Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 31

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 31
Síl Einn nýr fornleifafundur hef- ur vakið sérstaka athygli yfir- valda í Mið-Austurlöndum, til jafns við fornleifafræðinga. Það er varðandi hið löngu týnda Musteri í Jerúsalent. Samkvæmt Biblíunni var það bústaður Guðs. Salómon lét byggja það um 950 f.Kr. Þótt Babyloníu- menn hafi rifið það niður 586 f.Kr. var það endurreist og var miðdepill tilbeiðslu Gyðinga þangað til Rómverjar rifu það endanlega niður árið 70 e.Kr. Öldum saman trúðu Gyðingar að ekki væri hægt að komast að musterinu vegna þess að það var talið liggja undir helgustu bygg- ingu múhameðstrúarmanna, Klettamoskunni, sem breiddi sig yfir keppinaut sinn, helgistaðina á Musterisfjallinu í Jerúsalem. Vísindamaðurinn Asher Kaufman birti samt nýlega nið- urstöður tíu ára rannsókna, sem sýna að Musterið stóð 380 fetum utan við moskuna. Þar, undir opinni, alda gam- alli hvelfingu múslima fann Kaufman „Hornsteininn,“ stað- inn í hinu allra helgasta, þarsem ritningarnar segja að sáttmáls- örkin hafi verið geymd. Lykill- inn að fullyrðingu Kaufmans eru vatnsgeymar neðanjarðar og þyrpingar náttúrlegra steina sem til forna höfðu verið höggnir til að falla inn í veggi þar sem vant- aði í Musterið. Kaufman byrjaði á að rannsaka þessa fornleifa- fundi og bera santan við ná- kvæma lýsingu á Musterinu í hinum fornu Talmud trúarrit- um. Hann gerði þúsundir mæl- inga til þess að finna út hvar byggingin hlyti að hafa staðið. Þessar rannsóknir hafa valdið yfirvöldum bæði múslima og Israelsmanna áhyggjum. Þeir óttast að fregnir um uppgötvun- ina gætu dregið að fjölda æstra pílagríma og vakið deilur um yfirráð yfir Musterisfjallinu. Múslimar, sem hafa nú þegar yfirráð yfir staðnum, hafa orðið fyrir ásökunum af fornleifafræð- ingum um að flytja mikilvæg sönnunargögn úr uppgreftrin- um. The Flame, no.6, 1984. — Þýtt GM „Austur-Vestur“ ráðstefna í Svíþjóð Dagana 24.-27. febrúar verður haldin í tíunda sinn svonefnd „Austur-Vestur“ ráðstefna. Það er Fíladelfíukirkjan í Jönköbing sent stendur fyrir ráðstefnunni. Síðast var ráðstefnan haldin í samvinnu við Hvíta- sunnumenn í Ungverjalandi og var haldin í Búdapest. Til þessara ráðstefna er boðið trúbræðrum frá Austur-Evrópu og gefst þeim þar kærkomið tæki- færi til að tjá sig opinskátt í samtölum við fólk frá Vestur-Evrópu. Þeim, sem áhuga hafa á að sækja mótið, er bent á að skrifa til Fíladelfia East- fVest Box 620 S-551 18 Jönköbing Sverige Vikuna eftir er haldið fjölmennt mót fyrir sænska trúboða og kennimenn, svo hægt er að slá tvær flugur í einu höggi. AFTURELDING 53. árgangur 5. tbl. 1986 Útgefandi: Fíladelfia-Forlag, Hátúni 2,105 Reykjavik. Sími: 91-20735/25155. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Einar J. Gislason, simi 91-21111. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miðast við áramót. Vinsamlegast til- kynnið breytingar á heimilisföngum og áskriftum til skrifstofunn- ar. Árgjaldið er 650 krónur.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.