Afturelding - 01.12.1986, Síða 24

Afturelding - 01.12.1986, Síða 24
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Þegar risaskipið Titanic rakst á ísjaka í jómf'rúarferð sinni 15. apríl 1912 var var Jakob Kruch frá Chicago um borð. Eftir skelfilega martröð var honum að lokum bjargað. Síðan er þýskir kafbátar sökktu bandaríska skemmtiferðaskipinu Lúsitaniu 7. maí 1915, var Jakob Kruch enn á ný farþegi á hinu for- dæmda skipi. Og öðru sinni var honum bjargað frá hinni votu gröf. Honum var bjargað frá tveimur hörmulegum stórslys- um á hafinu. En allmörgum árum síðar þegar hann óð yfir hrægrunna á, hrasaði Jakob Kruch og drukknaði. Þessi mað- ur, sem hafði komist lífs af úr tveimur skipssköðum á regin- hafi, týndi lífinu í lækjarsprænu. Maður er nefndur Berkeley og var landkönnuður, ljahagarPur og veiðimaður mikill. Hann lagði að velli ljón, tígrisdýr og önnur hættuleg villidýr og hlaut frægð fyrir. En þegar hann dó voru það hvorki vígtennur ljóns- ins né slóttugt mannætutígrisdýr er batt endi á líf hans — heldur kattarrispa heimiliskattar. Hann sýktist af blóðeitrun sem dró hann til dauða. Mannfjöldi gapti af undrun og aðdáun þegar ofurhuginn Blondin gekk á línu yfir Niag- arafossana. Fá dirfskubrögð jafn- ast á við þann hættulega leik. Hann var hylltur sem „sigurveg- ari Niagara". Blondin þessi lést í Lundúnaborg 19. febrúar 1897. Það sem flýtti fyrir dauða hans var að hann rann til á dyramottu úti fyrirsínu cigin heimili. Hugsa sér þetta! Jakob Kruch lifði af tvö mikil sjóslys og drukknaði í lækjarsprænu. Berkeley slapp óskaddaður úr háskalegri baráttu við ljón og tígrisdýr en lést af völdum katt- arrispu. Blondin féll aldrei né rann á línunni yfir Niagarafoss- um, en dó eftir að hafa runnið á mottu við dyr síns eigin húss. Það eru ekki ætíð „stóru" syndirnar í lífinu,(s.s. morð, hór- dómur, þjófnaður), sem eyði- leggja sál mannsins. „Litlu“ syndirnargeta gert það líka. Jakob postuli sagði: „Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði I einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess.“ „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ (Róm.3:23). Við komumst ekki framhjá þess- um sannindum með þeirri af- stöðu að „litlu" syndirnar skipti ekki máli. Þœr skipla málil Því með því að trúa að við séum nægilega góð án Krists, lokum við dyrum himinsins. „Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft lif og þetta líf er í syni hans. Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið.“ (I.Jóh.5:1 1-12). Jesús Kristur kom ekki í heiminn til að kalla réttláta. Hann kom til að mæta syndur- um á borð við þig og mig. Jakob postuli hafði á réttu að standa er hann reit: ef við brjótum eitt af boðorðunum tíu erum við sek við þau öll. Þú skalt aldrei segja: „Ég er ekki mikill syndari. Ég er nógu góður án Jesú.“ Á vegferð sinni gegnum lífið hafa allir syndgað í einn eða annan tíma. Allir þarfnast Jesú. Það dásamlega er að hann þarfnast okkar til að vera hluti af hans eilífa konungsríki. Trúðu og treystu á hann NÚ! Játaðu fyrir öðrum með munni þínum að þú hafir NÚ tekið á móti honum inn í líf þitt sem frelsara og Drottni. Því „ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn — og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlœtis, en með munninum játað til hjálp- rœðisð' (Róm.10:9-10). Litlu syndirnar skipta máli. Jesús er lækningarlyfið við öll- um syndum. Hann er hinn eini og sanni frelsari mannanna. Þýtt úr The Evangelist. - HG.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.