Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.02.1956, Síða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.02.1956, Síða 1
ALÞÝÐUBLAÐ hafnarfjarðar XV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 17. FEBRÚAR 1956 3. TÖLUBLAÐ Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar 25 ára Hinn 5. október í haust var aldarfjórðungs afmæli Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar. Birtist eftirfar- andi grein þá í Alþýðublaðinu. Er hún eftir Ólaf Þ. Kristjánsson. Hefur stjórn félagsins ákveðið að minn- ast þessa merka afmælis hinn 18. þ. m. Þykir því hlýða að birta grein Ólafs hér í blaðinu. Það kann að þykja undarlegt, að Alþýðuflokksfélag hafi ekki verið stofnað í Hafnarfirði fyrr en 5. október 1930, ekki sízt þeg- ar þess er gætt. að Alþýðuflokk- urinn þar var orðinn svo öflugur í janúar 1926, að hann vann hreinan meirihl. í bæjarstjórnar- kosningunum, er þá fóru fram. Getur það verið, mættu menn spyrja, að flokkurinn hafi getað náð slíku fylgi án þess að hafa nokkur félagssamtök til þess að treysta á? En þróun þessara mála hafði verið liin sama í Hafnarfirði og víða annars staðar á landinu. Verkalýðshreyfingin hafði skap- Helgi Sigurðsson núverandi formaður. að Alþýðuflokkinn, hin faglega og pólitíska starfsemi var svo samslungin, að ekki varð á milli greint. Stjórnmálaforingjarnir voru jafnframt meðal fremstu baráttumanna í samtökum stétt- arfélaganna. A fundum verka- lýðsfélaganna voru baráttumál- in rædd, fólk hvatt til starfa og hert til átaka. Hver sigurinn af öðrum var unninn. Arið 1914, tveim árum áður en Alþýðuflokkur Islands var st°fnaður, liafði verkamannafé- bgið Hlíf í Hafnarfirði beitt sér iyrir því; ag þáverandi formað- ur félagsins náði kosningu sem bæjarfulltrúi. Síðan hafði Hlíf haft sérstakan lista í kjöri við hverjar bæjarstjórnarkosningar, og að sjálfsögðu var hann jafn- an skipaður Alþýðuflokksmönn- um, enda fylgdu allir forystu- menn félagsins þeim flokki og langsamlega flestir félagsmenn. Það er ekki fyrr en 1931, að Sjálf- stæðismönnum fjölgar í Hlíf, þegar þau ákvæði voru sett í samninga félagsins við atvinnu- rekendur, að Hlífarmenn gengju fyrir allri vinnu á félagssvæðinu. Þá var vitanlega loku fyrir það skotið, að Hlíf gæti framvegis verið sá pólitíski félagsvettvang- ■ Alþýðuflokksins sem hún hafði verið áður. En þá hafði Jafnaðarmannafélagið í Hafnar- firði — eins og Alþýðuflokks- félagið hét þá — verið stofnað haustið áður, og tók það að nokkru leyti við flokkslegu hlut- verki Hlífarfundanna. Jafnskjótt og Alþýðuflokkur íslands var stofnaður, hneigðust til fylgis við hann ýmsir menn, sem ekki voru verkamenn og ekki áttu beinlínis heima í sam- tökum þeirra, þótt víða um land- ið skipuðu þeir sér í félag með verkamönnum og bæru meira að segja sums staðar félagsstarfsem- ina uppi. Allmargt manna. sem fylgdu Alþýðuflokknum að mál- um, stóðu þó utan verkalýðs- félaganna og tóku ekki þátt í :inni félagsstarfsemi innan flokksins þar, sem ekki voru til starfandi jafnaðarmannafélög. Þetta var ein aðalorsökin til þess, að Jafnaðarmannafélagið í Hafn- arfirði var stofnað. Því var ætl- að að ná til þessara manna, en að sjálfsögðu gerðust forystu- Fiskiðjuverið og íhaldid Valdimar Long stofnandi félagsins. menn úr verkalýðshreyfingunni einriig félagsmenn í hinu nýja fé- lagi. Það ýtti einnig undir stofn- un félagsins, að ungir Alþýðu- flokksmenn í Hafnarfirði höfðu stofnað með sér félag, F.U.J. fyr- ir hálfu öðru ári, og starfaði það með miklu fjöri. Nokrir menn höfðu undirbúið stofnun Jafnaðarmannafélagsins, og \'ar Valdimar Long kaupmað- ur formaður þeirrar nefndar. Átti hann einnig mikinn þátt í að und- ir búa fyrstu lög félagsins. En fyrsti formaður félagsins var Gunnlaugur Kristmundsson kennari, síðar sandgræðslustjóri, og þó skamma stund. Tók þá Guðjón Gunnarsson fulltrúi við formennskunni. Síðan hafa ýms- ir menn gengt formannsstörfum í félaginu. Lengst hefur Guð- mundur Gissurarson bæjarfull- trúi gengt því starfi, samtals í 11 ár. Núverandi formaður fé- lagsins er Helgi Sigurðsson af- greiðslumaður. (F ramhald á bls. 3) í síðasta tbl. var greint nokk- uð frá afstöðu Sjálfstæðismanna til byggingar fiskiðjuversins. Kom þar vel í ljós sýndar- mennska þeirra og yfirborðs- háttur. í meginatriðum var af- staða þeirra þessi: 1. Þeir voru í upphafi mót- fallnir byggingu fiskiðju- versins. 2. Þegar sýnt var, að þrátt fyr- ir andstöðu þeirra kæmist málið í höfn, komu þeir með til boð um að stofna hluta- félag um fyrirtækið — þó þannig — að Bæjarútgerð- in yrði þar valdlaus minni- hluti, en legði þó til megn- ið af fjánnagninu. 3. Þegar þessu tilboði þeirra var hafnað, hófst hatramm- ur andróður þeirra gegn málinu bæði leynt og ljóst. Þegar þetta er athugað kemur í ljós, að því aðeins gátu Sjálf- stæðismenn hugsað sér að styðjá svo í fyllingu tímans átti að end- urtaka söguna frá Lýsi og Mjöl í fiskiðjuverinu. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Hljóðir og hógværir eru þeir íhaldsmenn um þessar mundir, enda varð fjárbrall þeirra ekki að veruleika í þetta siiin. Hið lýsandi fordæmi þeirra frá Lýsi og Mjöl hefur nú opnað augu bæjarbúa fyrir starfs- og stefnumiðum flokksins í bæjarmálum. 1058 — Iiálfrar aldar afmæli kanp§Lað> aríns Hinn fyrsta júní 1908 fékk Hafnarfjarðarbær kaupstaðar- réttindi. Er því skammt til 50 ára afmælis kaupstaðarins. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að skipa nefnd manna til að vinna að á- framhaldandi ritun sögu Hafn- arfjarðar og verði því verki lok- ið fyrir 50 ára afmælið. Enn- byggingu fiskiðjuversins, að það fremur geri nefndin tillögur um yrði rekið í formi hlutafélags. Á fyrirkomulag og undirbúning af- þann hátt hugðust þeir ná und- irtökum á fyrirtækinu í skjóli hlutafjárlaganna. Augljóst er, að fordæmið að þessari hugmynd hafa Sjálfstæðismenn frá reynslu sinni í Lýsi og Mjöl. Þar hafði þeim tekizt að nota fé bæjarbúa sem meðal til þess að lyfta sjálf- um sér til gróða og valda. Og Togararnir Ágúst kom á þriðjudagsmorg- uh, 14. þ. m. méð 120 lestir af saltfiski. Júní kom 13. með 124 lestir ísfiskjar. Surprise landað 9. 197 lestum af ísfiski. Hinir voru allir á veiðum, þeg- ar blaðið fór í prentun. Bjarni riddari á ísfiskveiðum, en Röðull og Júlí, veiða í salt. Danska saltskipið, Jens Toft kom hingað hinn 9. þ. m. á leið frá Keflavík með rúrri 2000 tonn af salti. mælisliátíðahalda 1958. Þessir menn skipa nefndina: Ólafur Þ. Kristjánsson, Bjarni Snæbjörnsson, Hjörtur Gunnars- son og Guðmundur Þorláksson. FLICÍEMIII^CÍ OG LISI OG NJÖL Þingmanninum, Ingólfi Flyg- enring, varð á í messunni við yfirheyrslu út af Lýsi og Mjöl málinu. Glópska lians var þó ekki önnur en sú, að sannleik- urinn kom umbúðalaus af vör- um hans. Hefur hann nú feng- ið þungar ákúrur hjá flokks- bræðrum sínum fyrir svo van- liugsað atliæfi. Lét þingmaður- inn bóka eftirfarandi yfirlýs- ingu í réttinum, þar sem hann mætti sem vitni í málinu: „Vitn- ið óskar að taka fram, að það m. a. vildi með þessum kaupum sporna við YFIRGANGI AF IIÁLFU BÆJARSJÓÐS eða forráðamanna bæjarsjóðs í fé- laginu, sem vildu ná tökum á Þ,r ií VI. Þá hafa menn það. Betri og sannari lýsingu á stefnu for- ráðamanna íhaldsins í bæjar- málum er ekki að fá. Hin ein- læga yfirlýsing þingmannsins var töluð beint frá hjartanu. Ummæli hans sanna, eins og mönnum hefur Iöngum búið í grun, að ef braskarar íhaldsins fengju meirihlutaumráð yfir eignum og fyrirtækjum bæjar- ins myndu þeir við fyrsta tæki- færi nota aðstöðu sína sér til persónulegs framdráttar, eins og dæmið frá Lýsi og Mjöl sann ar. Þá yrði nú ekki um „yfir- gang af hálfu bæjarsjóðs“ að ræða, þá myndu hinir sjálfglöðu postular sérhyggjunnar sjá sér leik á borði og halda óhindrað- ir áfram iðju sinni: braska með eignir bæjarfélagsins, ef ein- hvers ábata væri von, og þar með þínar eignir, lesandi góður. Og svo þykjast þessir menn bera liag bæjarins fyrir brjósti og láta kjósa sig í bæjarstjórn undir slíku yfirskini. Finnst ó- breyttum kjósendum ekki nóg komið? Var einhver að tala um úlfshár undan sauðargæru? Fr^itihniið Síðan bygging Fiskiðjuvers Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hófst, hefur blað Sjálfstæðis- manna „Hamar“ öðru hvoru verið að hreyta ónotum í stjórri Bæjarútgerðarinnar fyr- ir það að velja mig til þess að teikna og skipuleggja hús- ið. Sjálfsagt er þessi umhyggja blaðsins fyrir skipulagi og byggingu Fiskiðjuversins af heilum huga framsett og ber sannarlega að þakka þann góða hug, sem liggur bak við þessa viðleitni! Það mun væntanlega eng- inn lá mér, sem til þekkir, þótt ég efist um dómhæfni ritstjóra Hamars, sem dómara í þessu efni, enda ber málflutningur allur þess vitni, að ritstjórinn er aðeins málpípa annarra, er af einhverjum annarlegum ástæðum, telja sér þægilegast að leynast bak við sóðann. Ef annað en rætni liggur bak við þessi skrif þeirra fé- laga, skora ég á þá að setja fram rökstudda gagnrýni og benda á, hvað þeim finnst að betur mætti fara. Skal þá ekki standa á mér að ræða málið við þá. Hafnarfirði, 13. febr. 1956. Axel Kristjánsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.