Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 29.01.1938, Blaðsíða 4

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum - 29.01.1938, Blaðsíða 4
RÖDD FÖLKSINS „Oft má af máli þekkja . Frh. af 3. síðu. en lætur hinar röngu og niðrandi tölur viðkomandi persónum A- listans haldast óleiðréttar. (Þó mátti liáttv. greinarhöf. vera vel kunnugt um, að ísleifur Högna- son og Páll Þorbjarnarson skuld- uðu bænum í rauninni ekki græn- an eyri, og að mín margumtal- aða persóna er þar í svipaðri inn- eign, sem skýrslan telur mig skulda, jafnvel þó að bærinn krefji mig um þessar 110 krón- ur, sem sagt er í skýrslunni að hafi verið afskrifaðar. Og svona mætti finna fleiri dæmi í garð okkar A-lista-manna). Þessa ramfölsku skýrslugerð sína lætur svo Guðl. Gíslason nú- verandi gjaldkera undirskrifa sem rétta í aðaldráttum. Birtir G. G. síðan þetta endemislega plagg og reynir að réttlæta það með órökstuddum ósannindavaðli um að við hefðum „hyrjað“ að bera út blekkjandi sögur um hina áminstu skýrslu núverandi hæj- argjaldkera. Það er mál manna, að þeim sé ekki grjótkastið holt, sem í gler- húsi húa. Um „prívat“-mál hr. Guðl. mun eg þó ekki skeyta. En þar sem liann villi gerast stór- höggur í garð persóna á A-list- anum, finst mér ekki úr vegi, að drepa örlítið á sögu lians í bæj- armálunum, þó stult sé. Hr. G. G. er sennilega sá mað- ur í þessum hæ, sem gegnt liefir flestum trúnaðarstörfum (þó ekki samtímis) 4 síðastl. ár. — Hann gerist, til að byrja með, vellaun- aður vökumaður bæjarkassans. Virtist lionum brátt vakan sú leið og löng, enda gekk fé bæjarins fljótt til þurðar í nærvist hans. Arinbjörn Ólafsson gegndi þá enn starfi, sem hafnargj aldkeri í næsta herbergi, og hélst honum vel á fjármunum hafnarsjóðs. Guðlaugur óskaði þvi að komast að kassa Arinbjarnar. Gekk hon- um það að óskum. Er synd að segja, að mannaskiftunum hafi ekki fylgt greinileg straumhvörf í húskap hafnarsjóðs, því ekki leið á löngu þar til „kassinn“ var tómur! Var nú ekki gott í efni, að finna hr. Guðlaugi eitthvert verkefni við hans hæfi. Atvikin komu þá til lijálpar. „Neytenda- félag“ hafði verið stofnað, sem átti ungan sjóð. Þetta bar svo ein- staklega vel upp á sömu stundu sem hr. Guðlaugur var að enda við að veita hafnarsjóði nábjarg- irnar. Gaf hann því kost á sér í þriðja embættið, og vígðist í það, ef marka má sagnir ýmsra góðra ílialdsmanna, ineð mikilli viðhöfn, á 2 ,ára gjaldþrots-af- mæli liins sálaða félagsskapar „Kaupfélags Eyjabúa“. Á skrifstofu liafnarsjóðs getur enn að líta yfirlætislítil hréfa- hrúgöld í skotum, skápum og körfum. Það eru óinnfærð fylgi- skjöl og verðmætir pappírar hafnarsjóðs, frá gjaldkeratíð hr. Guðlaugs Gíslasonar, sem eftir- maður lians hefir nú mánuðum saman eytt frístundum og yfir- vinnu í að gera liin nauðsynlegu skil, svo að þau ekki slæðist út af skrifstofunni með úrgangi. — Þetta margra mánaða safn af ó- reiðuplöggum hafnarsjóðs eru livorttveggja i senn: hin ólýgn- ustu minningar-spjöld um fráfar- inn gjaldkera og hin raunveru- legu verðbréf í sjálfum „fésýslu- manninum" á lista sjálfstæðis- manna, hinum fyrirhugaða bæj- arstjóra íhaldsins, Guðlaugi Gisla syni. Á skrifstofu bæjargjaldkerans lifir enn miningin um lir. G. G. þáverandi gjaldkera, sem lét sig ekki aðeins lienda þá mannlcgu yfirsjón, að tvíkrefja þegna hæj- arins um sama gjaldið, í stærri stíl en menn eiga að venjast þeg- ar um misgrip er að ræða, — heldur gerði sig kunnan að þeim fáheyrða ruddaskap, að synja gjaldendum um leiðréttingu, þó þéir gæ'tu lagt fram skjallegar sannanir fyrir skuldalúkningu við bæjarsjóð. Sigurbjörn Sigurbjörnsson, 2. maður B-listans, var t. d. tvíkraf- inn um sama gjaldið og látinn greiða af þessum ástæðum gjald að upphæð ca. 170 krónur, i bæj- arsjóð tvisvar sinnum. Sigurbjörn fékk ekki, að eigin sögn, nema skammir og svívirðingar hjá lir. Guðlaugi, þegar liann lagði fram kvittanir sinar og krafðist leið- réttingar. Loksins, þegar Sigur- jón hafði leitað fulllingis dóm- stólanna, mætti Guðl. fyrir rétt- inum með viðurkenningu núver- andi gjaldkera fyrir því, að hann væri húinn að skila í bæjarkass- ann hinum ranglega innlieimtu peningum úr vasa Sigurjóns. — Má ýmum getum að þvi leiða, hvernig farið liefði fyrir hinum slysna féliirði íhaldsins í þessu máli, ef Jónasi hefði eklci gefist tími til að hvísla í eyra Sigurjóns i tæka tíð, leyndarmálinu um B- listann. Að eg hefi dvalið nokkuð við hr. G. G., er ekki aðeins vegna hinnar stuttu en athyglisverðu sögu lians í hæjarmálunum, lield- ur einnig sakir þess, að liann og tveir fyrnefndir „sjálfstæðis“- menn eru fulllrúar fyrir ný straumhvörf i stefnu og starfs- aðferðum foringjaliðs sjálfstæðis- flokksins. Þessir menn eiga ekk- ert skylt við hina fornu, lýðræðis- sinnuðu sjálfstæðismenn, sem við kommúnistar getum vel hugsað okkur samstarf við, í ýmsum vel- ferðarmálum bæjar og þjóðar. Þessir menn eru fulltrúar þeirr- ar stefnu, að útrýma pólitiskum andstæðingum sem mönnum, — andstæðingar lýðræðisins og merkisbarar ofbeldisins, á sama tíma sem þeir eru áköfustu verj- endur bæjarmálaóreiðunnar. Þeir eru fulltrúar fasismans í for- ingjaliði sjálfstæðisflokksins. Þessir menn eru þegar farnir að temja sér áróðursaðferðir er- lendra fasista. Þeir berjast und- dr herópinu: „Grípið þjófinn!“ — á meðan þeir láta greipar sópa um „eigindóm“ náunga síns, mannorð hans. — Þeir flagga sinni eigin mynd framan í kjós- endur og segja þeim, að liún sé af pólilískum mótherjum sínum. — Með þessari aðferð — og að- stoð B-listans — ætla þeir að æra kjósendur til fylgis við sig 30. þ. m. — og viðhalda svo óreiðunni og bæjarnxálaspillingunni með grímutaasu ofbeldi næstu 4 árin. Vinstrimenn, alþýðukjósendur og heiðarlegir sjálfstæðisunn- endur! Látið ekki hin viltu öslair ó- reiðumanna og ofbeldissinna glepja dómgreind ykkar. Varist ennfremur listastafi þeirra B-ið og C-ið. Látið rólega gfirvegun ylckar sjálfra ráða dómsúrskurði ykk- ar 30. n.k. — þái er kosninga- sigur ylckar vís. Ve. 21. jan. 1938. Jón Rafnsson. Hvers á æskan aö gjalda? Frh. af 3. síðu. reyna að liafa áhrif á slikt, þó hann stoppi liér í Eyjum örlítið lengur en þegar kría sest á stein. í áður umgetinni grein segist J. J. liafa „hreyft því við marga menn“ í Vestmannaeyjum, að Breiðablik yrði keypt fyrir skól- ann, og telur upp hverjir kostir séu við það. T. d. stendur húsið, segir hann, „á fallegum stað í bænum“, og liann tínir til að íþróttaskilyrði séu góð umliverfis húsið o. s. frv. Þannig htur þá húsið og umhverfið út frá sjónar- miði aðkomumanns, sem virðist eineygður stara á það, sem lionum hefir fyrst dottið í liug. Öllurn her saman um það, að brýna nauðsyn bcri til að fá hús undir Gagnfræðaskólann. Og það er ekki einungis þess skóla vegna, sem við þurfum að fá slíkt hús. Nei, hér er um gersamlega van- bugsaða uppástungu að ræða, og því til sönnunar vil eg færa fram cftirfarandi staðreyndir: 1. Húsið Breiðablik, sem J. J. vill gera að aðalmenntasetri Vest- ínannaeyja er um 30 ára gamalt timburhús, óheppilegt og kalt. 2. Með því að hyggja nýtt Gagn- fræðaskólahús, svo stórt, að það megi a. m. k. leigja 1—2 skóla- stofur fyrir aðra slcóla og nám- skeið, og svo stórt að það megi hafa rúm fyrir húsmæðraskóla, ásamt liúsnæði til verklegrar kenslu á neðstu liæð, verða stór- kostlega auknir menntunarmögu- leikar æskunnar í bænum, jafn- framt því, sem það skapar aukna atvinnu fyrir liinn vinnuþurfandi verkalýð og iðnaðarmennina í bænum. 3. Skilyrði til íþróttaiðkana og fegurð umliverfisins er ekki minni þar sem byggingunni er ætlað pláss, heldur meiri en við Breiða- blik. 4. Með þvi að kaupa Breiðablik, sem framtíðar skólahús er verið að gera tilraun til þess að kæfa menningarþrá æskunnar i Eyjum. Og þannig lítur þá málið út frá sjónarmiði þess, sem kunnugur er. — Við bæjarstjórnarkosningarnar 30. þ. m. þarf æskan að muna eftir því, að skilyi-ðið fyrir því, að reist verði hér nýtt og voldugt Gagnfræðaskólaliús, og þar með tryggð aukin og vaxandi menning bæjarbúa, es það, að minnst 5 vinstri menn verði kosnir í bæjar- stjórn. Jónas St. Lúðvíksson. Brunabðtafélag íslands. Aðalskrifstofa Hverfisgötu 10 — Reykjavík. Umboðsmenn í öllum lireppum, kauptúnum og kaupstöðum. Lausafjárvátryggingar (nema verzlunarvörur). Hvergi hagkvæmari. Best að vátryggja laust og fast á sama stað. Upplýsingar og eyðublöð á aðal- skrifstofunni og lijá umboðs- mönnum. MÁNAVÖRUR MÁNABÓN MÁNASKÓGLJÁI MÁNASÁPA eru vörur, sem ekki má vanta i þær verslanir, sem láta sér ant um hagsmuni viðskiftamanna sinna. Auglýsing Kosning í bæjarstjórn Vestmannaeyja fer fram sunudaginn 30. jan. næstkomandi og hefst kl. 10 f. h. Kosið verður í 2 kjördeildum: A—J í húsi Iv. F. U. M.— K.-Ö. í Breiðahliki. Upplestur atkvæða fer fram í sam- komuliúsi Vestmannaeyja að lojíinni kosningu. Yfirkjörstjórnin.

x

Rödd fólksins - Vestmannaeyjum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd fólksins - Vestmannaeyjum
https://timarit.is/publication/409

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.