Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 29.01.1938, Blaðsíða 3

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 29.01.1938, Blaðsíða 3
RODD FÓLKSINS - HAFN^ FORSTJÓRI - BÆJARSTJÓRI II? í byrjun þessa kjörtímabils var Guðlaugur uokkur Gíslason ráðinn bæjargjaldkeri. Fjárreið- ur bæjarins höfðu ekki verið i góðö lagi áður og ekki batnaði undir handleiðslu nefnds manns. Vöruávísanaflóðið jókst, pen- ingagreiðsla hvarf svo að segja með öllu. Gjaldendur bæjarins voru ekki grunlausir um, áð í tið Guðlaugs væru þeir tvíkrafðir um sömu upphæðina og einn gjaldandinn færði sönnur á, að hann var tvíkrafinn og að greiðsla sú, sem hann hafði int af hendi til Guðlaugs, hafði ekki lent í bæjarkassanum. Hinu meg- in við þilið bjá Guðlaugi var Hafnargjaldkerinn Arinbjörn Ólafsson, maður vel látinn og réttsýnn í starfi sínu. Sá ljóður var á ráði Arinbjarnar, að hann lét ekki íhaldsmennina vaða yf- ir höfuð sér; hann gætti Hafnar- sjóðsins trúlega og gerði sér ekki mannamun. Jóhann Jósefsson og Ólafur Auðunsson gátu ekki haft hann i vasa sínum. Arinbjörn krafðist greiðslu á gjöldum til hafnarinnar í peningum og greiddi líka vinnulaun og annað í sömu mynt. Slíkur maður sem Arinbjörn þótti þeim Tanga- mönnum óhafandi og því flæmdu þeir hann frá starfi, en settu sveinstaulann Guðlaug i staðinn. Fljótlega varð breyting á fjár- reiðum Hafnarsjóðs. Peninga- greiðslan hvarf svo að -segja. — Stærstu gjaldendurnir þurftu ekki lengur að greiða i pening- um, þeir gátu notað vöruávisan- ír og ættu þeir þær ekki til. þeg- ar gjöldin féllu í gjalddaga, gaf Guðlaugur gjaldfrest þar til bet- ur áraði. Dæmi eru til, að hann á þann hátt gaf gjaldfrest á skips- farmi af kolum i minsta kosti 6 —7 mánuði. Þess ber að geta, að einungis hinir útvöldu höfð'u þessi fríðindi. Vegna þess, að á undanförnum árum hefir verið komið til að endurskoða stund- um að óvörum, þótti ekki heppi- legt, að láta þessar skuldir sjást og var því haft nokkurs konar vasabókar bókhald, þ. e. ekki fært í bækur Hafnarsjóðs sjálfs jöfnum höndum. Tilviljun ein réði, að upp komst um þetta at- hæfi. Bæjarfulltrúarnir Páll Þor- björnsson og Jón Rafnsson, sneru sér nú fyrir nokkrum dögum til bæjarstjóra og báðu um að fá uppgefið, hversu mikið hefði ver- ið flutt irin af kolum og salti ár- ið 1937. Upplýsingarnar voru gefnar bréflega, en með því að þar var talið, að aðeins hefðu verið flutt inn 3395 tonn af kol- um, þótti þetta grunsamlegt og var snúið sér til bæjarfógeta og hann beðinn um sömu upplýs- ingar og kom þá í ljós, að inn- flutningurinn var 6121 tonn eða 2726 tonnum hærri. Var nú aftur farið til bæjarstjóra og hann spurður hverju þetta sætti. Vildi hann i fyrstu ekki trúa, að ekki væri rétt skýrslan frá Hafnar- skrifstofunni, en komst þó brátt á aðra skoðun og var nú hafin leit að hinum týndu 2726 tonn- um og fundust þau loks, eftir langa leit og á hinum ólíklegustu stöðum, en svo langt varð jafn- vel að leita, að hafnarvörðtir var sendur til Schevings, til að fá upplýsingar um 207 tonn af kol- um, sem komu i febrúarmánuði, Lýsing þessi er ekki fögur, en hún er spegilmynd af þessum 3. manni á lista íhaldsins. Sannleik- urinn um þenna mann er sá, að bann hefir hlaupið frá bverju starfinu á fætur öðru i hirium megnasta ólestri. Árni Gíslason, sem nú er hafnargjaldkeri, hefir haft ærið að starfa við að hréinsa til i óreiðudiki fyrverandi gjald- kera. Þessum manni er nú teflt fram, þessi maður á að hefjast upp úr þvi að vera þjónn bæjar- stjórnarinnar upp i að vera í bæjarstjórn og jafnvel orðaður sem bæjarstjórakandidat íhalds- ins. í sinni bæjargjaldkeratíð gekk Guðlaugur mjög hart eftir gjöldum hjá fátæklingum, ljósa- gjöld voru krafin svo hart inn, að klippt var frá fyrir 10—20 kr. skuld. En hvernig gekk hann eft- ir gjöldum hjá sjálfum sér. Guð- laugur er, sem kunnugt er, eig- andi verslunarinnar Geysir. 31. desember f. á. skuldaði þessi verslun kr. 1106.80 í útsvari — RÖDD FÓLKSINS Málgagn vinstrimanna í Vest- mannaeyjum. Ritstjórar: Páll Þorbjörnsson og Jón Rafnsson. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN meira en eitt ár — og 218.40 í Ijósagjöldum. Það er synd að segja, að Guð- laugur hafi ekki talið sig með burgeisunum, sem mættu skulda. Mörgum kann að virðast, að of miklu rúmi hafi verið eytt á þennan mann, en honum verður að gera skil i samræmi við þau metorð, sem flokkur hans ætlar honum. — Ósvífni Guðlaugs svara bæjar- búar með þvi að kjósa A-listann! Kjósandi. Jónas Jónsson, formaður Fram- sóknarflokksiris, m. m., ritar langa grein i Nýja dagblaðið 8. og 9. þ. m. er hann nefnir „Vestmanna- eyjaferð". Gamli maðurinn byrjar þessa Vestmannaeyjaferð sína með Gull- fossi í Reykjavík og endar hana suður á hinni heimsfrægu ey Capri. Það væri synd að segja, að hann kæmi hvergi við „á miðri leið". Hann sér t. d. þennan mynd- arlega Gagnfræðaskóla, „sem all- ur þorrinn af unglingum! i bænum sækir um 2—3 vetra skeið". Og það er einmitt kaflinn um þennan Gagnfræðaskóla, sem eg vildi gera nokkrar athugasemdir við. Það hefir oft verið um það rætt að skólinn þyrfti að eignast full- komið hús þar sem hægt væri að hafa alla aðbúð i fullkomnu lagi. Og þetta mál hefir komist svo langt, að það er þegar fengin lóð undir húsið fyrir ofan barnaskól- ann, og menn hafa yfirleitt verið ú eitt sáttir um það, að ákjósan- legri stað væri vart hægt að fá í bænum. Menn skyldu nú ætla, að Vest- inannaeyingar fengju að vera í friði um það, hvar skólahús þeirra skyldu standa. og að eng- inn utan að komandi maður, og allra síst „skrítinn maður" fari að Frh. á 4. síðu. verið persónu þessa manns óvin- veittari en það, að ég dró ætíð í efa, að hann hefði sjálfur skrif- að svo flónslega ritsmíð, þar til ég hlýddi með eigin eyrum á hina endemisfrægu jómfrúræðu hans í Alþýðuhúsinu nú fyrir skömmu. Um herra Stefán Árnason tel ég ekki þörf að orðlengj a. Eg hefi ætið getað unnað honum þeirrar saklausu skemtunar, að vera kallaður formaður Sjálfstæðis- flokksins. Við kommúnistar birt- um, meira að segja í blaði okk- ar, ágæta ljósmynd af þessum manni, þar sem hann stendur í fullum embættisskrúða sínum með Balbó-skegg, og gleymdum alls ekki að láta hinn virðulega titil fylgja myndinni. Eg hefi heldur ekki lagt trún- að á, né haldið á lofti, grein þeirri, sem flokksbróðir Stefáns og 5. maður á C-listanum, Ólaf- ur Auðunsson, skrif aði í blað sitt hér um árið, þar sem Ólafur sak- ar Stefán um að hafa rofið svefn- frið i húsi sínu með harkalegri ástleitni gagnvart griðkum, og öðrum ámælisverðum næturlifn- aði og ég gruna enn Ólaf, um að fara hér með ýktar frásagnir á kostnað Stefáns, en kem aðeins inn á þetta sem hvert annað sýn- ishorn af þvi, hvaða vopn þeim C-lista-mönnum eru handbægust þegar i odda skerst. I þessari göfugu þrenningu hefir Guðlaugur Gislason sér- stöðu að því leyti, að hann hef- ir i seinni tíð komist sem per- sóna inn í sögu bæjarmálanna, þó litið -sé, og gefur þvi ástæðu til, að honum séu helgaðar nokkrar hugleiðingar með hlið- sjón af grein þeirri í 4. tbl. Við- is, sem að framan er getið. Hið sama geðbrigði, sem fær útrás sína í upphrópunum Ár- sæls og Stefáns: „Hundur", „rotnandi blóðkrumla" o. s. frv., er vitanlega uppistaðan og ívafið í þessari grein Guðlaugs. í stað þess koma hjá Guðlaugi jafn „andríkar" og „siðfágaðar" upp- hrópanir um „viðbjóðslega fylgj- endur Moskvaliðsins", um undir- ritaðan „sem árum saman hefir flægst (leturbr. hér) ___ fyrir hunda og manna fótum" o. s. frv. Hvilík bæjarmálaspeki fyrir háttv. kjósendur! Tilefni greinarinnar virðist vera þetta: Samkvæmt tillögu vinstri- manna í bæjarstjórn er núver- andi bæjargjaldkera falið að semja skýrslu yfir ógreidd bæj- argjöld til athugunar fyrir bæj- arfulltrúana. Þegar skýrsla þessi barst í hendur okkur bæjarfull- trúum vinstrimanna, duldist okk- ur ekki, að hún var enganveginn svo nákvæm, að hún gæti gefið glögga hugmynd um hin raun- verulegu reikningsskil ýmsra nafngreindra manna og fyrir- tækja nú í augnablikinu, við bæj- arkassann, þó hún hinsvegar gæti gefið kunnugum manni i bæjarmálum ótvíræðan grun, miður jákvæðan fyrir þá C-lista- menn. Með því að skýrsla þessi sýndi, ranglega, skuld við bæjar- sjóð, hjá okkur frambjóðendum A-litsans, og við gátum vel hugs- að okkur, að svipuðu máli gegndi um ýmsa pólitíska andstæðinga okkar, en töldum að öllum frek- ari upplýsingum viðvíkjandi skýrslu þessari, og leiðréttingar á því, er við vissum að var vill- andi í henni, stæði nær til úr- lausnar, heldur en einhverjar upphrópanir út í loftið, datt okk- ur fulltrúum A-listans ekki í hug að gera skýrsluna að opinberu máli, að sinni. Herra Guðlaugur Gíslason hef- ir sýnilega tekið mál þetta frá alt öðru sjónarmiði. Þegar um- rædd skýrsla berst honum fyrir sjónir, dettur lionum i hug, það sem þeim er svo hætt við, sem ætla andstæðingana eftir sjálfum sér, sem sé það, að við A-lista- menn ætluðum okkur að nota þessia ólfujlkonmu skýrfslu á ó- heiðarlegan hátt, honum og lista- bræðrum hans til stjórnmálalegs hnekkis, og tekur í skyndi þá á- kvörðun, að verða fyrri til að drýgj'a óhæfuna. Samtímis því sem skuldugustu listabræður hans ryðjast snögglega inn á bæj- arskrifstofurnar, til að leiðrétta og klóra yfir hinar álitshnekkj- andi tölur skýrslunnar, sem snertu persónur þeirra, skýtst hr. Guð- laugur á fund núverandi gjald- kera, skrökvar því frá rótum, að við A-listamenn séum farnir að misnota skýrslugjörð hans með himinhrópandi blekkingum á kostnað sjálfstæðismanna. Jafn- framt þessu semur Guðlaugur sjálfur skýrslu yfir reikningsskil 10 efstu manna fyrgreindra lista, eftir að listabræður hans höfðu fengið fram breytingar á tölum þeim, sem snertu persónur þeirra, Frh. á 4. siðu.

x

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd fólksins - Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/409

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.