Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 23
ungra Bandaríkjamanna og reyndar öllu samfélagi okkar í framtíðinni." Vísindanefnd lækna komst að þeirri einróma niðurstöðu að orsakasamband væri milli ofbeldis í sjónvarpi og aukinnar ofbeldishneigðar þeirra sem á það horfa. Það að horfa á ofbeldi í sjónvarpi getur í raun og veru leitt til árásar- hneigðar og andfélagslegrar hegðunar. Townes Osborn, fyrrverandi yfirmaður samtaka í Washing- ton sem kanna áhrif sjónvarps á börn, sagði: „Skemmtiefni, sem inniheldur ofbeldi, elur á gildis- mati sem er andstætt lýðræði og kristilegri siðfræði. Við erum vitni að niðurbroti menningar okkar, niðurbroti, sem er að miklu leyti afleiðing takmarka- lausrar fégræðgi okkar. í lýðræði hefur fólkið rétt til að grípa til réttlátra og skynsamlegra að- gerða, og það er skylda kosinna fulltrúa okkar að sjá til þess að þæraðgerðirséu framkvæmdar. Foreldrar ættu að gera allt sem þeir geta til þess að hindra, eða a.m.k. minnka hinar skelfilegu afleiðingar ofbeldis í sjónvarpi. Hér eru nokkrar mikilvægar ráð- leggingar: 1. Látið sjónvarpinu aldrei eftir það hlutverk að gæta barn- anna ykkar. 2. Horfið á sjónvarpsþættina með bömunum. Slökkvið á þeim þáttum sem innihalda of- beldi, og útskýrið hvers vegna. 3. Hvetjið börnin til að horfa á góða þætti og útskýrið hvers vegna. 4. Hvetjið börnin til annarrar tómstundaiðju, s.s. að lesa, teikna, lita, leika við önnur börn o.s.frv. 5. Skrifið til sjónvarpsstöðvar- innar og segið frá áhyggjum ykk- ar. 6. Skrifið til þeirra sem aug- lýsa á sjónvarpsrásinni og gefið til kynna að þið gætuð sniðgeng- ið framleiðslu þeirra. 7. Skrifið stjórnvöldum og minnið ráðamenn á að útvarps- bylgjureru almannaeign! 8. Biðjið að Kristur, Friðar- höfðinginn, megi ríkja yfir vald- hafanum í loftinu. P.T. 84, - ÞýttYRY

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.