Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 21.01.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 21.01.1956, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR \y slökkvilblfreið IIíii fullkoiniiasta Slökkviliðsstöð Hafnarfjarðar fékk nýja slökkvibifreið um miðjan desemberys. 1. Er grind bifreiðarinnar keypt í Bandaríkj- unum en byggt yfir hana hjá bílasmiðjunni h.f. í Reykjavík. Slökkviliðsstjórinn og samstarfs- menn hans teiknuðu yfirbygg- inguna. I bifreiðinni er Darley dæla, þriggja þrepa. Getur hún dælt með lágþrýstingi um 100 pd., miðþrýstingi um 200 pd. og háþrýstingi um 900 pd. Á bif- reiðinni er vatnsgeymir, tveggja hólfa, sem tekur 1800 1. Er geymirinn gerður úr riðfríu stáli hjá Stálumbúðir h.f. í Reykjavík. Dælan er tengd beint við hreyf- il bifreiðarinnar og eykur það öryggi til slökkvistarfsins auk þess, sem það er fljótvirkara að hefja dælingu samstundis og bifreiðin er komin á slökkvistað- inn. Háþrýstidælingin er mjög hag- kvæm við smábruna, einkum innanhúss, því að vatnsmagnið, sem nota þarf við hana er aðeins | einn tíundi af því, sem annars1 þarf að nota við venjulega lág- þrýstidælingu. Skemmdir af völdum vatns verða því miklu minni en áður. ---------------------------- Klitavcita Á fundi bæjarráðs Hafnar- fjarðar 3. jan. s. 1., var lögð fram áætlun um hitaveitu frá Krýsuvík fyrir Hafnar- fjarðarbæ, sem verkfræðing- arnir Benedikt Gröndal og Jóhannes Zoega hafa gert. Er áætlaður stofnkostnaður ca. 25 milljónir króna. Áætlun þessi er nú í at- hugun hjá bæjarstjóm. Alþýðuflokkurinn í bæjar- stjóm beitti sér fyrir kaup- um á Krýsuvík til þess að hitaorka og landsgæði þar yrðu nýtt til hagsældar fyr- ir Hafnfirðinga. Sýndi hann þar, svo sem oft áður, fyrir- hyggju og framsýni. Hafa þegar farið fram hitarannsóknir í Krýsuvík á vegum Rafveitu Hafnar- fjarðar og unnin ýms undir- búningsstörf til virkjunnar á hitaorkunni þar. Fer nú fram athugun á því, hvemig hitaorkan verði bezt hagnýtt fyrir bæjarbúa. Vonir standa til að ekki verði langt að bíða þess, að hægt verði að hefja fram- kvæmdir til nýtingar á hita- orkunni í Krýsuvík. *__________________________, scin lil cr á laiidimi Á slökkviliðsbifreiðinni er mjög fullkominn Ijósaútbúnað- ur. Auk venjulegra ökuljósa eru á henni 5 fastir ljóskastarar og þrír færanlegir. Mun slökkviliðsbifreið þessi vera hin fullkomnasta, sem til er hér á landi. Kostnaðarverð hennar er um 260 þús. kr. Bifreiðin hlaut vígslu sína 18. þ. m. er kviknaði í húsinu Jó- fríðarstaðaveg 7. Þegar slökkvi- liðið kom á staðinn lagði reyk- inn upp með reykháf hússins, frá bruna, sem var í lofti efri hæð- ar. Var háþrýstiúði nýju bifreið- arinnar notaður og eldurinn slökktur á skömmum tíma. — Munu skemmdir aðeins hafa orðið á því eina herbergi, sem í kviknaði. Reyndist bifreiðin ágætlega. Fra SiiimIIiöII II af ii a r f j ai'öa r Rekstur Sundhallar Hafnar- fjarðar gekk mjög vel á síðast- liðnu ári að undanteknum þrem síðustu mánuðunum, en þá var lokað vegna mænuveikifarald- urs. Tíminn var þá notaður til viðgerða á tækjum laugarinnar og sundlaugarþróin var máluð með sérstaklega vandaðri sund- laugamálningu, sem rutt hefur sér mjög til rúms í Bandaríkjun- um undanfarin ár. Einnig voru forstofur, gangar og hurðir mál- að. Málningu önnuðust málara- meistararnir Aðalsteinn Egils- son og Sigurjón Vilhjálmsson. Sundhöllin er nú opin alla virka daga nema laugardaga kl. 1—10 e. li. Á laugardögum er opið frá kl. 1—7,30 e.h. og sunnudaga kl. 10—12 f. h. Athygli skal vakin á því, að miðasölunni er lokað 45 mín. fyr- ir ofanskráðan lokunartíma. — Gufubað í Sundhöllinni er alltaf hægt að panta með stuttum fyr- vara, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Almenningstími er á föstu- dögum kl. 5—8 e. h. Fólk er hvatt til þess að iðka sund meir en það almennt gerir nú, og til gamans skal þess get- ið, að laugin er 25—27 gráður heit og hiti í sundlaugarsal er 25—30 gráður. Það er gaman að iðka sund á slíkum stað hvemig sem viðrar. Eitt skal þó brýnt fyrir fólki, að ef kalt er í veðri er nauðsynlegt að vera vel bú- inn, þegar komið er frá sundiðk- unum. Iðkið sund ykkur til hollustu og skemmtunar! 1956 afgreidd í bæjarstjórn íhaldið vildi skcra niður fjárlrainlög til vcrklegra framkvæmda Vlldi lu'likn Ijái'iinniluK til lininkvuniiilnsjódsíiiis nm licliniiig' Á fundi bæjarstjórnar 10. jan. s. 1., var fjárhagsáætlun Hafnar- fjarðar fyrir árið 1956 til síðari umræðu og afgreiðslu. Stefán Gunnlaugsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir breyt- ingartillögum þeim, sem fram komu við fjárhagsáætlunarfrum- varpið, eins og það lá fyrir bæjarstjórn eftir fyrri umræðu. Oskar Jónsson, formaður bæjarráðs gat ekki mætt á fundinum vegna veikinda, en Emil Jónsson og Kristján Andrésson höfðu aðallega orð fyrir meiri hluta bæjarstjórnar. Niðurstöður fjárhagsáætlunarinnar eru 13.975.000.00 krónur. Út- svörnin eru áætluð kr. 11.580.000.00. Þótt útgjöld fjárhagsáætlun- innar hækki nokkuð frá árinu 1955, er hækkunin hlutfallslega minni en á fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar og fjárlögum ríkis- ins á sama tíma. Bæjarráð hafði á fundi sínum 9. jan. s. 1. haft til meðferðar breytingartillögur, sem fram höfðu komið við fjárhagsáætlun- arfrumvarpið og varð sammála um að hækka tekjuliðinn vatn til skipa um 50 þús. kr. í kr. 145 þús. með því að hækka verð á vatni til skipa úr 10.00 kr. pr. tonn í 15.00 pr. tonn. Meiri hluti bæjarráðs lagði til að tekinn yrði upp nýr liður, er heiti: ,,til eftirlaunasjóðs fastra starfsmanna Hafnarfjarðarbæj- ar“, kr. 75.000.00. Helgi S. Guð- mundsson, bæjarráðsmaður og aðrir Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn voru hins vegar mjög and- vígir því á hinum furðulegustu forsendum að eftirlaunasjóður væri stofnaður. Þó er vitað að í- haldið í Rvík og mörg önnur bæj- arfélög hafa myndað eftirlauna- sjóði fyrir starfsmenn sína. Hækkun fjárhagsáætlunarinnar: í síðasta tbl. Alþýðubl. Hafn- arfjarðar var skýrt frá orsökum þess, að ýmsir útgjaldaliðir fjár- hagsáætlunarinnar hafa orðið að hækka verulega: Aukin dýrtíð í landinu. Hækkun vísitölu og afnám vísitöluskerðingar. Miklar framkvæmdir, svo sem uppbygging stórvirkra at- vinnutækja. Þessar eru ástæðurnar fyrir út- gjaldaaukningu bæjarsjóðs á ár- inu 1956. Fjárframlög til verklegra fram- kvæmda. Til vega, holræsa og vatns- veitu er áætlað 3,1 millj. kr. Er það einni millj. kr. hærra fram- lag en 1955, en fyrirhugað er að taka einnar milljón kr. lán til að koma á móti þessu aukna fram- lagi. Til framkvæmdasjóðs er áætl- að 1.600 þús. krónur, eða 900 þús. krónum meira en á síðasta ári. Þar af verður 600 þús. krón- um varið til hafnarframkvæmda. Enn er ekki endanlega ákveð- ið hvernig framkvæmdasjóðn- um verður að öðru leyti varið, en væntanlega leggur hann fram fjármagn til fiskiðjuvers bygging- ar Bæjarútgerðarinnar árið 1956, eins og hann gerði árið 1955. Til bókasafnsbyggingarinnar er gert ráð fyrir 350 þús kr. fram- lagi. Er fyrirhugað að byggingin verði gerð fokheld fyrir þessa fjárhæð, en grunnurinn hefur þegar verið steyptur. Bókasafns- byggingunni verður að' hraða svo, sem frekast er kostur. Bóka- safnið á nú við mjög ófullnægj- andi húsakost að búa, auk þess sem Flensborgarskólinn þarf mjög á auknu húsnæði að halda vegna sívaxandi aðsóknar, en safnið er nú þar til húsa, eins og kunnugt er. Til byggingar íþróttahúss er áætlaðar 300 þús. krónur. Sú byggingarframkvæmd er einnig mjög aðkallandi. en ekki liefur verið hægt að hefja framkvæmd- ir til þessa, þar sem nauðsynleg fjárfestingarleyfi hafa ekki feng- izt, enn sem komið er. Til viðbyggingar Dagheimilis- ins að Hörðuvöllum eru veittar 100 þús. krónur. Er þetta önnur af tveimur greiðslum bæjarsjóðs Diciiidiii* Kaklau.s REX ÍIARRISON Um þessar mundir sýnir Bæj- arbíó afburða góða mynd: „Dæmdur saklaus“. Myndin byggist á sannsögulegum at- burðum og eru sum atriði henn- ar tekin á þeim stöðum, þar sem atburðirnir gerðust. — Aðalleik- endurnir eru þau Rex Harrison og Lilli Palmar. Er leikur þeirra með afbrigðum góður. Myndin tekur hugi áhorfendanna frá byrjun og verður hverjum þeim ógleymanleg, sem sér hana. til þeirra byggingarfram- kvæmda.. Vegna vaxandi starfsemi Dag- heimilisins og síaukinnar aðsókn- ar, hefur dagheimilsnefnd V.k.f. Framtíðin ákveðið að stækka dagheimilið að Hörðuvöllum. Vill meirililuti bæjarstjórnar stuðla að því, að þau áform kom- izt í framkvæmd, til þess að dag- heimilið fái betri skilyrði í fram- tíðinni til að gegna hinu nauð- synlega hlutverki sínu. BreytingartiIIögur íhaldsins. Sjálfstæðismenn báru fram breytingartillögur við fjárhags- áætlunina. Tillögur þessar voru flestar óraunliæfar eða miðuðu að því að skera niður fjárfram- lög til verklegra framkvæmda. Þeir lögðu t. d. til, að laun um- sjónarmanns Ráðhússins og dyra- varðar Bæjarbíós yrðu greidd af Bæjarbíói að stærri hluta en hingað til. Enn fremur að húsa- leiga Bæjarbíós til Ráðhússins yrði hækkuð. Hvort tveggja þetta liefði haft í för með sér 50 þús. króna aukin útgjöld fyr- ir Bæjarbíó og hefðu minnkað fjárframlög bíósins til Sólvangs að sama skapi. En eins og kunn- ugt er, er hagnaði af rekstri Bæj- arbíós varið til reksturs EIli- og; hjúkrunarheimilisins Sólvangs. Sýndu Sjálfstæðismenn með þessurn tillögum sínum greini- lega hug sinn til þess mikla mannúðarstarfs, sem unnið er til þæginda og öryggis öldruðu og sjúku fólki að Sólvangi. Þeir vildu, að framlag til bóka- safnsbyggingarinnar yrði lækk- að um 100 þús. kr. og sýndu þar berlega skilningsleysi á nauðsyn þess, að sú bygging kæmist upp hið fyrsta. Sjálfstæðismenn vildu setja skilyrði fyrir fjárveitingu til stækkunar dagheimilisins, og að framlag til framkvæmda í Krýsu- vík yrði fellt niður. Einnig að endurgreiðslur vegna barnsmeð- laga yrðu hækkaðar. Virðist sú tillaga vera algjörlega út í blá- inn. Þá vildu þeir skera niður fram- lag til framkvæmdasjóðs um helming. Hafa sennilega með þeirri tillögu sinni viljað koma í veg fyrir, að bæjarsjóður legði fram fé til byggingar fiskiðjuvers Bæjarútgerðarinnar, en Sjálf- stæðismenn hafa eins og kunnugt er bæði leynt og Ijóst reynt að (Framhald á hls. 3) Lcidréttiiag: Vegna mislesturs liafa þessi nöfn brenglast í lista þeim, sem birtur var í síðasta blaði um þá, sem gáfu til vetrarhjálparinnar. í stað Sigríðar Sæland á að vera Sigríður Sæmundsdóttir, í stað Sigur- veigar Guðjónsdóttur á að vera Guð- björnsdóttir og í stað verkamannafél. Hlif á að vera Venus h.f.. Þessi nöfn hafa blaðinu borizt síð- an: Páll Helgason kr. 50.00, Gestur Gamalíelsson kr. 50.00. Er þá upp- hæðin samtals kr. 41.329.96.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.