Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 32

Afturelding - 01.12.1986, Blaðsíða 32
GÓÐARGJAFIR Falleg dagatöl með ritningargreinum, góð gjöf sem minnir á gefandann allt árið, og veitir uppörvun í dagsins önn. SKÓPUNIN, veggdagatal með myndum úr ríki náttúrunnar. Ritningar- grein fyrir hvern dag ársins og reitir fyrir minnisatriði. BÖRN OG VINIR, póstkortadagatöl með myndum af börnum, gerð til að standa á borði eða hengja á vegg. Hverja mynd má nota sem póstkort að mánuðinum liðnum. HEFUR ÞÚ HEYRT? Ný hljómplata með söng margra fremstu flytjenda kristilegrar tónlistar á íslandi. Fjölbreytt lagaval, fágaður undirleikur valinna tónlistarmanna og fallegur söngur leggst hér á eitt um að skapa góða hljómplötu. Þeir sem syngja á plötunni eru: Ágústa Ingimarsdóttir, Elísabet Eir Cortes, Guðný Einarsdóttir, Ljósbrot, Pétur Hrafnsson, Sigurbjörg Níelsdóttir og Þorvaldur Halldórsson. Upptökustjórn var í höndum Magnúsar Kjartanssonar. FRIÐUR, Matteusarguðspjall og TRÚ, Bréf Páls til Rómverja. Þessar fallegu bækur eru skreyttar litmyndum á hverri síðu. Textinn er úr „Lifandi orði“, endursögn Nýja testamentisins á íslensku. Bækurnareru einkar aðgengilegar fyrir þá, sem ekki eru vanir að lesa Nýja testamentið. FÍLADELFÍA FORLAG Hátúni 2.105 Revkiavik (y Simi: 91-25155/20735

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.