Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 29.01.1938, Blaðsíða 1

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 29.01.1938, Blaðsíða 1
Rödd fölksins 1. árg. VESTMANNAEYJUM, 29. JANÚAR 1938. 4. tbl. HiksnædisHi&áliit Eftir Sigurd Gruttormsson. Ólafur Á. Kristjánsson skrifar ^rein í næstsíðasta tölublað þessa blaðs og sýnir þar ljóslega fram á möguleika til að koma megi hér upp góðum íbúðarhúsum fyrir ab- þýðufólk, er mætti bæta að jiokkru það ófremdarástand i húsnæðismálum, er við eigum við sað búa hér i Vestmannaeyjum. Það er kunnara en frá þurfi að :f|j|»;r.;f--;;;:-':' Sigurður Guttormsson. .-segja, að híbýli hafa ákveðin á- lirif á heilsu manna, vinnuþrótt <og alla vellíðan. Næst eftir matn- um, sem við borðum, er húsnæð- ið nauðsynlegasti þátturinn til íframdráttar lífinu. Ekki grunar þó alla hve alvarleg áhrif það eru sem híbýlin hafa á heilsufarið. Skýrslur um þetta hafa engar verið gerðar hér á landi, en hag- *kýrslur annara landa draga fram í dagsljósið ömurlegan sannleika. Tökum til dæmis: X Budapest var meðalaldur íþeirra er dáið höfðu, og eldri voru >en 5 ára: 1—2 ibúar á herbergi 47.16 ár 2—5 íbúar á herbergi 39.51 ár 5—10 íbúar á herbergi 37.10 ár íYfir 10 íbúar á herbergi 32.03 ár Þessi skýrsla sýnir ljóslega hve Siættulegar eru þröngar og yfir- fylltar íbúðir. Ákveðnir sjúkdómar eru raktir :íil lélegra íbúða, svo sem gigt- •veiki, enska sýkin svokallaða, Iberklaveiki og ýmsir fleiri, fyrir iUtan það, að farsóttir allar ná Bús>f:aður) bæjarstarfsmanns í Vestm.eyjum. langtum greiðari útbreiðslu í þröngum og slæmum híbýlum og öll silyrði þar verri til að ná heils- unni aftur. I Oslo voru á árunum 1920 —1932 2J/2 sinnum tíðari dauðs- föll, af völdum berklaveikinnar, i verst hýsta bluta borgarinnar samanborið við bezt hýsta hluta hennar. Hér á íslandi eru reglugerðir samdar og lög sett um það hvað ibúðir megi vera verstar, sem teknar séu til notkunar. En þessi lög og þessar reglugerðir ganga i flestu ennþá lengra á rétt fólksins, en gert er i nærliggjandi menning- arlöndum og eru þar að auki sára- lítils virði, þar sem þau eins og flest önnur lög, sem tryggja eiga alþýðu manna rétt til menningar- lifs, eru þverbrotin og að vettugi virt og skal eg nú benda hér á cíæmi. Lög nr. 57, frá 14. júní 1929 mæla svo fyrir, að i kaupstöðum eða kauptúnum, sem hafa yfir 100 íbúa, megi ekki taka kjallara iil íbúðar í húsum, sem byggð eru eftir að lög þessi öðlast gildi, og eigi heldur gera kjallaraíbúðir í húsum, sem byggð eru fyrir 14. | júní 1929. Ennfremur segir i 3. gr. sömu laga: Bæjarstjórn eða hreppsnefnd er heimilt að leyfa um stundarsakir notkun kjallaraibúa, sem fyrir eru, þótt ekki fullnægi skilyrðum 2. gr. Yfir þessar íbúðir skal halda sérstaka skrá. Skoða skal íbúðirn- ar árlega og leiðrétta skrána skv. því. Og i 4. gr.: 1 janúarmánuði ár hvert skal bæjarstjórn og hreppsnefnd velja úr þær kjallaraíbúðir, sem lakast- ar er og leyfðar eru um stundar- sakir, og aldrei færri en einn tutt- ugasta þeirra, og banna íbúð i þeim frá næstu fardögum. Hver er svo uppfylling þessara fögru fyrirheita. Ó-jú, kjallara- íbúðir gera menn óáreittir i nýj- um húsum og það í stórum stíl og gömlu pestarbælin fá að vera i friði eins og þær væru helgidóm- ur. Og þarna standa þær áratug eftir áratug til storkunar i allri menningarviðleitni og stytta íbú- um sínum aldur. Byggingasamþykkt fyrir þetta byggðarlag mælir svo fyrir að kjalaraibúð megi ekki vera meira uiðurgrafin en 1 metri, að allir gluggar á ibúðarherbergjum viti móti sólarátt og hafi ákveðna stærð i hlutfalli við gólfflötinn, auk ýmissa annara ákvæða. Þess- ar lágmarkskröfur standa á prenti og svo ná þær nú ekki lengra, þvi fjöldi er hér af íbúðum, sem eru langt fyrir neðan allar hellur og jafnvel sumar þær alverstu leigðar út af helztu forkólfum íhaldsins, og það fyrir ósvífna leigu. Og þó að margar íbúðir séu af heilbrigðisnefnd dæmdar lang- samlega óhæfar sem vistarverur sérslaklega gætt á járnskúrum, að veggir, lof t , og ) gólf sé að minsta kosti tvöfalt (pappalagt eða þiljað með tréþiljum). Skal gengið svo frá, að ekki komist dragsúgur með gluggum og hurð- um. Þó nægir, að steinveggir séu einfaldir, ef þeir eru steinhúð- aðir (pússaðir). Ekki er nú þetta plaggið ó- myndarlega samansett, og ekki lítilsvirði þau réttindi, sem það hefir upp á að bjóða. En slíkur er réttur hinna kúguðu, og slík- ur er ríkisborgararéttur alþýð- Nýir verkamannabústaðir. ' manna, þá kemur alt fyrir ekki. Áfram hýrist þarna fátæki hluti alþýðunnar og þurfamenn bæj- arins, eins og réttlausar verur. Sumar af þessum ibúðum er skömm að hafa fyrir skepnur, hvað þá fólk, og úr þeim flytja menn alla jafna ekki annað en i kirkjugarðinn. Þótt það snerti ekki beint íbúð- arhúsin, þá get ég ekki látið vera að benda á 32. grein heilbrigðis- samþyktarinnar, en hún hljóðar svo: „Hús, sem notuð eru til þess að beita í fiskilínur (beituskúr- ar) og hús, sem notuð éru tíl nötagerðar (netapláss) skulu þannig úr garði gerð, að drag- súgur sé fyrirbygður. Skal þess unnar, þar sem íhaldið hefir framkvæmdarvaldið í sínum höndum. Hefir þá íhaldið hreint ekkert gert i húsnæðismálunum? Ójú. Það hefir, nú fyrir skemstu, vígt nýtt samkomuhús, sem mun hafa kostað álíka mikið og nýjar íbúð- ir yfir töluvert á annað hundr- að manns. En látum bara íhaldið vígja sín hús, þvi að einhvers- staðar verða vondir að vera. Sköipum bjejTdur jsk$yrðin fyrir nýrri vígslu — vígslu fyrstu 10, verkamannabústaðanna, — en það gerum við einungis með þvi, að taka völdin af íhaldinu í kom- andi kosningum. Siff. Guttormsson. Skrauthýsi yfirstétiarinnar. K i ö s i d A-listann!

x

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd fólksins - Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/409

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.