Afturelding - 01.12.1986, Síða 28

Afturelding - 01.12.1986, Síða 28
ERLENDAR FRETTIR WEMGl___________ ---ERLENDAR FRÉTTIR í Kína eru 50-70 milljónir kristinna manna Það segir Thomas Wang, sem síðustu tíu árin hei'ur verið yfir- ritari í „Chinese Coordination Centre of World Evangeliza- tion.“ Þegar Maó formaður komst til valda 1949 voru minna en ein milljón mótmælenda í Kína. Eftir að frjálsræði komst á undir lok áttunda áratugarins Miklar ráðagerðir í Dan- mörku varðandi sjónvarp Danskir hvítasunnumenn eru stórhuga varðandi sjónvarps- starf. 5000 meðlimir hreyfingar- innar vinna ötullega að fjársöfn- un til kaupa á sjónvarpsbíl. Mun hann kosta 10 milljónir danskra króna. Búist er við að danska þingið ákveði að sjónvarpsrás tvö skuli ná út um allt landið 1. janúar 1988. Þá vona hvíta- sunnumenn að með hjálp TV Inter geti þeir verið tilbúnir að framleiða þætti í stórum stíl. Nú eru sjónvarpsútsendingar stað- bundnar við Kaupmannahöfn og nágrenni, en útsendingarnar nást á talsvert stóru svæði, svo fjöldi fólks getur á hverjum degi fylgst með þáttum hvítasunnu- manna. A ráðstefnu í Mariger, sem haldin var á þessu ári söfn- uðust yfir 700.000 danskar krónurtil sjónvarpsstarfsins. hafa margar kirkjur verið opnað- ar á ný. Opinberlega segja yfir- völd í Kína að 3-5 milljónir kristinna manna séu í landinu, en aðrir telja að þeir séu um 100 milljónir. En hvort sem milljón- irnar eru 50, 70 eða 100 þá er greinilega um mikla vakningu að ræða. Og það er eftirtektar- vert að hún á sér stað við slæm skilyrði, þar sem trúboðar og prestar hafa í mörg ár átt á hættu að vera fangelsaðir fyrir að boða fagnaðarerindið. Udf.3286 Jimmy Swaggart með vakn- ingarherferð í SuðurAmeríku Trúboðinn Jimmy Swaggart skipulagði tvær vakningarher- ferðir í Suður-Ameríku snemma Vestur-þýskir læknar mót- mæla fóstureyðingum 420 læknar, hjúkrunarkonur, sjúkraliðar, ljósmæður og lækna- stúdentar í Vestur-Þýskalandi hafa skriflega neitað að taka þátt í fóstureyðingum. Þau eru á móti deyðingu ófæddra barna og líta svo á að samfélagið hafi litið framhjá boði Guðs. Fórn þess- arar þróunar er hundrað þúsund börn árlega, sem deydd eru með fóstureyðingu. Ungmenni í Afríku losna úr fangelsi S.l. vetur voru nokkur ung- menni í landinu Rwanda í Afr- íku sett í fangelsi vegna þess að « þau höfðu vitnað um Jesú. Blað- ið Church of God Evangel grein- ir frá því að ungmennin hafi far- ið að biðja í fangelsinu, og tungutal og bænir hafi heyrst frá flestum klefunum. Nú eru þau aftur frjáls og liafa einnig fengið leyfi til þess að vitna um Guð hvar sem þau vilja í héraði sínu. KS3486 á þessu ári. Fyrst var hann í Perus, höfuðstað Lima, og síðan í Buenos Aires í Argentínu. Fregnir herma að meira en tvö þúsund manns hafi mætt Jesú sem sínum persónulega Frelsara á sex samkomum. I Lima komu 65.000 manns til þess að hlusta á Swaggart. í Buenos Aires komu 70.000 manns á samkomurnar. í október var Swaggart með svip- aða herferð í Dómenikanska lýðveldinu. KS3486 KS3286 HV4886

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.