Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 07.01.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 07.01.1956, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR *--------------—--------------------------- ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ÚTGEFANDI: I Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Eyjólfur Guðmundsson, (sími 9607). AFGREIÐSLA í ALÞÝÐUHÚSINU SÍMI 9499. l PRENTSMIÐJA HAFNARFJARDAR H.F. Meðferð opinberra fjármuna Það fer ekki hjá því, að mörg-, um Hafnfirðingi hafi hnykkt við er fréttirnar bárust af dóminum í Lýsi & Mjöl-málinu. Þar er því slegið föstu, að tveir bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins hafi selt sjálfum sér og þingmanni Hafnarfjarðarbæjar, úr sama flokki, verðmæti, sem að mati réttarins voru yfir einnar milljón kr. virði fyrir einn þriðja verðs eða rúmar 300 þús. kr. Hið opin- bera, ríki og bæjarfélög, hafa nú orðið svo mikið umleikis og hafa safnað að sér svo miklum eign- um til lausnar á aðkallandi verk- efnum fyrir samfélagið, að mik- ið veltur á, að ráðvandlega og hyggilega sé með þessar eignir farið. Mega persónuleg einka- hagsmunasjónarmið einstaklinga ekki koma þar til greina. Koma þessar eignir þá fyrst að notum fyrir alla, beint og óbeint, þeg- ar þess er stranglega gætt, að enginn einstaklingur fái notað' þessar eignir til auðsöfnunar fyr- ir sjálfan sig á kostnað annarra. Þetta sem skeði í Lýsi & Mjöl á gamlaársdag 1952 er þó ekki það alvarlegasta, sem skeð hefur í þessu máli. Það geta alls stað- ar fyrirfundist menn, sem eru svo ákveðnir í að skara eld að sinni köku, að þeir skirrast ekki við að misnota opinbera f jármuni í því skyni. Yfir þessum mönnum verður að vaka, eins og kostur er, og knýja þá til að skila aftur illa fengnum hlut, ef upp kemst. Hitt er miklu alvarlegra og at- hyglisverðara, þegar heill stjóm- málaflokkur virðist líta svo á málin, eins og hér sé ekki um neitt vítavert athæfi að ræða og raunar hlut, sem ekkert sé at- hugavert við. Af skrifum Ham- ars, sem út er gefinn af Sjálf- stæðisflokknum í Hafnarfirði, er einsætt, að þeir, sem að honum standa, virðast telja hlutabréfa- söluna í Lýsi & Mjöl langt frá því að vera nokkuð ámælisverða. Þessi flokkur hefur sótt fast á að undanförnu um að fá afhent í sínar hendur meirihluta yfir- ráð yfir öllum eignum bæjarfé- lagsins. Hafnarfjarðarbær á nú allmiklar eignir, er til samans nema tugum milljóna króna. HVERNIG HALDA MENN AÐ FARA MUNI UM ÞESS- AR EIGNIR, EF SAMI HUGS- UNARHÁTTUR VÆRI RÍKJ- ANDI HJÁ MEIRIHLUTA BÆJARSTJÓRNAR OG RÉÐI ÚRSLITUR í LÝSI & MJÖL Á G AML AÁRSK V ÖLD 1952? Jólatréð frá Frederiksberg Frederiksberg, vinabær Hafn- arfjarðar í Danmörku, sendi Hafnfirðingum fagurt jólatré nú fyrir jólin, ásamt eplum til skóla- barnanna. Jólatrénu var valinn staður á Thorsplani við Strandgötu, og var kveikt á því með virðulegri en látlausri athöfn, fimmtudag- inn 22. desember. Athöfnin hófst með því, að barnakór, undir stjórn Guðjóns Sigurjónssonar, söng: „í Betle- hem er barn oss fætt“. Þá flutti ambassador Dana á Islandi, frú Bodil Begtrup ávarp. Mælti frúin á íslenzku og á þessa leið: „Mér er það mikil ánægja að afhenda fyrir hönd bæjarfélags Frederiksberg Hafnarfjarðarbæ þétta jólatré úr hinum dönsku skógum, til þess að minna á þau vináttubönd, sem tengir Hafn- arfjörð og Frederiksberg og sem vitni um hið góða vináttuþel, sem er á milli Danmerkur og ís- lands. Ég færi yður persónulega kveðju frá borgarstjóra Frederiks berg, herra Askel Möller, ásamt ósk um, að þetta jólatré megi verða íbúum Hafnarfjarðar til ánægju og ég vil biðja forseta bæjarstjórnar, herra Guðmund Gissurarson, að veita því mót- töku.“ Þegar ambassador, frú Bodil Begtrup hafði lokið málí sínu, kveikti frú Mathildur Hansen á jólatrénu. Frú Hansen er elzti daninn í Hafnarfirði, merk og vinsæl kona, og var vel viðeig- andi, að hún skyldi framkvæma þessa athöfn. Þá flutti forseti bæj arstjórnar, Guðmundar Gissurar- son, ávarp, og fer hér á eftir úrdráttur úr því: „Ambassador, frú Bodil Beg- trup! Góðir Hafnfirðingar! Það er okkur Hafnfirðingum sönn ánægja og það hlýjar okk- ur í skammdeginu og hretviðrum að fá vinarkveðju frá vinabænum Frederiksberg í Danmörku á jafn táknrænan hátt og raun ber hér vitni. Það eru 7 ár síðan Hafnarfjörður og Frederiksberg bundust vináttutengslum og á (Framhald á bls. 3) €*jjöfin tii nrg'elsins «Sr „Sj & M málið44 Árásir íhaldsins á Árna Gunnlaugsson hraktar Sérhagsmunamönnum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er illa við Árna Gunnlaugsson lögfræðing fyrir það, að honum tókst með mikilli prýði og málafylgju að vinna Lýsi & Mjöl-málið fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hann fletti rækilega ofan af braski og gróða- bralli þeirra Jóns Gíslasonar, Stefáns Jónssonar og Ingólfs Flygen- rings. Ilafa þeir nú hlotið dóm fyrir að selja sjálfum sér, og á ólöglegan hátt, hlutabréf félagsins fyrir 342 þús. kr., en þessi sömu hlutabréf voru metin af dómkvöddum mönnum á rúmlega eina milljón króna. Með sölu þessari og lögbrotum ætluðu menn þess- ir að græða á einni kvöldstund rúmar 700 þús. kr., og það að mestu Ieyti á kostnað bæjarins. Arðbær kvöldstund það! Þetta er það, sem veldur reiði auðmanna í Sjálfstæðisflokknum í garð Áma Gunnlaugssonar, að hann skildi dirfast að leyfa sér að hreyfa við lögbroti þessara „miklu“ manna í Sjálfstæðisflokknum. Hafa þeir nú ákveðið að kenna honurn í eitt skiptið fyrir öll, að ekki borgi sig fyrir hann né neinn annan að leggja stein í götu stórgróða- plana „voIdugra“ auðmanna innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði. I málgagni þessara manna, Hamri, eru, hinn 19. des. s.l., birtar rætnar og lágkúrulegar álygar á Árna Gunnlaugsson í sambandi við þetta mál. Hefur Hamar þar eftir Árna alröng ummæli, og fer auk þess með ósæmilegar aðdróttanir í hans garð. Er þar látið í það skína, að Árni sé óvinveittur kirkju og menningu. Ekki get- ur það talizt neitt nýtt, að Hamar fari með ósannindi og verður víst engum undrunarefni, að blaðið fari þann veg með frásagn- ir af Lýsi & Mjöl-málinu. Má í því sambandi minna á, að tveir aðalmenn Sjálfstæðisflokksins hikuðu ekki við að segja ósatt fyrir réttinum, er yfirheyrslur fóru fram í Lýsi & Mjöl-málinu. Enda líklegt, að heimildarmaður Hamars sé ekki ómerkari maður, en annar manna þeirra, sem ósatt sagði við það tækifæri. Tilefni ofsókna Hamars á hend- ur Árna Gunnlaugssyni er gjöf Lýsis & Mjöls til orgelssjóðs þjóð kirkjunnar. Blaðið fyllist vand- lætingu og viðkvæmni yfir því, að gjöfin höfðinglega í orgelsjóð þjóðkirkjunnar, þ. e. krónur 50 þúsund, skyldu þurfa að blanda blóði við hlutabréfakaupin í mála ferlunum, og skrifar því, „að göf þessi kom hinu leiða máli um hlutabréfasöluna í félaginu ekki hót við,“ en síðasta setningin er orðrétt úr Hamri. I framhaldi þessa, er Árna Gunnlaugssyni borin ósvífni á brýn, að hann hafi dróttað ósæmilegum verkn- aði að stjórn félagsins, „sem eng- inn í þessum bæ, er til þekkir, kann lögfræðingnum þakkir fyr- ir,“ eins og orðrétt segir í grein- inni. Hamar og hans nánustu kom- ast ekki hjá því, þótt stórir séu, að í hörðum og óvenjulegum réttarhöldum innan lýðfrjáls réttarríkis, verði oft að leiða í Ijós, móti vilja sakborninganna, ýmsa hluti og atvik, til upplýs- ingar málum, sem sumum eru óþægileg. Þetta skilja þeir ekki ahtaf, sem ókunnir eru flóknum málaferlum, sbr. álit Hamars um orgelgjöfina og hlutabréfasöl- una. Ekki varð hjá því komizt fyrir Árna Gunnlaugsson, sem mál- flytjanda að hreyfa með örfáum orðum hinni viðkvæmu gjöf, í viðleitni hans fyrir Hafnarfjarð- arbæ, til að ná fram réttlæti og sannleika í margnefndum mála- ferlum. Hafi hann með því gerzt stórsyndari, eins og Hamar ætl- ar, verður það vonandi fyrirgefið, enda eru málsbætur og „afsök- unarástæður“ hans það góðar, að betra er varla á kosið, eins og nú skal að vikið. Ein helzta varnarástæða stefnanda í Lýsi & Mjöl-mál- inu- var á þá leið, að félagið hafi verið í KNÝJANDI FJÁRHAGSÞÖRF vegna væntanlegra kaupa á soð vinnslutækjum(!), og því hafi orðið að selja hlutabréfin um- rætt gamlaárskvöld! Sem mál- flytjandi mótmælti Á. G. harð- lega „fátækt“ félagsins. Til rökstuðnings þeim mótmæl um benti hann m. a. á þá nær- tæku staðreynd, að í því tvennu væri hrópandi ósam- ræmi, fyrst að þurfa, vegna knýjandi fjárþarfa að selja án greiðslu og a. m. k. ÞRE- FALT UNDIR SANNVIRÐI hlutabréf félagsins og SAM- TÍMIS geta gefið kr. 50 þús. úr félagssjóði, án vitundar hluthafafundar, til kaupa á kirkjuorgeli. Finnst ykkur nú, lesendur góð- ir, slík málfærsla ósvífin og ekki koma aðalmálinu við, eins og Hamar álítur? Finnst ykkur kirkju og menn- ingu óvirðing sýnd, þótt þannig hafi verið minnzt á gjöfina í org- elsjóðinn í réttarræðu, þar sem um var að ræða kröfu til endur- heimtu eigna, hlutabréfa, sem bærinn og þar með þú, hafnfirzki lesandi, átt tilkall til. Eftir að Hamar er svo búinn að lýsa þessum „orgelþætti“ Á. G., segir orðrétt í niðurlagi greinar- innar: „Annað og meira álíka þessu, en í öðru sambandi, þóknaðist lögfræðingnum, Árna, að við- hafa í ræðu sinni, sem einnig væri ástæða til að rifja upp og birta almenningi.“ — Vonandi þarf ekki lengi að bíða þess, að hið „velviljaða“ og „réttláta“ blað láti verða af því að birta þessa ræðuhluta. Hver veit nema ein- hver reynist Hamri síðar hjálp- legur í þeim efnum, ef kjarkinn til birtingar ætlar að bresta eða sagnalist lians verði framvegis álíka áfátt og margnefnd skrif hans um „orgelþáttinh'. Um hug Á. G. annars til kirkju og menningar, sem Hamri er svo tíðrætt um og reynir að gera Ht- ið úr, en ferst þó klaufalega, skal ekki farið mörgum orðum. Krist- inn dómur og kristin kirkja er Á. G. áreiðanlega miklu háleitara og helgara en svo, að þær um- ræður hæfi Hamri út af jafn- ómerkilegum skrifum og and- kristilegum og þar birtust. Krist- ið fólk og kirkjuunnandi hlýtur að fyrirlíta þá óþokkalegu iðju blaðsins að nota nafn kirkju sein yfirskrift á níðgreinar og hræsna með nafni látins heiðursmanns innan um soraskrif, eins og Ham- ar lét sér sæma í fyrrnefndri grein. Það er engin virðing fag- urri minningu góðs manns og óþökk öllum þeim, sem bezt hann þekktu og mest virtu. Og ókristilegar athafnir, hvort sem þær birtast í róg- skrifum eða ógildum hluta- bréfakaupum á gamlaárs- kvöld, verðskulda fordæm- ingu fjöldans og vanþökk kirkjunnar. Alþýðublað Hafnarf jarðar læt- ur svo lokið þessum línum með þeirri ósk, að hið nýja kirkju- orgel, sem Hamar gerði að til- efni blaðaskrifa, verði lyftistöng þróttmikils kirkjulífs og að kirkja og kristin menning megi á nýju ári og ætíð lifa og dafna í Hafnar- firði undir merkjum Kærleika og réttlætis. Yetrarhjálpin 1955 Söfnun skátanna 14.387,96 Hilmar Ágústsson 300.00 Oddur ívarsson 100.00 Ól. Guðmundsson 30.00 Jón Hjörtur 20.00 Ragnar Jónsson 500.00 E. Þorgilsson & Co. 1.000.00 Sigríður Sæland 50.00 Sigurveig Guðjónsdóttir 50.00 J. H. 100.00 Margrét Brandsdóttir 100.00 Guðmundur Ámason 100.00 Hrafnh. G. 100.00 Áslaug G. 50.00 V. Long 1.500.00 Sigríður Ólafsdóttir 100.00 Bergþóra og Júlíus Nyborg 300.00 H. 50.00 Verkamannafélagið Hlíf 2.000.00 Rafha h.f. 2.000.00 Steinull 250.00 Rafgeymar 250.00 N. N. 200.00 N. N. 100.00 María Gísladóttir 50.00 Bergþóra Guðmundsdóttir 50.00 Lýsi & Mjöl 2.000.00 Stefán Ásmundsson 100.00 G. H. 100.00 Iíalldór Gunnlaugssón og systk. 92.00 Bergsteinn Sigurðsson 200.00 Framlag bæjarsjóðs 15.000.00 Samtals kr. 41.229.96 Með innilegu þakklæti til allra, sem lögðu fram gjafir og aðstoð. Vetrarhjálpin, Hafnarfirði.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.