Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 26
mwm Sigfús B. Valdimarsson: Sjómannastarfið á ísafirði 1986 „Komið og fylgið mér, og ég mun gjöra yður að mannaveið- urum." (Matt. 4:20). Þannig tal- aði Jesús til fiskimannanna við Galileuvatnið forðum. Símon og Andrés hlýddu kalli hans og fylgdu honum. Þeir hlýddu á orð hans, sem voru „andi og líf." (Jóh. 6:63). Hann sagði: „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkr- inu, heldur hafa ljós lífsins." (Jóh. 8:12). Lærisveinar hans hafa í gegnum aldir haldið þessu ljósi uppi, svo aðrir mættu sjá það og njóta leiðsagnar þess. „Hver sem elskar mig, mun varðveita mitt orð." (Jóh. 14:23). Davíð konungur í ísrael sagði: „Þitt orð er lampi fóta minna, og ljós á vegi mínum." (Sálm. 119:105). Sjómenn vita hvers virði vitar eru og öll um- ferðarljós, hvort sem þau eru á sjó eða landi. Það þarf allt að vera í lagi, og þess er krafist að farið sé eftir þeim í öllu, annars er voðinn vís. Salem Sjómannastarfið hefur leitast við að beina þessu ljósi til sjómanna og annarra sem á vegi hafa orðið um 40 ára skeið. Guðs orð hefur ævinlega blessun í för með sér, til þeirra sem vilja tileinka sér þau fyrirheit, sem Guð gefur. Guð bregst aldrei orði sínu. „Þitt orð er Guð, vort erfðafé. Þann arf vérbestan feng- um." (H.H.) „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það."(Lúk. 11:28). Starfið hefur gengið með svip- uðum hætti og undanfarin ár. Orði Guðs hefur verið sáð til fólks af 40 þjóðernum, svo af því sést að akurinn er nokkuð stór. Gefnar voru 40 Biblíur, 60 Nýja testamenti, 40 Passíusálmar og

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.