Afturelding - 01.12.1986, Page 27

Afturelding - 01.12.1986, Page 27
SALEM Hvítasunnukirkjan Salem á ísafirði. ► 40 snældur með söng og vitnis- burði um Jesú. Aðrir fengu smærri biblíuhluta hver á sínu máli. Farið var um borð í um 300 íslensk skip og báta og 130 erlend. Nokkrum sinnum voru hafðar guðræknisstundir um borð og sýndar kristilcgar vídeó- spólur. Jólapakkar urðu að þessu sinni 305, liðlega helming- ur var til erlendra sjómanna. Auk þess voru sendar jólakveðj- ur og blöð til 27 skipa og vita- varðanna á Horni og Galtarvita. Hinnig voru á árinu send blöð á hvert sveitaheimili í sýslunni. Eg er þakklátur öllum, senr á einn eða annan hátt hafa stutt starfið eða sýnt því viðurkenn- ingu. Ég bið Guð að launa ríku- lega kærleika þeirra og fórnfýsi. Ég get ekki annað en nefnt fær- eyska skipafélagið Smyril Line, sem í þriðja sinn bauð okkur hjónunum far með skipi sínu Norröna til Færeyja og Noregs. Var það mjög ánægjuleg ferð, sem gaf okkur tækifæri til að vera á sumarmóti hvítasunnu- manna á Hamar í Noregi, þar sem mörg þúsund manns voru saman komin í viku til þess að lofa Drottin og uppbyggjast í samfélaginu við hann. Þarna voru m.a. kristniboðar frá 30 löndum. Þaðan fórum við svo til Svíþjóðar og heimsóttum í ann- að skipti vini okkar á trúboðs- skipinu ELIDA, þar sem við vorum í fjóra daga. Það er sér- stök upplifun að kynnast þessari starfsgrein í víngarði Droltins. í allri ferðinni var útbýtt kristileg- um smáritum í þúsundatali á mörgum tungumálum. í þessum löndum nutum við gestrisni og vináttu margra góðra vina. Það er rnikil náð að fá að gegna þessari þjónustu meðan Guð gefur nrér heilsu og krafta til þess. Þörfin er mikil og við- tökurnar hjá sjómönnunum eru frábærar, svo ég er viss uin að Orðið ber ávöxt í hjörtum rnargra. Hef ég reyndar sannanir fyrir því. Hinar mörgu vina- kveðjur víðs vegar að bera líka vitni um það. „Guði séu þakkir, senr gefur oss sigurinn l'yrir Drottin vorn Jesú Krist.“ (1. Kor. 15:57). Orð Jesú, „komið og fylgið mér“ hljómar enn í dag. Hann kallar á mig, hann kallar á þig. Guð gefi hverjum þeim senr heyrir náð til að hlýða kallinu. „Hver senr eyra hefir, hann heyri.“ (Op. 3:6). Guðs náð og blessun hvíli yfir sérhverjum sæfaranda, yfir landi okkar og þjóð.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.