Alþýðublaðið - 21.04.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.04.1923, Blaðsíða 2
a ALS»¥ÐtfBLABi£> Þnrfti íslandsbanki enga hjálp? Á eftir fyrirlefetri Guonnrs írá Selalæk, sem hann hélt í vetur í Nýja Bíó, stóð hr. bankastjóri Jean Eggert Claessen upp til að mótmæla því, að íslandsbanki þyrfti nokkurrar hjálpar við né helði þurft. Gunnar ha'ði þó ekki sagt annað en að landið ætti að styðja báða bankana. Olafur Friðriksson gerði fyrir- spurn til Ciaessens um það, hvernig heíði stabið á því, að íslandsbanki hefði fengið meiri hlutann at enska láninu, ef hann heíði ekki þurft þess með. Þessu svaraði hr. CGessen á þá leið, að það hefði verið til þess að bæta gengi ísienzku krónunnar, að bankinn tók við láoinu (!), en bankinn hefði eng- an hagnað af þvf, að gengið batnaði. Vitanlegt er, að hver heiðar- legur banki mundi ekki skoða sem sér óviðkomandi jafnmikið velferðarmál almennings og gengi íslenzku któnunnar; en sleppum nú því. En hitt er rétt að athuga: Hvers vegna kemur hr. Claessen fram með aðra eins fjarstæðu og þá, sem sagt' er frá hér, þar sem hver og einn búðardrengur hlýtur strax að sjá, að það getur engin áhrif haft á gengið, hvort lánið, sem þegar er fengið í útiöndum, gengur að einhverju leyti gegn- um íslandsbanka eða fer fram hjá honum. Spursmálið er: Hvers vegna kemur hr. Claessen með svona léleg rök? Svarið getur ekki verið nema eitt: Af því þau eru ekki betri til. En bérsýnilegt er, að honum finst nauðsynlegt að neyta allra ráða til þess að reyna að halda uppi orðstír bankans. Ég segi reyna það. Því svona ráð koma að engu haldi. Enginn þekkir hag íslands- banka betur en hr. Claessea sjálfur. Það virðist því ekki, sem honum muni sýnast hagur- inn glæsilegur né útlitið gott, þegar hann grípur til slíkra ráða, til þess að halda bankan- um uppi. En nóg um það í þetta sino. Snúum okkur þá að því, sem var aðalatriðið, að bankinn hafi engrar hjálpar þurft. Hvað er hæft í því? Hver8 vegna hefir bankinn fengið leyfi til að hafa gull sitt úti f Danmörku (auðvitað sem tryggingu fyrir lánum þar jafn- framt því sem það átti að vera trygging fyrir seðlum baukans í umferð hér), ef það var ekki Syrir það, að bankanum lá á þessum stuðningi af hendi hins opinbera? Hvers vegna fékk bankinn ' meiri hlutann af enska Iáninu, ef það var ekki fyrir það, að hann þyrfti þess með? Og hvers vegna er fslands- banki nú sfðustu mánuðina bú- inn að fá þrjár milljónir eða meira lánaðar í Landsbankanum, ef hann hefir ekki þurft þess með? Bankinn þarf enga hjálp, sagði Claessen á fundinum í Nýja Bíó. En hvað sagði hann, þegar hann var að herja Iánið út úr Lands- bankanum? Sagði hann þá, að íslandsbanki þyrfti enga hjálp? Ætli það hafi ekki heldur verið, að hann segði, að ef bankanum yrði ekki hjálpáð, þá gæti hann ekki útvegað togarafélögum þeim, sem skiftu við hann, nægilegt veltufé? Það hefir víst verið eitt- hvert anuað hljóð í strokknum þá en þegar hann var í Nýja Bíó, — eitthvert annað hljóð en þegar hann lét Morgunblaðið hafa eftir sér þetta með næga veltuféð, sem hann væri búinn að útvega í útlöndum. Annars mætti minnast á hér: Með leyfi hvers lánaði Lands- bankinn íslandsbanka þessar 3 milljónir? Ef’ lánið var veitt ís- landsbanka til þess að lána það aftur út í trygga staði, því gat þá ekki Landsbankinn sjálfur veitt þau !án? Þegar Landmandsbankinn danski tók að ramba á barmi glötunarinnar f fyrra, lánaði danski Þjóðbankinn honum 30 milljónir. Þáð lán hefir verið mjögt vítt. Það er þó tiltölulega mikið minná lán, þar sem Danir eru 30 sinnum fleiri en við. Lánið, sem Landsbankinn hefir veitt, er því þrisvar sinnum meira að tiltölu, eða eins og danski Þjóðbankinn hefði lánað 90 milljónir. Bara, að áfram- haldið verði ekki eitir því. Dufþalmr. ,,Esj a“ koin hingað árdegis í fyrra dág eftir 4 sólarhringa og 16 stunda ferð Irá Káupmannahöfn með viðdvöl f Vestmannaeyjum. Skipið lagðist að háfnarbakkan- um á fjórða tímanum. Beið þá múgur manns eftir að komast um borð og »skoða skipiðr. Eins og kunnugt er, hefir Flydedokken í Kaupmannahöfn smíðað »Esju< eftir fyrirlagi landsstjórnarinaar, en aðalráðu- nautur hennar um gerð og fyrir- komulag alt mun háfa verið Nielsen framkvæmdarstjóri Eim- akipafélagsins. Hefir margra ára reynsla hans í siglingum 1 við strendur Iandsins komið aug- sýnilega t Ijós við smíð skipsins. Farrýmin eru þrjú samkvæmt venju vorra tíma, en ættu ekki að vera fleiri en tvö og helzt eitt. 3. farrými er útbúið fyrir 32, klefar fyrir 2, 4 og 6 og borðsalur, er matast geta í 20 mánns í einu. Er það mikil fram- för frá þvf, sem verið hefir. Á 2. farrými er svefnrúm fyrir 60 manns, klefar fyrir 52, og fylgir þar með baðklefi. Á i.far- rými er svefnrúm fyrif 63. Á því farrými eru tveir fjögurra manna klelar útbúnir fyrir sjúka menn Ekkert óþarfa skraut eða íburður virðist vera á neiuu. Loftræsting er á öllum farrým- unum inn í hvern klefa og hita- leiðsla með gufu. Háseta- og kyndara-klefar eru þröngir, og sá stóri galli fylgir, að þeir verða að matast þar, sem þeir sofa. Erlendis er þetta að leggj- ast niður á öllum nýrri skipum. Björgunartæki skipsins eru fimm stórir bátar, er bera í góðu veðri 174 menn og flotbelti fyrir 200 mánns. Tveggja kílóvatta lo'tskeytastöð er á skipinu, að sögn sú stærsta á íslenzkum skipum. Sérstök íest er íyrir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.