Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.02.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.02.1956, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR •i-—“—-—1--——1—■*—■■——■—f ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ÚTGEFANDI: Alþýíhiflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Eyfólfur Guðmundsson, (sími 9607). AFGREIÐSLA í ALÞÝÐUHÚSINU SÍMI 9499. PRENTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR H.F. +--------*------------------------------—I „Bjargráð“ ríkisstjórnarinnar Málfundafélagið Magni Þróun íslenzkra fjármála á síðustu árum hefur verið í mesta máta uggvænleg. Hækkandi verð lag hefur óhjákvæmilega haft í för með sér hækkað kaupgjald. Kaupgjaldshækkunin hefur síð- an verið gerð að engu eða minna en engu með nýrri verðlags- skrúfu, og þannig hefur þetta gengið koll af kolli. Gildi pen- inga hefur farið stöðugt minnk- andi, þannig, að þeir, sem hafa getað dregið saman nokkrar krónur í varasjóð til fullorðins- áranna, hafa verið herfilega snuð aðir. Hins vegar hafa braskarar og skuldakóngar, eignast mikil verðmæti eftir því sem skuldir þeirra hafa verið afskrifaðar með lækkandi krónuverði. Arangur- inn af þessum skrúfugangi kaup- gjalds og verðlags hefur því orð- ið verri en enginn fyrir flesta launþega, og vantrú á gildi pen- inga hefur dregið úr spamaðar- viðleitni manna, en hún er nauö- synlegasta undirstaðan undir heilbrigðu efnahagslífi hverrar þjóðar. Núverandi stjórnarflokkar virðast vinna markvisst að þess- ari öfugþróun og skrúfugangi. Þeir hafa afnumið lögin um há- marksálagningu, þannig, að verð- lag á flestum vömm getur leikið lausum hala og hækkað eftir því, sem hver og einn telur sér þókn- anlegt. Húsaleigulögin hafa ver- ið, afnumin, þannig, að í skjóli hinnar miklu eftirspumar eftir leiguhúsnæði dafnar nú, að sögn, alls konar baktjaldabrask, sem legjendur verða að borga á ein- hvem hátt. Bankavextir hafa verið hækkaðir stórkostlega og rekstur allur í landinu, sem not- ar lánsfé, þar með torveldaður. Að maður nú svo tali ekki um gengisfellinguna miklu 1950, og bátagjaldeyrisfarganið, sem al- menningur verður að borga fyrir 100 milljónir króna á ári í hækk- uðu vöruverði. Og enn bætist við: 9% af tollverði allrar innfluttr- ar vöm, nokkur hluti söluskatts hækkaður um 100%, 100% álag á bíla og bifhjól, 40% álag á allt gjald af innlendum tollvörum, svo sem öli, gosdrykkjum, súkku- laði, kaffibæti o. fl. o. fl., 30% af ávöxtum, 30% af búsáhöldum, 30% af smíðatólum og verkfærum. Alagið á vörumagnstollinn hækk- ar úr 250% í 340%. Álagið á verð- tollin hækkar úr 45% í 80%. Benz- ínskattur hækkar um 20 aura á lítra o. s. frv., o. s. frv. Þetta er Ijót upptalning ' og löng. Og það sem verst er, allir telja víst, að hér sé aðeins tjald- að til einnar nætur. Hjólið muni halda áfram að snúast. Kaup- gjald verði að hækka til þess að mæta hinum aukna framfærslu- kostnaði. Verðlagið hækki síðan sem því nemur o. s. frv. Og menn spyrja: Hvað getur þetta haldið lengi áfram? Hvenær tekur þessi hringavitleysa enda? ÞaÖ sjá all- ir, að stefnt er í hreinan voða, ef þessi öfugþróun verður ekki stöðvuð. I 6 ár hafa núverandi stjómar- flokkar dyggilega fetað þessa braut og það er ekkert, sem bend ir til, að á þeirri stefnu munu verða nokkur breyting meðan þeir ráða einir. Þjóðartekjumar fara ört vax- andi, með bættum framleiðslu- tækjum og hagnýtari vinnubrögð um, frá ári til árs, en sá hluti aukningarinnar, sem að eðlileg- um hætti ætti að falla almenn- ingi í skaut, er hirtur af millilið- um og bröskurum. Á meðan haldið er vemdarhendi yfir þeim, breytist þetta ástand ekki. Kaup- hækkanir em þá gerðar að engu með nýjum álögum, og verð- bólguhjólið heldur áfram að snú- ast. Það, sem gera þarf, er ein- fanldlega þetta: Það þarf að halda vöruverði niðri með því að setja ný Iög um hámarksálagningu og lækka þannig milliliðagróðann. Það þarf með harðri hendi að taka fyrir brask og okur. Það þarf að koma á jafnvægi og festu í efnahagsstarfsemi þjóðarinnar og endurvekja á þann hátt traust manna á gildi peninga, til þess að forðast þá óþarfa eyðslu, sem nú fylgir í kjölfar hins ört lækk- andi peningagildis. ER ÞETTA GERIR NÚVERANDI STJÓRN EKKI. (Framhalcl af bls. 4) bæjarbúa. Meiri hluti bæjarfull- trúa — sem sæti hafa átt í bæjar- stjórn síðan 1920 — hafa verið félagsmenn í Magna, og þing- menn Hafnfirðinga — síðan bær inn varð sérstakt kjördæmi — hafa allir verið félagsmenn. Heldur þú, að málfundirnir hafi haft nokkur gagnleg áhrif? Tvímælalaust. Þeir hafa orðið mörgum gagnlegur skóli, þótt enginn hafi kennarinn verið. Þar fengu menn sína fyrstu þjálfun í að flytja mál sitt í áheyrn ann- arra. Slík þjálfun þroskar rök- rétta hugsun, eflir sjálfstraust og vekur tilfinningu fyrir góðu máli. Umræðurnar um málin vöktu menn til hugsunar og stundum til framkvæmda. Og þegar athugað er, hve margir Magnamenn hafa staðir framarlega á ýmsum svið- um innan þessa bæjarfélags, tel ég engan vafa á, að umræðurnar þar hafi haft mikil óbein áhrif á gang ýmissa þarflegra mála í bænum. ALÞÝÐUFRÆÐSLA — HELLISGERÐI Þú sagðir áðan, að tilgangur félagsins, fyrir utan málfunda- starfsemina, væri að vinna að hvers konar menningarmálum, er félagar verða ásáttir um. Hvað er helzt að nefna í því sambandi? Það er einkum tvennt: Alþýðu- fræðsla, og svo það sem allt hef- ur snúizt um nú í seinni tíð: Hellisgerði. Þó félagið hafi í upp- hafi haslað sér völl á sviði mál- fundastarfsemi, varð mönnum fljótlega Ijóst, að með þeirri starf- semi einni yrði því of þröngur stakkur skorinn. Orðin eru til alls fyrst, og bein afleiðing um- ræðnanna urðu framkvæmdir, sem reynst hafa félaginu giftu- drjúgar. Það var á fyrsta starfs- vetrinum, að Davíð heitinn Kristjánsson hafði framsögu í máli, sem hann nefndi: Getur Magni haft menntandi áhrif í Hafnarfirði? Upp úr umræðum um málið spratt hugmyndin um alþýðufræðsluna. Árið 1922 hófst svo félagið handa í samvinnu við Stúdentafélag Reykjavíkur. Voru nú haldnir fyrirlestrar al- menningi til skemmtunar og fróð leiks. Starfsemi þessi hélzt í 10 ár samfleitt; fjögur þau fyrstu í samv. við Stúdentafélagið, en svo varð félagið eitt um hituna. Fyrirlesarar voru kunnir menntamenn í ýmsum greinum. Fyrirlestrar þessir voru mikið nýmæli, urðu vinsælir í bænum, oft vel sóttir og áttu drjúgan þátt í að auka vinsældir félags- ins og álit. Hellisgerði. Hugmyndin um Hellisgerði kom fyrst fram á fundi veturinn 1922. Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri hafði framsögu í máli, sem hann nefndi: Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar? Hann svaraði spurningunni játandi og vildi, að félagið beitti sér fyrir að friðað yrði svæði í bænum, svo að í framtíðinni væri hægt að sjá hvernig bæjarstæðið var áður en húsi og götur eyðilegðu sérkenn- in. Og þá skaut upp þeirri hug- mynd, að þarna mætti líka koma upp trjá- og blómagróðri. Svo var kosin nefnd í málið. Staðurinn fenginn. Þegar staðurinn var fenginn kom í Ijós, að sumir voru andvíg- ir þessu máli og töldu óhæfu að mega ekki byggja þarna; þó var svæðið ekki nema helmingur þess sem nú er. Svona er nú skamm- sýnin. En Magnamenn vígðu Hellisgerði á jónsmessudag 1923 og síðan liafa þeir haldið hátíð í tilefni hverrar Jónsmessu, og hafa þær oft verið fjölsóttar og gefið góðar tekjur, er ávaxtazt hafa í aukinni fegrun og prýði staðarins. Mörg verkcfni fyrir höndum. Þótt Hellisgerði sé nú orðið stolt Hafnfirðinga, bíða þar mörg verkefni úrlausnar. Innan skamms tíma mun Reykjavíkur- vegurinn allur verða breið og vegleg gata og gömlu litlu húsin, sem við hann standa, flutt burtu. Svæðið, sem við það myndast, verður lagt undir Gerðið, og trjá- gróðurinn mun þannig í fram- tíðinni ná alla leið að götunni. Það er nýbúið að gera hæðarmæl- ingar í Gerðinu og út frá þeim verður sá hluti garðsins, sem enn er ekki búið að ganga frá, skipu- lagður. Svæðið býr yfir miklum sérkennum frá hendi náttúrunn- ar; það er lögð áherzla á að þessi sérkenni fái að njóta sín jafn- framt því sem staðurinn er auk- inn að gróðri og öðru því, sem augað má gleðja. Kostar peninga. Allt kostar peninga á vorum dögum. Starfsemin í Hellisgerði er þar engin undantekning, enda hefur Magna verið um megn að standa straum af öllum þeim út- gjöldum; þó hafa Magnamenn lagt á sig mikla sjálfboðavinnu fyrir Gerðið og aflað því f jár með ýmsu móti — en það hefur ekki dugað til, og þess vegna hefur bærinn hlaupið undir bagga og styrkt starfsemina með beinum og óbeinum fjárframlögum; þann stuðning ber að þakka og meta að verðleikum. Þá hafa ýmsir gefið gjafir, bæði einstaklingar og félög, og ég vil nota tækifærið og flytja þeim að- ilum ölþim beztu þakkir fyrir hönd Gerðisins. Garðvarzlan. Ingvar Gunnarsson kennari hefur verið garðvörður frá fyrstu tíð. Hann hefur verið trúr og samvizkusamur starfsmaður, enda haft áhuga á málefninu. Ilvert einasta tré í Gerðinu hef- ur hann gróðursett og alið þau öll upp eins og móðir börnin sín. Það er óþarfi að taka fram, að Magni á honum þakkarskuld að gjalda. Frá 1943 hefur Sig- valdi Jóhannsson garðyrkjumað- ur starfað á vegum félagsins í Gerðinu og reynst ötull og áhuga samur starfsmaður. o-O-o Eitthvað á þessa leið fórust Kristni orð. Ég vil bæta því við, að með starfseminni í Hellisgerði hefur félagið Magni reist sér veg- legan og óbrotgjarnan minnis- varða öllum unnendum gróðurs og náttúrufegurðar til yndis- auka. Þegar utanbæjarmenn koma í Fjörðinn leggja þeir jafn- an leið sína í Gerðið, því að víða hefur orðstír þess borizt. Sú för verður þeim jafnan minnisstæð. Að lokum ætla ég að birta hér nokkrar ljóðlínur eftir þingeysk- an bónda, er lýsa álirifum þeim, er hann varð fyrir við komu sína á þann stað, þar sem hraunið og gróðurinn mætast: Hér faðmast grfót og gróður i glæstri samstilling, og maður horfir hlfóður á hrfóstrin allt í kring. Iiver hfó sitt Berurfóður í hrúðarskart svo fríttP Sfá, Hafnfirðinga hróður her Hellisgerði vítt. (Erindi þetta birtist í ritinu „Magni tuttugu og fimni ára“ bls. 89). Alþýðuflokksfélagsfundur 27. febr. n. k. Gylfi Þ. Gíslason mætir á fundinum. Alþýðuflokksfélag Hafnar- fjarðar heldur fund mánud. 27. þ. m. kl. 8,30 í Alþýðu- húsinu. Á fundinum mætir Gylfi Þ. Gíslason alþm. og ræðir um nýjustu „bjargráð“ ríkisstjómarinnar útveginum til handa. Almennar umræð- ur verða á eftir. Allt Alþýðuflokksfólk er hvatt til að f jölmenna Sn. J. MWWMMMMHWtWMWimWMVWUVWMMMMMWV - Árshátíð 1 tileíni 25 ára aímælis Alþýðuflokksfé- lags Hatnartjarðar, verður árshátíð flokks- ins haldin í Alþýðuhúsinu, laugardaginn 18. fehrúar kl. 7,30. Samkoman hefst með borðhaldi, þar sem neytt verður kaldra, íslenzkra rétta. Ólafur Þ. Kristjánsson minnist 25 ára afmæli félagsins. Hjálmar Gíslason verður með skemmti- atriði. — DANS! Fjölmennið og missið ekki af góðri skemmtun! Skemmtinefndin. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMtMMMVMMtMMMtl

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.