Afturelding - 01.12.1986, Page 22

Afturelding - 01.12.1986, Page 22
HudsonT. Hilsden Ofbeldi á heimilinu Heimilið ætti að vera friðsæl- asti staður á jörðinni. Friður mun ekki nást með friðargöng- um, leiðtogafundum eða kjarn- orku-afvopnun. Friðurinn verð- ur fyrst að byrja í hug og hjarta hvers og eins okkar. Við sem höfum boðið Jesú, frelsara heimsins, inn í líf okkar, vitum svo sannarlega að Jesús Kristur er friðarhöfðinginn. Við verðum alltaf að leggja aðaláherslu á þann boðskap. En verum nú ekki of einföld. Jesús varaði okkur við öðrum höfðingja. Hann sagði: „. . . Því höfðingi heimsins kemur.“ (Jóh. 14:30). Hann lýsti honum og árum hans sem þjófum sem koma „ekki nema til þess að stela, slátra og eyða.“ (Jóh. 10:10). Páll postuli kallar hann „valdhafann í loftinu." (Efesus. 2:2). Sá hlutur sem er mest áber- andi á venjulegu heimili í Norð- ur-Ameríku er litasjónvarp. Sjónvarp getur látið margt gott af sér leiða. Litasjónvarp er áhrifarík aðferð til þess að segja milljónum manna í viku hverri frá hinum frelsandi krafti Jesú Krists. En það getur líka haft í för með sér ómælanlega eyði- leggingu. Það færirofbeldi inn til þín, alla leið inn í stofu. Samkvæmt því sem Geðrann- sóknarstofnun Bandaríkjanna heldur fram er sjónvarpið einn áhrifamesti þátturinn í félagsleg- um þroska barna og unglinga, og jafnast uppeldisáhrif þess á við fjölskylduna, kirkjuna og skól- ann. Tveggja til fimm ára börn í Bandaríkjunum horfa á sjónvarp að meðaltali 31 klukkustund á viku. Ofbeldi í sjónvarpi leiðir ótvírætt til ofbeldishneigðar með þeim börnum og unglingum sem horfa á þættina. Dr. George Gerbner frá Há- skólanum í Pennsylvania segir að sjónvarpið sýni meira en 20 ofbeldisatriði á klukkustund í venjulegri helgardagskrá fyrir börn. Hann bendir á að ofbeldis- fullt sjónvarpsefni sé gróðrarstía óöryggis og brjóti niður líl' fólks, í þessum grimma heimi, eins og tryggustu sjónvarpsáhorfendurn- ir orða það. Þetta er orðið veru- legt heilsufarslegt vandamál hjá þjóðinni. Læknasamtök Amer- íku segja: „Ofbeldi í sjónvarpi veldur stórskaða í umhverfi okk- ar og ógnar heilsu og velferð

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.