Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.04.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.04.1956, Blaðsíða 3
ALÞÝÐITBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Frá íundnm Alpýðuílokksfélagsins Flokksstarf Alþýðuflokksfé- lagsins hefur gengið mjög vel að undanförnu. Á fundum félags- ins, sem oft hafa verið fjölmenn- ir, hafa vmis framkvæmdamál flokksins verið tekin til umræðu. Má þar fyrst nefna Krýsuvík. I framsögu var það mál rakið allýtarlega, allt frá því að kaup- in voru fest á eigninni til þessa tíma. Voru kaupin allsöguleg, ekki sízt vegná andstöðu ýmissa afla í bænum, sem töldu það ó- ráð hið mesta að festa kaup á þessu landi. Vildu þessir sömu aðilar síðan, þegar kaupin höfðu farið fram, láta skipta landinu milli einstaklinga þeirra, sem hug hefðu á að fá það, enda munu þá þessir sömu aðilar hafa verið búnir að koma auga á gróða þann, sem í orkunni bjó. Má segja að þar séu ótal möguleik- ar, svo sem til hitaveitu, raf- virkjunar, saltvinnslu, gróður- húsaræktunnar o. m. m. fl. Það má taka fram, að skömmu eftir að kaup höfðu verið fest á Krýsuvíkinni, lagði Emil Jóns- son til, að athuguð yrðu skilyrði til hitaveituframkvæmda fyrir Hafnarfjörð og Reykjavík, en á þeim árum var verið að athuga og undirbúa hitaveitufram- kvæmdirnar í Reykjavík. Ekki þótti þessi tillaga Emils þess virði þá, að hún væri at- huguð. Nú þykir sjálfsagt að at- huga þessa möguleika. Hann er orðinn æði langur umhugsunar- tími þessara manna. En góðar tillögur framsýnna manna sigra um síðir. Miklar framkvæmdir aðrar hafa átt sér stað í Krýsuvík. Full- lokið er ræktun nokkurra tuga hektara, og stór svæði eru í for- ræktun. Byggð hafa verið hús og fleiri byggingar. AUmiklar jarðboranir hafa verið fram- kvæmdar, en vegna vöntunar á fjármagni hefur hvorki þeim né öðru verið komið svo langt sem æskilegt væri. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar er eitt þeirra mála, sem oft hafa borið á góma. Tildrög þeirrar stofnunar var hið geigvænlega atvinnuleysi meðal hafnfirzks verkalýðs. Var ráðin mikil bót á því með stofnun Bæjarútgerðar- innar. Má fullyrða að útgerð þessi sé fyrirrennari allra ann- arra bæjarútgerða á íslandi. — Málstaður Sjálfstæðismanna í því máli er svo bágborinn, að óvíða mun annað eins, og er hann þó víða ófagur. Bygging Fiskiðjuvers Bæjar- útgerðarinnar var efni langs og ágæts fundar. Var það mál allt rakið frá byrjun. Komu þá fram margar og mjög athyglisverðar upplýsingar, sem allur almenn- ingur hefði gott af að kynnast. Hefur sumt af því verið rakið í Alþýðublaði Hafnarfjarðar fyr- ir stuttu. Eg vil eindregið ráð- leggja fólki að kynna sér vel þátt Alþýðuflokksins í því máli og framkomu Sjálfstæðisflokksins x málinu. Við þetta fyrirtæki ervi tengdar miklar vonir, hvað snertir batnandi afkomu Bæjar- útgerðarinnar og atvinnu aukn- ingu. Það gæti vel faiið svo, ef vel tækist til, að framtak þetta yrði svo vinsælt, að þeir, sem mest andæfa gegn því nú, vildu hafa gert annað og eigni sér það síðar. Kom mér í því sambandi til hugar ein þeirra spurninga við- skiptamálaráðherra, sem hann kastaði fram í síðustu eldhús- dagsumræðum. En hann spurði: „Hver vildi vera á móti byggingu hraðfrystihúsa?“ Máske hefur ráðherrann ætlað flokksbræðr- um sínum í Hafnarfirði spurn- inguna! Þá var rætt um byggingu Ráð- hússins og Bæjarbíós. Var bent á, hve mikla þýðingu bygging þessi hefur haft fyrir bæjarbúa. Áþreifanlegast hefur þetta kom- ið fram i sambandi við Sólvang, þetta myndarlega vistlieimili aldraða fólksins í bænum. Þar nýtur það hinnar beztu umönn- unar í góðum húsakynnum. Hver vill telja það eftir blessuðu gamla fólkinu? Hér hefur nú verið lítillega skýrt frá efni fjögurra funda. — Vafalaust hefðu margir bæjar- \ búar viljað vera á fundum þess- I aim og heyra þar mál manna i milliliðalaust. | Mætið því ætíð vel á fundum i Alþýðuflokksfélagsins. Þið, sem 1 ekki eruð í félaginu, en áhuga 1 hafið á að kynnast málum bæj- i arins, gangíð í félagið. I Síðar mun skýrt nánar frá i fleiri fundum félagsins. Fundarnxaður. i Orðscnding Um leið og ég fhjt alfarinn af landi burt, vil ég færa öll- mn þeim Hafnfirðingum, sem ég hef kijnnst og haft sam- skipti við, mínar beztu kveðjur og þakklæti. Verið öll bless- uð og sæl. JÓHANNES TRAP, garðyrkjustjóri. iiiiiiiiiimiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiiim iimmmmmmmmmimimmiiiimmmmimmmimimmii Nr. 8/1956. Stnidhöllin . . . (Framhald af bls. 4) \ þess að auka áhuga fólks fyr i ir SundhöIIinni og starfsemi | hennar og jafnframt, að þau I verði hvatning til ungra og gam- i alla að stunda enn betur þessa 1 hollu og nytsömu íþrótt. i Yngvi R. Baldvinsson. i TILKYNNING ! Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- | marksverð á unnum kjötvörum: I heildsölu I smásölu | Miðdagspylsur, pr. kg................kr. 20.50 24.25 Vínarpylsur og bjúgu, pr. kg.........•—• 22.10 26,20 j Kjötfars, pr. kg.....................— 13.90 16.50 Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. | i Reykjavík, 17. marz 1956. É Verðgæzlustjórinn. i iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmimmmmimmmmmmmim immmmmimmmmmiimmmmi'immmmiii Nr. 9/1956. Aíli bátanna á vertíðinni til 1. apríl Róð.fj. Afli kg. í net kg. Samt. kg. Hafbjörg ... 44 248.500 Reykjanes ... 40 229.230 Bl'örg ... 38 216.880 Guðbjörg ... 42 216.880 Dóra ... 36 198.175 Auður .. . 41 190.610 Orn Arnarson ... 28 - 160.040 Þorsteinn ... 34 149.620 Freyfaxi . . . 31 122.110 Fróðaklettur ... 31 195.420 76.200 271.620 Valþór ... 31 193.385 71.200 264.585 Stjarnar .. . 33 182.860 6.300 189.160 Fagriklettur ... 31 181.570 84.000 265.570 Fiskaklettur ... 30 175.280 64.200 239.480 Stefnir ... 32 158.290 33.500 191.790 Fjarðarklettur . . . 31 139.360 38.000 177.360 Fram ... 27 125.310 100.000 225.310 Flóaklettur .. . 25 118.160 79.500 197.660 Hafnfirðingur ... 22 106.500 73.000 179.500 Víðir . . . 26 188.600 143.700 332.300 Jóhannes Einarsson 167.400 Hreggviður 84.700 Goðaborg ... 14 80.300 84.700 Alls 667 3577.080 1021.700 - Vinstri eða hægri? (Framhald af bls. 1) mitt sá að verða að taka tillit til annarra og hagsmuna þeirra; 'r rnenn verða að vinna saman og | samræma skoðanir sínar og at- I hafnir. Þetta er á valdi okkar i kjósendanna. Ef við erum svo 1 þroskaðir að ljá ekki ævintýra- i mönnum og pólitískum óróa- \ seggjum fylgi okkar en treysta | málstað þeirra afla, sem sterk- i astar rætur eiga í þjóðlífinu, þá | eru menn þessir dæmdir úr leik, | hvort heldur þeir hafa áunnið i sér flokksnafn eða standa sem | einstaklingar. Islenzkir kjósendur geta nú | sýnt það í verki, fremur en oft i undanfarið að vilji þeir stemma | stigu við óheillaþróun þeirri, | sem ríkt hefur til þessa í íslenzku i atvinnu- og f jármálalífi, þá þurfa i þeir ekki annað en að Ijá kosn- i ingabandalagi Alþýðu- og 1 Framsóknarflokksins atkvæði | sitt á kjördegi. | TILKYNNING ; Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarksverð i á smjörlíki sem hér segir: | Niðurgreitt: Óniðurgreitt: | Heildsöluverð ................ kr. 5.17 kr. 10.00 Smásöluverð .................. — 6.00 — 11.00 ! Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. | I Reykjavík, 21. marz 1956. Verðgæzlustjórinn. 1 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111III lllltllllllllltllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHKIII lllllt111111111111111111111111IIIIIIIIIIMIItllllllllllllÍllllilll111111111111111 IIlllllllllllllllllllllllllllllllllll1111111111111111111111II Feritiingai’g'Jaffi* Kven- og karlmannsúr, högg- og vatns-þétt í miklu úrvali. Verð og gæði við allra hæfi. Litlir vekjarar, liálsfestar, armbönd og margt fleira. ÚRA- OG SKARTGRIPAVERZLUN IWaQnúsnv Quðlfiugssoniir Strandgötu 31. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii lllll■llllllllllllllllllllllll■llllllllllll■llll■llllll■■ 11111111111111111111 iiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiin iiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiimiiiiiiiiimMiiiiiiii iniiL' Meðalafli í róðri er 6.300 kg. ÞÝZK GOLFTKPPI 5 stærðir. Vönduð, falleg, ódýr. Kaupíélag Haíníir&inga Strandgötu - Símar 9224, 9159 ítalmferðin mikla heíst 5. inaí Kynnið yður áætlun þessarar glæsi- legu ferðar! HRINGIÐ! — SKRIFIÐ! — KOMIÐ! Reiðhjól fyrir unglinga og fullorðna. Reiðhjól er kærkomin fermingargjöf. Verð aðeins 995 krónur. Kaupíélag Haíníirðinga Strandgötu - Símar 9224, 9159 Orloí h.f. Simi 82265-6-7 lllllllllllllllll■llllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllltllHIIIIIIIIII•lllllllllll■lllllllllllllllll■l!l•■llll•l■ll■■■•llll>l■■l

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.