Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 28.01.1938, Blaðsíða 1

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 28.01.1938, Blaðsíða 1
Rödd íólksins 1. árg. T VESTMANNAEYJUM, 28. JANÚAR 1938. 3. tbl. „Vestmannaeyjar fyrir Vestmannaeyinga!" Allir, sem skilning hafa á því, | hvernig einkahagsmunir bæjar- þegnsins 6g hagur bæjarfélags- ins tengjast saman, eru sammála um, að í milli þessara tveggja aöila hljóti að ganga i skiftum gagnkvæmur réttur og gagn- kvæmar skyldur, — ef vel á að fara. Til þessarar almennu hagsýni hafa þeir jafnan skýrskotað, sem hæst hrópa við kosningar: „ís- land fyrir íslendinga!" „Vest- jnannaeyjar fyrir Vestmanney- inga!" o. s. frv. — þó misbrestir hafi reynst á ráði þcssara manna, þegar til átti að taka um fram- kvæmdir þessara ágætu kjör- orða. Undir hvellandi slagorðum, :svipuðum þessum, hafa fulltrúar íhaldsins hér látið kjósa sig i bæjarstjórn. En hver hafa svo -orðið dómsorð reynslunnar á undanförnum árum í þessu efni? Látum þau skera úr þessu máli: Gunnar Ólafsson & Co., sem mesta verslun rekur við bæinn, er að fornu og nýju þektastur að þvi, að fylla vinnustöðvar sín- ar af aðkomufólki, á meðan tug- ír gjaldþegna bæjarins hafa orð- íð að taka hlutverk hins atvinnu- lausa áhorfanda. Ölafur Auðuns- son, 5. maður íhaldslistans, hefir rækt þetta Tangadæmi, eins og aðstaða hans hefir frekast leyft. Ástþór Matthíasson hefir drifið sína beinamjölsverksmiðju árum saman með yfirgnæfandi meiri hluta aðkomumanna á vinnustöð sinni, á sama tima, sem þess hef- :ír eigi verið kostur, að koma at- vinnulausum heimamönnum að þessari vinnu. Fyrir kosningarnar 1934 gerði íhaldið kosningasamning við Kr. Linnet og þáverandi félaga hans, nasistana, þar sem það samþykti -svokallaða 4 ára áætlun, sem hafði m. a. inni að halda, efst á blaðið kjörorðið: Vestmannaeyj- ar fyrir Vestmanneyinga, — með þeirri greinargerð, að heima- menn skyldu sitja fyrir vinnu hér i bænum. Tæpast voru fulltrúar íhalds- 'ins sestir í stóla sína, þetta herr- ^ans ár eftir kosningarnar, þegar þeir allir með tölu, greiddu at- kvæði gegn tillögu vinstri manna þess efnis, að atvinnulausum heimamönnum yrði trygður for- gangsréttur að byggingarvinnti hér i bænum, — og strádrápu jhana. Enginn getur láð þeim mönn- um, sem krafðir eru um skatta og skyldur af bæjarfélagi sinu, kannske sóttir heim af þjónum réttvisinnar, sviftir ljósum i svartasta skammdeginu í nafni réttar og laga, — þó þeim finnist bæjarfélaginu skylt að tryggja trúnaðarniönnum eins bæjarfé lags, að undanskyldu Vestmann- eyjaíhaldinu, sem ekki viður- kennir hann. Þessi einsdæma niðurdreps- stefna íhaldsins i atvinnumálum hefir haft af bæjarfólki árlega þúsundir króna, sem svo hefir bitnað á bænum í minkuðu gjald- þoli einstaklinganna og" auknum framfærslukostnaði. — Og hver einasti maður veit, að stefna i- haldsins helst óbreytt í þessu máli, hér eftir sem hingað til. Helgi Benediktsson, aðalhvata- 1 þeim réttinn til þeirrar atvinnu, sem völ er á innan héraðsins. Þessi réttur gjaldþegnsins er svo tvimælalaus og svo gagn- kvæmt hagsmunamál beggja málsparta, að leitun mun yera á maður sprengilistans, sem merkt- ur er með B-, er alveg samlitur íhaldsbræðrum sínum í þessu máli. Enginn hefir betur en hann leikið þá list, að nota vermenn. sína sem kauplausa eyrarvinnu- Greiðsla kaupgjalds og kosningar menn, til að viðhalda atvinnu- leysinu meðal heimamanna. Guð- laugur Brynjólfsson, .3. maður sprengilistans og ein afturhalds- samasta persónan í samninga- nefnd Útvegsbændafélagsins, er enginn eftirbátur samnefndar- manna sinna i andstöðunni gegn því, að heimasjómenn sitji fyrir skiprúmum á komandi vertíð. — Er því synd að segja, að „Helg- arnir" á sprengilistanum sverji sig ekki iirýðilega í ættina. Góðir kjósendur! Strax í febrúar n.k. verður bor- in fram tillaga i bæjarstjórn þess efnis, að tryggja heimafólki forgangsrétt að allri atvinnu, sem völ er á innan bæjarins. Ástþór Matthíasson, Guðlaugur Gíslason, Ársæll Sveinsson og Haraldur Eiríksson eru fyrirfram ákveðnir í að greiða slikri til- lögu mótatkvæði. En það nægir íhaldirm ekki. Hin eina von þess er sú, að þeir Helgarnir á sprengilistanum hjálpi þeim um fimtu lúkuna, með því að sneiða það mikið utan úr vinstri fylk- ingunni, að Ólafur Auðunsson slampist inn i bæjarstjórnina einu sinni enn. Augu allra hugsandi bæjarbúa hvíla þvi 30. jan. n.k. einkum á framsóknarmönnum, i þessari stóru samviskuspurningu: Ætlið þið að fylgja rödd sam- viskunnar og verja atkvæði ykk- ar þannig, að það verði örugt banahögg á íhaldsóreiðuna eða kasta því á spilaborð æfintýra- mannanna? „Rödd fólksins" treystir ykkur til hins besta. Hvað þjáir ykkur mest, verka- menn? Er það ekki atvinnuleys- ið? Er það ekki fyrsta krafa ykk- ar til þeirra, sem bjóða sig nú fram til bæjarstjórnar, að þeir geri sitt til að bæta úr því. Vissu- lega er það svo. Þyngsta bölið er atvinnuleysið, þvi í kjölfar þess siglir margháttuð önnur eymd. Vinnan hefir verið litil að und- anförnu og greiðslumátinn því verri. Bæjarsjóður reið á vaðið með að hætta að greiða vinnu- laun í peningum og aðrir hafa farið á eftir. Spekúlantarnir i bænum hafa unnið tvent við þetta fordæmi bæjarins. Þeir hafa tekið upp sama ráðið, að greiða ekki i peningum. Kola- kaupmennirnir Helgi Benedikts- son og Ólafur Auðunsson hafa skipað upp hverjum kolafarmin- um á fætur öðrum, án þess að greiða eyri i peningum og auk þess hafa þeir svo grætt á við- skiftum, sem menn hafa verið píndir til að hafa við þá í gegn- um bæinn. Löngum hefir Tang- inn haft mestu vöruávisana-við- skifti við bæinn og vitað er, að í gegnum það hafa þeir Tanga- menn í raun og veru verið út- svarsfriir. Nú er Helgi Benedikts- son kominn upp á hilluna. Vafa- samt er talið, hvor hærri er i ár, Tanginn eða Helgi. Þeir, sem þekkja sjónarmið þessara jnanna vita, að þeir vilja ríghalda i þetta skipulag. Hvaða tök hafa þeir nú á þvi, að viðhalda þessu ásigkomulagi? — Allir vita, að Tanginn og Ólafur Auðunsson eru einvaldir í Sjálfstæðisflokkn- um og að hinu leytinu er vitan- legt, að Framsóknarlistinn er fyrst og fremst listi Helga Bene- diktssonar. Hann hefir duglegast barist fyrir honum og hann mun stýra gangi málanna, ef Fram- sókn fær mann kosinn. Hugleiðið þetta, verkamenn! Vinstri flokkarnir hafa nú þann möguleika, sem aldrei hefir verið fyrir hendi áður, að vinna bæinn. Ihaldið og Framsókn berjast á móti og til hvers? Til þess að vernda hagsmuni ein- stakra manna. Til þess að vöru- ávisanafarganið haldi áfram, til þess að verkamenn hafi helst aldrei pening handa í milli, til þess að einstaka menn uppskeri gróða af þeim framkvæmdum, sem allir bæjarbúar hafa með sveita staðið undir. Er hér átt við höfnina og möguleikana i sam- bandi við hana. Hver einasti alþýðumaður i þessum bæ, sem lætur atkvæði sitt á íhaldið eða framsókn, er að gera sitt til þess að ástandið, sem nú er, ríki áfram. Látið ekki koma til þess, alþýðumenn og konur, að þið þurfið i næstu f jög- ur ár að naga ykkur i handar- bökin fyrir að hafa hjálpað and- stæðingum ykkar til að pina ykk- ur og niðja ykkar. Kjósið öll A—listannl

x

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd fólksins - Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/409

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.