað hún átti við. Þessi jól voru undursamleg fyrir þau öll fjögur og Ove og kona hans fóru ekki heim fyrr en eftir nýár. Á heimleiðinni var nóg pláss í lestinni. Þegar Ove gekk aftur eftir vagninum til að finna sæti, stansaði hann snögglega við einn klefann. Við gluggann sat gamla konan. Hann gekk inn og settist gegnt henni. — Þakka þér fyrir jólagjöfina, sagði hann. Hún leit forviða á hann, en þekkti hann brátt og bros færðist yfir andlit hennar. Elsu Michel- son, sem sat við hlið manns síns, þótti andlit gömlu konunnar hið

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.