Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 25
Hr. Saulus Paulus, Lausráðinn trúboði, Korintu, Grikklandi. i Kœri herra Páll! Við fengum nýlega umsókn þina um nám undir okkar leið- sögn. Það hefur alltaf venja hjá okkur að svara umsækjendum hreinskilnislega og opinskátt. I hreinskilni sagt erum við undrandi að þú skulir yfirleitt hafa getað unnið þér traust sem trúboði. Sagt er að þú þjáist af alvarlegum augnsjúkdómi. Það er að sjálfsögðu óyfirstíganleg hindrun til áhrifaríkrar þjón- ustu. Stjórn skólans okkar krefst 6/6 á báðum augum allra um- sækjenda okkar. * Er það satt að þú hafir setið í fangelsi? Sumir segja að þú hafir setið inni í u.þ.b. tvö ár í Ses- areu, og einnig setið í fangelsi í Róm. Þú ert einnig ásakaður um að hafa móðgað helstu menn viðskiptalífsins í Efesus svo heiftarlega að þeir kalla þig >5manninn sem setti allt á annan endann." Þegar Páll postuli sótti um vist á trúboðaskólanum Hvernig myndi forstöÖumaöur trúboöaskóla bregðast við umsókn Páls postula? Við höfum enga þörf fyrir menn sem þjást af slíku sýndar- mennskubrjálæði, og við vorum hreint ekki hrifnir af þessu smekklausa „yfir múrinn í körfu" atriði í Damaskus, sem lengi verður í minnum haft. Algjör skortur þinn á þeim næmleika, sem sendimenn þurfa að hafa veldur okkur óróa. Sendifulltrúar láta það ekki henda sig að vera grýttir, eða sofa fyrir utan borgarhliðin. Hef- ur þér aldrei dottið í hug að mildari tjáningarmáti gæti aflað þér vina? Við sendum þér hér með bókina frá Daleios Carne- gus "Aðferðin til að vinna Gyð- inga og hafa áhrif á Grikki," í von um að hún geti orðið þér til hjálpar. Þjónusta þín ber vott um allt of mikinn óstöðugleika: Fyrst ert þú í Litlu Asíu, síðan í Make- dóníu, svo á Italíu, og nú hefur þú uppi tilgangslausar áætlanir um að koma til Spánar. Mikil- vægara er að einbeita kröftum sínum en dreifa þeim. Þú verður að skilja að þú einn getur ekki unnið allan heiminn. Þú ert aðeinseinn lítill Páll. Dr. Lúkas segir okkur svo frá að þú sért lítill, sköllóttur, oft veikur, og að þú sofir illa á nótt- unni vegna þess að þú hafir svo miklar áhyggjur af litlu söfnuð- unum þínum. Hann segir okkur líka að þú gangir um eirðarlaus á kvöldin og biðjir hálfa nóttina. Heilbrigð sál í hraustum líkama er eiginleiki sem við krefjumst af öllum umsækjendum okkar. Til Tímóteusar skrifaðir þú: „Ég hef barist hinni góðu bar- áttu.. .." Við sendum enga trú- boða í „bardaga." Jesús kom til þess að flytja frið. Þú hrósar þér af því að hafa „barist við villidýr í Efesus." Hvað í ósköpunum áttu við? Okkur þykir það leitt, bróðir Páll! Því miður höfum við ekki not fyrir þig. Ef við tækjum við þér brytum við þær starfsreglur, sem gilda fyrir sérhvert félag sem vinnurað utanlandstrúboði. Kœr kveöja, Logikos Rationalis formaður Udf.4886, - ÞýttGM

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.