Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 28.04.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 28.04.1956, Blaðsíða 1
 Kaupið og lesið Alþýðublað Hafnai-fjarðar ALÞYÐUBLAÐ Hafið samband við kosningarskrif- stofu Alþýðu- flokksins IHIAJFÍ^AJRt IFJJA.IRHÐ)A,IRl XV. ARGANGUIl HAFNARFIRÐI, 28. APRIL 1956 7. TÖLUBLAÐ Húsfyllir á íyrsta fundi Alþýðu- flokksins og Framsöknarflokksins Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði og Framsóknarfélag Hafnar- f jarðar boðuðu til sameiginlegs fundar í Alþýðuliúsinu á föstudag- iim 20. þ. m. Frummælendur voru þeir Emil Jónsson, vitamála- stjóri og Eysteinn Jónsson, ráðherra. Aðrir ræðumenn voru þeir Guðmundur Gissurarson og Ami Gunnlaugsson frá Alþýðuflokkn- um og Guðmundur Þorláksson og Vilhjálmur Sveinsson frá Fram- sóknarflokknum. Fundarstjóri var Ólafur Þ. Kristjánsson og sagði hann líka nokkur orð. Fundurinn var afarfjölmennur, húsfyllir í háðum sölum og fullt frammi á ganginum. Emil Jónsson tók fvrstur til máls: HVERNIG VARÐ SAMSTARF-i IÐ MILLI ALÞÝÐUFLOKKS- INS OG FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS TIL? Á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins í nóvember síðastlið- inn var Ijóst. að Framsóknar- flokkurinn var mjög óánægður með samstarfið við Sjálfstæðis- flokkinn í ríkisstjórn. Var þá samþykkt að leita samstarfs við Framsóknarflokkinn og Þjóð- varnarflokkinn. Raddir komu þá fram um að leita einnig sam- starfs við Sósíalistaflokkinn, en fyrir því fékkst ekki meirihluti á flokksþingi Framsóknarflokks- ins né hjá miðstjórnarmeðlimum Alþýðuflokksins. Svör Framsókn arflokksins voru jákvæð og sam- þykkti flokksþing hans, í marz, að ganga til algerrar samvinnu við Alþýðuflokkinn. Svar Þjóð- varnarflokksins var hins vegar á þá leið, að ekki var unnt að taka það nema neitandi. Hafa nú Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gefið út yfirlýsingu, bæði um framboð og málefnasamvinnu að kosning- um loknum og er þessi yfirlýs- ing birt í Alþýðublaðinu og Tím- anum 19. apríl. HVAÐA RÖK LIQGJA FYRIR ÞESSU SAMSTARFI? Ástæðan fyrir þessu er hið sjúklega ástand í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Ekkert er þjóð- félaginu jafn-hættulegt og verð- þenslan, nema þá atvinnuleys- ið. Á síðustu sex árurn hefur framfærsluvísitalan hækkað um 80%. Bregðist trú fólksins á gildi peninganna skapast sjúkleg áfergja eftir fasteignuín og öðr- um þeim verðmætum, sem fólk vill fremur eiga en penmga. Af- leiðing þessa er lánfjárkreppa og mjög óvíst atvinnuástand. Atvinnuvegirnir hætta að bera sig óg fyr en varir getúr íhaldið og útsvörin atvinnuleysið skollið á. Gegn þessu hefur verið reynd gengis- felling, bátagjaldeyrir, styrkir m. m., en ekkert hefur dugað. Öngþveitið verður ekki umflúið, verði haldið áfram á sömu braut. Afnám verðlagseftirlitsins eykur líka á þessa óheillaþróun. Á þessu ástandi græða ein- ungis þeir, sem stunda óþarfa og óeðlilega milliliðastarfsemi, milliliðastarfsemi, sem þjóðfé- lagið hefur enga þörf fyrir. Mjög stór hópur manna lifir af starf- semi þessari og hefur af henni óliemju tekjur. Af þessum sök- um týnist mjög mikill hluti þjóð- arteknanna) hann hverfur á leið- inni frá framleiðendum til laun- þega. Nefndi ræðumáður nokk- ur dæmi þessa. HVERJU ER ÞÁ ÆTLAÐ AÐ NÁ MEÐ ÞESSU SAMKOMU- LAGI? Fyrst og fremst að koma efna- hagsstarfseminni á heilbrigðan grundvöll og tryggja ' vinnandi fólki afrakstur vinnu sinnar. Tryggja, að allar tekjur komi til skila og koma á fót heilbrigðum og eðlilegum verðlagsgrundvelli með samstarfi verkalýðsins og bændanna. Samstarf þetta, milli verkamanna og bænda, er höf- uðgrundvöllurinn. Takist það samstarf ekki, um verðlagsmál- in, er voðinn vís. I því sambandi benti ræðu- maður á, að stjórnmálayfirlýsing flokkanna væri í meginatriðum byggð á samþykktum flokks- stjórnarfundar Alþýðuflokksins frá í nóvember síðastliðnum, samþykktum flokkþings Fram- sóknarflokksins frá því í marz og ályktunum Alþýðusambands Is- lands. HVAÐA LÍKUR ERU TIL, AÐ GÓÐUR ÁRANGUR NÁIST? Eins og áður er sagt, hafa flokkarnir algera samstöðu um framboð, þ. e. þeir bjóða ekki fram hvor á móti öðrum. Er þá ætlazt til, að kjósendur Fram- sóknarflokksins kjósi frambjóð- endur Alþýðuflokksins, þar sem Alþýðuflokkurinn býður fram og kjósendur Alþýðuflokksins kjósi framb jóðendur F ramsjoknar- flokksins, þar sem Framsóknar- flokkurinn býður fram. Sé þetta gert, hefur Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn full- komna sigurmöguleika, miðað við tvennar síðustu kosningar. (Framhald d hls. 2) Hinn 17. febrúar s. 1. birtist ofurlítill greinarstúfur hér í blaðinu undir nafninu: Ihaldið og útsvörin. Þar var því haldið fram, að útsvörin í Reykjavík hafi hækkað um 43% frá því sem ákveðið var í fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1955. Þessi óþægilega staðreynd hefur farið svo í taugar aðstand- enda Hamars, að þeir eyða tveim dálkum af rúmi blaðsins til and- svara, en ferst ekki betur en svo, að þeir byggja hina vesælu vöm sína á FÖLSUÐUM TÖLUM. Það er staðreynd, að útsvör- in í Reykjavík voru ákveðin 101,4 millj. króna í fjárhags- áætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1955, en EKKI 110 millj. I ár er útsvarsupphæðin, sem Reykvíkingum er ætlað að F.n. íslandsineisi- arar í liaiidliiiaffleik Úrslit handknattleiksmóts ís- lands, urðu þau, að F. H. urðu Islandsmeistarar í meistara- flokki karla. 3. fl. b. urðu líka sigurvegarar í sínum flokki. Til hamingju með sigurinn. 32 lóðuni utlilutað Á bæjarstjórnarfundi 27. marz s. 1. var úthlutað 32 lóðum við væntanlega götu milli Reykja- víkurvegar og Tjarnarbrautar. Er lagning þessarar götu hafin og verður lögð í hana víð vatns- æð, sem bæta mun úr vatnsskorti í Vesturbænum. Frá fundinum í Alþýðuhúsinu greiða, 144 millj. 347 þús. kr. Að fengnum þessum upplýs- ingijm getur greinarhöfundur spreytt sig á að reikna út, hve mikil þessi hækkun sé í prósent- vís. Vafalaust fær hann út úr dæminu 31%! en ekki 43% eins og venjulegir menn sjá að hækkun- in er. Það er ekki furða, að mað- ur sem svona leikin er í meðferð talna, telji sig þess umkominn að brigzla öðrum unr vankunnáttu! Hitt er furðulegt, að Hamar skuli læða því út, að íhaldið reykvíska hafi plokkað af Reyk- víkingum 8,6 millj. kr. í útsvör árið 1955 UMFRAM ÞAÐ sem ákveðið var í fjárhagsáætlun. — Vafalajust fer Hamar þar með rétt mál, þótt þessar upplýsingar komi úr hörðustu átt. Og í þessu sambandi væri ekki úr vegi að spyrja: Hvað hefði Hamar sagt um hvílíkan verknað hjá bæjar- stjórnarmeirihlutanum í Hafn- arfirði? En Hamar lætur sér vafalaust ekki muna um nokkr- ar milljónir, ef íhaldið á í hlut, og það er vissulega í samræmi við siðgæðishugmyndir kapp- anna í Lýsi og Mjöl-málinu al- ræmda. Ihaldið hefur ekki af miklu að státa í sambandi við stjórn sína á bæjarmálefnum Reykjavíkur. Þrátt fyrir iniklu auðveldari aðstöðu á öllum svið- um er samanburðurinn við Hafn- arfjörð íhaldinu mjög óhag- stæður. Þrátt fyrir það, að útsvörin væru liækkuð um 43% í Reykja- vík, var ákveðið að skera fram- lag Reykjavíkurbæjar til íbúða- bygginga um 19% frá því sem var í fjárbagsáætlun árið 1955. — íhaldið felldi allar tillögur minnihlutaflokkanna um spam- að á skrifstofukostnaði Reykja- víkurbæjar, en ákvað þess í stað að hækka skrifstofukostnað bæj- arskrifstofanna um 26%. Sem dæmi um hækkunarbrjálæðið má nefna, að kostnaður við skjalasafn Reykjavíkurbæjar á að hækka um 150% á þessu ári! íhaldið í Reykjavík felldi að hækka framlag til verkamanna- bústaða, það felldi að heimila lántöku til íbúðabygginga, sem reistar væru í stað bragga og heilsuspillandi húsnæðis. Og svona mætti Iengi telja. Allar þessar staðreyndir getur talna- sérfræðingur Hamars haft í huga næst, þegar hann fer á stúfana til þess að birta almenningi speki sína..

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.