Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 03.03.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 03.03.1956, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ÚTGEFANDI: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Eyfólfur Guðmundsson, (stmi 9607). AFGREIÐSLA í ALÞÝÐUHÚSINU SÍMI 9499. PRENTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR H.F. 5T' Jh -'le ' ' Ljtt ^ Bæjarútgerðin og íhaldið Um þessar mundir eru 25 ár liðin síðan fyrsta bæjarútgerð á íslandi var stofnuð. Hinn 12. febrúar 1931 ákvað Alþýðu- flokksmeirihlutinn í bæjarstjóm Hafnarfjarðar að hefja rekstur bæjarútgerðar í Hafnarfirði. Til- gangurinn með stofnun þessa fyrirtækis var fyrst og fremst sá, að bæta úr því mikla atvinnu- leysi, sem þá ríkti í bænum, og átti rætur að rekja til almenns kreppuástands í landinu, og þess að togarar, sem gerðir vom út frá Hafnarfirði höfðu verið flutt- ir þaðan á brott. Þrátt fyrir mikla erfiðleika sem bæjarútgerðin átti við að etja fyrstu árin, tókst að halda rekstrinum áfram og forða al- þýðu þessa bæjar frá því böli og hörmungum, sem algjöru at- vinnuleysi er samfara. Var tog- umitum haldið gangandi þótt um fyrirsjáanlegt tap á rekstrin- um væri að ræða, eingöngu til þess að veita atvinnulausu verka- fólki til lands og sjávar atvinnu og oft samtímis því, sem einka- framtakið hafði sína togara bundna við bryggju. Þegar í upphafi beittu Sjálf- stæðismenn sér mjög gegn því að Bæjarútgerðin yrði stofnuð. En þeir létu ekki við það sitja, heldur reyndu síðar á ýmsan hátt að koma henni fyrir kattar- nef. Eftir að hún hafði starfað um nokkurt skeið, komu þeir t. d. með tillögu í bæjarstjóm um að leggja hana niður, þrátt fyrir þá augljósu þýðingu, sem rekst- ur hennar hafði fyrir afkomu alls almennings í bænum. Fjandskapur Sjálfstæðis- manna í garð Bæjarútgerðarinn- ar var þannig opinber og algjör á fyrstu og erfiðustu árum henn- ar, þegar fjöldi fólks átti svo að segja alla afkomu sína undir rekstri þessa fyrirtækis. Þessi andstaða forystumanna Sjálfstæðisflokksins hefur hald- ist allt til þessa, þótt segja megi, að þeir hafi látið minna á henni bera, þegar vel hefur gengið, og þeir hafa talið óheppilegt vegna kjósendafylgis, að sína sitt rétta andlit gagnvart Bæjarútgerðinni. Þannig liafa Sjálfstæðismenn látist vera því fylgjandi, að Bæj- arútgerðin yki við skipastól sinn samtímis því, sem þeir bæði leynt og Ijóst hafa reynt að bregða fæti fyrir þær stórfram- kvæmdir, sem fyrirtækið hefur ráðist í eins og t. d. byggingu fiskiðjuversins. En í því máli kemur greinilega fram sá hugur, sem þeir bera til Bæjarútgerð- arinnar í dag. Þeir þykjast nú orðið vera því hlynntir að bærinn eignist sitt eigið fiskiðjuver, þegar þeir em orðnir úrkula vonar um að geta komið því til leiðar, að um fyr- irtækið verði stofnað hlutafélag, þar sem þeir fengu öll undirtök, eins og þeir ætluðu sér með ó- löglegum hætti í Lýsi og Mjöl h.f., eins og frægt er orðið. En vissulega em þeir í raun og veru á móti því, að fiskiðjuver Bæjar- útgerðarinnar komist upp, því vitað er, að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa á ýmsan hátt reynt að torvelda fram- kvæmd málsins. Það er lærdómsríkt fyrir Hafn- firðinga á þessum tímamótum í sögu Bæjarútgerðarinnar, að bera saman stefnu Sjálfstæðis- flokksins annars vegar og stefnu og störf Alþýðuflokksins hins vegar, eins og þau lýsa sér gagn- vart þessu stærsta fyrirtæki bæj- arbúa. Óhætt er að fullyrða, að bæjar- búar almennt geti ekki kosið sér aðra afmælisgjöf betri Bæjarút- gerðinni til handa á 25 ára af- mælinu en þá, að hið nýja og glæsilega fiskiðjuvers taki sem allra fyrst til starfa. Alþýðublað Hafnarfjarðar vill á þessum tímamótum færa henni og starfsfólki öllu til lands og sjávar, bæði fyrr og síðar hug- heilar árnaðaróskir, og væntir þess, að Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar verði hér eftir sem hing- að til öflug lyftistöng atvinnu- lífinu í bænum. Aili hátanna í febr. Línubátar Auður ............ 19 B)'örg ...... Dóra ........ Fagriklettur . Fiskaklettur . Fjarðarklettur Flóaklettur ...... 19 Fram ............. 21 Freyfaxi.......... 17 Fróðaklettur . Guðbjörg........ 20 Hafbjörg ......... 20 Hafnfirðingur Kópur ....... Reykjanes ........ 20 Stefnir .......... 21 Stjarnan ......... 20 Valþór....... Þorsteinn ........ 18 Orn Arnarson Útilegubátar Goðaborg .......... 6 Róðrai •- Afla- ijöldi magn kg. 19 102.160 19 114.790 19 95.545 20 127.000 20 133.790 21 101.600 19 95.160 21 106.950 17 68.970 22 157.290 20 116.310 20 122.140 16 84.110 11 37.970 20 119.720 21 117.270 20 116.530 24 153.075 18 84.790 9 50.520 6 34.700 17 129.300 Netabátar Ársæll Sigurðsson 173.200 Jóhannes Einarsson 42.200 AUGLÝSING um íynríiamgreiðslu útsvara til BæjarsjóSs HafnarfjarSar 1956. Samkvæmt útsvarslögunum og ákvörðun bæjarstjórnar þar um, ber gjaldendum að greiða bæjarsjóði Hafnarfjarðar upp í útsvör 1956 50% af útsvörum þeirra árið 1955, með gjalddögunum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní í ár, að einum fjórða hluta hverju sinni. Skal hér með vakin athygli gjaldenda á greiðsluskildu þeirra og þeir áminntir um að greiða útsvarshluta sinn á réttum gjalddögum. * Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, 28. febrúar 1956. Stefán Gunnlaugsson. Nr. 6/1956. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu: ÍHsvarsinnhcimla Á fundi bæjarstjórnar s. I. þriðjudag var ákveðið að í ár (sem undanfarin ár) verði gjald- dagar útsvara ákveðnir samkv heimild í 28. gr. útsvarslaganna þannig, að innheimt verði með jöfnum greiðslum með gjalddög- um 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. jún, fyrirframgreiðsla útsvara, er nema 50% af útsvari gjaldenda s. 1. ár. Gjaldskrá Itaivciiuiiiinr breylt Á fundi bæjarstjórnar s. 1. þriðjudag var samþykkt að breyta gjaldskrá Rafveitu Hafn- arfjarðar frá 1. febrúar s. 1. a, telja þannig, að í stað síðustu málsgreinar gjaldskrárinnar um heimild til hækkunar á rafmagns- verði komi nýtt ákvæði svohljóð- andi: „Fyrir hver 10 stig, sem kaup- gjaldsvísitala Hagstofu Islands hækkar eða lækkar frá 160 stig- um er heimilt að hækka eða lækka rafmagnsgjöld skv. gjald- skrá þessari, önnur en skv. I. D. I. og III. um 5%, þ. e. rafmagns til hitunar húsa og heimtauga- gjöld. Þá var rafveitustjóra falið að leita eftir láni allt að 500 þús. kr. í því augnamiði að fyrirhug- aðar nýbyggingar rafveitunnar þurfi ekki að stöðvast. Franskbrauð, 500 g kr. 3.40 Heilhveitibrauð, 500 g — 3.40 Vínarbrauð, pr. stk — 0.90 Kringlur, pr. kg — 10.00 Tvíbökur, pr. kg — 15.00 Rúgbrauð, óseydd, 1500 g — 4.55 Normalbrauð, 1250 g — 4.55 Lán til sambýlishússins Bæjarstjórn hefur samþykkt að heimila bæjarstjóra að taka allt að 700 þús. króna lán hjá Hús- næðismálasjóði til byggingar sambýlishússins við Melabraut. Kvcnfclagri Alþýðu- flokksins f lliifnar- firði færð rausnar- •cg g.í«í Frú Sólborg Sigursteinsdóttir, Óðinsgötu 15, Reykjavík hefur fært Kvenfélagi Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði 1000.00 kr. gjöf til minningar um móður sína Sigríði Arnþórsdóttur. Félagið hefur ákveðið að gefa sjúkrahúsinu Sólvangi þessa f jár- hæð til „Árlundar“. tteiðlijól fyrir fullorðna og fyrir drengi og telpur, Hagstætt verð. Kaupíélag Haíníir&inga Sími 9224 Tlolasyknr fæst í matvörubúðum Kaupfélags Hafnfirðinga Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúgbrauð- um og normalbrauðum vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 23. febrúar 1956. Verðgæzlustjórinn. GJALDSKRÁ Sundhallar HafnarfjarSar, sem gildir frá 1. marz 1956. 1. Fullorðnir: a. í eins manns klefa ................... kr. 4.00 b. í hópklefa............................. — 3.50 2. Ef keytir eru 12 miðar í senn, kosta þeir: a. í eins manns klefa kr. 36.00, eða hver miði .. — 3.00 b. í hópklefa kr. 30.00, eða hver miði.. — 2.50 3. Mánaðarkort, bundið við mánaðardag kr. 60.00 fyrir hvert skipti ........................ — 2.00 4. Börn ...................................... — 1.50 5. Áhugakort: a. ef keyptir eru 8 miðar í einu kosta þeir kr. 10.00, eða hver miði .................... — 1.25 b. ef keyptir eru 20 miðar í einu kosta þeir kr. 20.00, eða hver miði .................... — 1.00 6. Sjúkrakort (t. d. lömunarsjúklinga) ókeypis 7. Baðstofa: a. einkatímar kr. 15.00 að viðbættum kr. 4.00 fyrir hvern baðgest. b. Almennir timar: x) fyrir hvern fullorðinn ............... — 6.00 y) fyrir hvert barn ..................... — 3.00 8. Leiga á sundfötum: a. fullorðinna sundskýlur.................. — 2.00 sundbolir ......................— 3.00 b. barna................................... — 1.00 9. Leiga á handklæðum ...................... — 2.00 Sundhöll Hafnarfjarðar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.