Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 19
elskulegasta, sem hún haí'ði lengi séð. Hjónin urðu að segja henni frá því sem gerðist um jólin og það var erfitt að dæma um hvert Þennan dag hnýttust tryggða- bönd milli þeirra. Frú Nilson fann betur en nokkur sinni að hún hafði mikil- vægu hlutverki að gegna og hún þeirra þriggja gladdist mest. gleymdi ekki að þakka Guði fyr- ir að fá að sjá ávöxt af starfi sínu, og það þegar hún átti síst von á því. Þetta urðu sannarlega gleði- legjól. - ÞýttGE Er skrifað um Tjernobyl í Biblíunni ? Jafnt guðleysingjar sem trúaöir í Sovétríkjunum lesa nú texta úr úkraínskri þýóingu Opinberunar- bókar Jóhannesar. Þar er orðið „tjernobyl" að finna ... Bandaríska dagblaðið Nevv York Times greinir frá þessu og fréttin hefur einnig birst í enska dagblað- inu Daily Telegraph. „Tjernobyl" er ekki aðeins stað- urinn þar sem bilað kjarnorkuver myndaði eitruð geislaský er fóru um víða veröld. Orðið er einnig notað í Opinberunarbók Jóhannes- ar, 8. kafla, 10. og 11. versi, sem hljóða svo í íslensku Biblíunni: ,,Þriðji engillinn básúnaði. Þá féll stór stjama af himni, logandi sem blys, og hún féll ofan á þriðj- ungfljótanna og á lindir vatnanna. Nafn stjörnunnar er Remma („tjernobyl" á úkrainsku). Þriðj- ungur vatnanna varð að remmu og margir menn biðu bana afvötnun- um, afþviað þau voru beisk orðin." — Mér þykir þetta mjög áhuga- vert, þrátt fyrir að túlkunin sé ef til vill ekki hárrétt, segir Michael Harry í Alaborg, en kona hans, Svetlana, er ættuð frá Kiev, nálægt Tjernobyl. Remma, („malurt" í dönsku biblíunni, „wormwood" í enskum þýðingum, aths. þýð.), er beiskur ávöxtur, sem áður fyrr var notaður til að gera drykk af í sveitum Rúss- lands. Áður en kjarnorkuverið var . mm**~»*v- byggt við fljótið Dnjepr óx þar mik- ið af malurt og var nafn versins dregið af því. Rússneska og úkraínska eru skyld mál, þó í mörgu séu þau ólík. Því er nú vinsæl iðja trúleysingja og trúaðra í Rússlandi að fletta upp í úkraínskum orðabókum og sann- reyna að „tjernobyl" þýði malurt á úkraínsku. „Orðrómur breiðist með ótrúleg- um hraða um Sovétríkin og þannig hefur þessi uppgötvun fregnast um allt landið, hún hefur aukið á áhyggjur sovéskra yfirvalda vegna aukinnar vitneskju um slysið í kjarnorkuverinu í Tjernobyl", segir í New York Times. Udfordringen, - Þýtt gé.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.