Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.04.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.04.1956, Blaðsíða 1
KA«fíAí<ÍHAWIAH GEAJ.atfGY4JA d nil Kaupið og lesið Alþýðublað Hafnarfjarðar pi Það borgar sig vel að auglýsa í Alþijðublaði Hafnarfjarðar \H\Æ\F MÆ\Fí\ IF JJ AIRÐ AIR XV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 14 APRIL 1956 6. TÖLUBLAÐ Til iiiiiniis fyrir Hamar • Bjarni Benediktsson, núverandi dómsmálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæðisfl. myndaði á sínum tíma samfylkingu með kommúnistum gegn Alþýðuflokknum innan Alþýðusamb. íslands. • Ólafur Thors, formað- ur Sjálfstæðisflokksins er eini íslenzki ráðherrann, sem myndað hefur ríkis- stjórn með kommúnistum. • Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður eru hinir sönnu „guðfeður" komm- únismans á íslandi. • Með stjórnaraðgerð- um sínum hafa tveir fyrr- nefndir menn skapað kommúnistum líf saðstöðu á íslandi. Yinstri eða hægri? Sá atburður hefur nú gerzt í íslenzkum stjórnmálum, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa gengið til samvinnu um lausn aðkallandi vandamála. Munu þeir nú leggja fram stefnuskrá sína við í hönd farandi kosningar og gefst þjóð- ihni þá tækifæri til þess að taka afstöðu til þeirra tillagna. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um það, að hin vinstri sinnuðu öfl í þjóðfélaginu ættu að sameinast og vinna gegn á- hrifum íhaldsins í stjórn ríkisins. Nú er þetta að koma til fram- kvæmda og gefst nú öllum þeim, sem vilja telja sig til vinstri sinn- aðra manna, tækifæri til þess að sýna vilja sinn í verki. Um það er engum blöðum að fletta, og er staðfest af atkvæðatölum síð- ustu kosninga, að hin vinstri sínnuðu öfl meðal þjóðarinnar eru miklu stérkari en öfl þau, sem hægri flokkinn hafa stutt. En vegna innbyrðis deilna og ýmissa annarlegra sjónarmiða hafa öfl þessi ekki náð að njóta sín og hafa hin síðari ár verið gersamlega hundsuð í ríkisstjórn og á Alþingi. Með því að láta persónuleg sjónarmið og annarleg áhrif stjórna gerðum sínum og afstöðu geta hin vinstri sinnuðu öfl engu komið til leiðar öðru en því að skapa pólutíska þreytu meðal Framboð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði ákveðið Á fundi í fulltrúaráði Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, 4. þ. m., var eindregið óskað eftir því við Emil Jónsson, að hann gæfi kost á sér í framboð fijrir Álþýðuflokkinn í Hafnarfirði, við í hönd farandi Alþingiskosningar. Emil varð við þeirri ósk og fögnuðu fundarmenn því mjög. Emil Jónsson er Hafnfirðingum að góðu einu kunnur. Hann er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og hér hefur hann alið aldur sinn. Hann hefur fylgst með þeirri þróun Hafnarffarðar að breytast úr fámennu fiskiþorpi i nær 6000 manna bæ með blóm- legu atvinnulífi og betri Kfsafkomu en víðast annars staðar á landinu. En Emil hefur gert meira en fylgjast með og vera áhorfandi að vexti og þróun Hafnarfjarðar. Hann hefur verið einn áhrifa- mesti og dugmesti þátttakandi í því starfi. Emil er óvenfulegum gáfum gæddur, svo sem hann á kyn til. Ungur var hann settur til mennta og á óvenfulega glæsilegan námsferil. Stúdentaprófi lauk hann 1919, þá 16 ára gamall, og kandidatsprófi í verkfræði 22 ára. Árið 1926 var Emil ráðinn bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði og hefuf hann því í 30 ár unnið heillaríkt starf í þágu kaupstaðar- ins og komið víða við sögu. í stuttu ávarpi er ekki hægt til neinnrar hlítar að rekja störf Emils í þessi 30 ár, enda bæjarbúum almennt kunn, en þó er ekki ofsagt að starfa hans njóta hér t bæ fleiri en nokkurs eins manns annars. Emil var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Bæjarútgerðar- innar og hefur verið formaður útgerðaráðs frá byrfun til þessa dags, eða í 25 ár. Hann var einn af brautryðjendunum, sem stofn- uðu Raftækjaverksmiðjuna Rafha og kom því til leiðar að hún var staðsett hér í Hafnarfirði. Formaður í stjórn Rafha hefur hann verið frá stofnun fyrirtækisins eða í 20 ár. Skólamál og fræðslu unglinga hefur Emil látið sig miklu skipta. Hann stofnaði Iðnskóla Hafnarfjarðar og var skólastfóri hans um fjölda ára. Formaður skólanefndar Flensborgarskólans var hann í mörg ár og átti drýgstan þáttinn í endurbyggingu hans fyrir 20 árum síðan, þó að efnahagurinn væri þá þröngur. Emil er það fyrst og fremst að þakka, að Hafnarfjarðarbær eign- aðist Krýsuvíkina og það fyrir aðeins 43 þúsund kr. Þó að sitthvað hafi verið sagt um þá eign, þá er hún að sögn sérfróðra manna ómetandi verðmæti. Lagning Krýsuvíkurvegarins var ásínum tíma mjög umdeild. Emil Jónsson átti manna mestan þátt í þeirri framkvæmd. Þannig mætti lengi hálda áfram. Emil Jónsson hefur víða mark- að spor til heilla og framfara, enda nýtur hann trausts og virðingar bæjarbúa almennt. Hann hefur átt setu í bæjarstjórn lengur en nokkur annar, eða óslitið frá 1930, og fimm sinnum hafa Hafn- firðingar falið honum umboð sitt á Alþingi. Það eru fleiri en Hafnfirðingar, sem stjnt hafa Emil traust og leitað til hans, þegar mikils hefur þótt við þurfa, bæði samstarfs- menn og andstæðingar. Þegar atvinnulífið hefur verið í vanda statt eða staðnað vegna Emil Jónsson, alþm. verkfálla, hefur verið leitað til Emils að leysa vandann. í sátta- néfnd ríkisins hefur hann verið talinn sjálfsagður af öllum. Slíks álits nýtur hann. Hann hefur heldur ekki brugðist vonum manna þar. Fyrir réttu ári síðan lagði hann, ásamt öðrum, nótt með degi til að leysa ein alvarlegustu átök, sem orðið hafa milli verkalýðs- ins og atvinnuveitenda. Fyrir hans frumkvæði var atvinnuleysis- sjóðurinn þá stofnaður og hafði það úrslitaáhrif á lausn deilunnar. Það má því með sanni segja að víða hefur Emils notið við til almennra hagsældar. Hafnfirðingar munu því kfósa hann nú á þing með sterkum meirihluta. Það ijrði þeim til sóma. kjósenda sinna og um leið að gera þá áhrifalausa. Þetta er vatn á millu íhaldsins og einasta leiðin fyrir það að halda völdum í landinu. Séu kjósendur því óá- nægðir með núverandi ástand og kjósi breytt viðhorf og aðgerðir, ber þeim skylda við sjálfa sig og þjóðfélagið að fylkja sér um hið vinstri sinnaða samstarf flokka þeirra, sem nú hafa tekið hönd- um saman. Séu menn hins vegar haldnir persónulegri valdafíkni og álíti sín úrræði hin einu réttu og að þar komi ekkert annað til greina, þá eiga þeir enga samleið með kosningabandalagi því, sem nú hefur verið myndað ,enda geta þeir menn tæplega talist nein- ir vinstri menn, þeir eru aðeins skósveinar íhaldsins og hjálpa því til þess að kljúfa raðir vinstri fylkingar þeirrar, sem vilja hnekkja valdaaðstöðu þess. Það liggur því í augum uppi, að hver sá aðili, sem ekki fylkir sér um þann frambjóðanda Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins, sem mestan möguleika hef- ur á hverjum stað, er aðeins í þjónustu íhaldsins og vinnur því sama gagn og þeir, sem opinber- lega styrkja það og vinna í þágu þess. I þjóðfélagi með lýðriæðis- skipulagi getur enginn fengið sínum vilja framgengt að öllu leyti. Styrkur lýðræðisins er ein- (Framhald á bls. 3)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.