Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 21
Mesta vandamálið í Sovétríkjunum Auglýsing, sem varar við áfengisbölinu. Bakkus sundrar heimilinu. Sjötta hvert barn sem fæðist í Sovétríkjunum hefur orðið fyrir skaða í móðurlífi, vegna áfengis- neyslu móðurinnar. Á skrá eru Oörutíu milljóniráfengis- sjúklinga. Af þeim Qölda eru sautján milljónir mjög illa farnar. Árlega er ein milljón dauðsfalla, sem beint má rekja til ofneyslu áfengis. Sjötíu til áttatíu prósent glæpaverka eru framkvæmd undir áhrifum áfengis. Mest eráfengisvanda- málið í Rússneska lýðveldinu. ^areru þrjátíu og sjö prósent karlmanna, sem lifa við ofneyslu atengis. Tjón ríkisins vegna ofdrykkjunnar eru tíu þúsund nnlljarðar krónurá hverju ári. Á áttunda áratugnum jókst víndrykkjan um sjötíu og sjö prósent. Ef sú óheillaþróun heldur áfram munu verða áttatíu milljónir ofdrykkjumanna um aldamót, það er helmingur vinnandi manna. Allir flokksleiðtogar Sovét- ríkjanna allt frá Stalín, hafa horfst í augu við þennan mikla vanda. Leonid Brechnev, setti ströng lög árið 1972, sömuleiðis Gorbatjov á árinu 1985. Samkvæmt opinberum tölum minnkaði áfengisframleiðsla um Oórðung í fyrra, en ekki er þar með sagt að neyslan hafi minnkað. Heimabruggun er mjög algeng, sérstaklega í sveitum landsins. Minnkandi áfengisframleiðsla gerir að erfiðara er að verða sér úti um vín. Drykkjumenn reyna sem þeirgeta. í heilum héruðum er nú lagt blátt bann við sölu hárvatna og brennsluspritts, sem ofdrykkjumenn leggja sér til munns. Lögð er áhersla á fræðslu um skaðsemi áfengis. Vísindamenn við æðstu menntastofnun landsins, fullyrða í skýrslu að áfengið sé hættulegra mannlífi í Sovét, helduren vélmenni Ameríkana og sprengjur þeirra. Þýtt úr „Ljós í Austri", júlíhefti 1986.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.