Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 12.05.1956, Page 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 12.05.1956, Page 1
Athugið sem allra fijrst, hvort þér eruð á kjörskrá ALÞYÐ UB LAD AUir launþegar kaupa og lesa Alþýðublað Hafnarfjarðar IHIAvlFI^AJRl IF JJAIRMD) Alffl XV. ÁRGANGUR HAFNARFJRÐI, 12. MAÍ 1956 8. TÖLUBLAÐ Sjálfstæðisflokkurinn á sökina Afleiðing stefnu þeirra, öngþveiti og erfiðleikar Það er löngu vitað að stefna sú, sem ráðið hefur undanfárið í ríkisstjórn- inni og á Alþingi getur aðeins leitt til hruns fjárhagslífsins og atvinnuleysis. Er svo komið að ekki einn einasti vitiborinn maður trúir á úrræði og ráð þau, sem beitt hefur verið og hver einasti maður, sem eitthvað kemur nærri þessum málum veit að hrunið er á næstu grösum. Hér á eftir er bent á örfáar staðreyndir í málum þessum og ætt.u menn sjálfra sín vegna að kynna sér það, sem um mál þessi er sagt. Allir, sem íylgjast með í opinberum málum vita hversu alvar- legt ástandið er í fjármálum og atvinnumálum þjóðarinnar. Munu slíks ekki mörg dæmi. Lánsfjárskorturinn er svo mikill, að bank- amir hafa ekki einu sinni fjármagn til þess að lána þeim, sem fisk- veiðar stunda nægilegt fé og er þó þar um að ræða þýðingarmesta atvinnuveg þjóðarinnar. Bændur standa í hreinustum vandræðum þar eð þeir geta ekki fengið rekstararlán svo að búskapurinn verði rekinn á liagkvæman hátt. Iðnaðurinn er víða meira og minna lam- aður þar sem iðnrekendur skortir lánsfé fyrir hráefni og til þess að greiða vinnulaun þess. Gjaldeyrisástandið er svo bágborið að það eru stórkostlegir erfiðleikar á því að borga nauðsynlegustu matvömr, framleiðslu- vömr til atvinnuveganna og verðfestingarvörur ýmist fást ekki eða þá svo tregt og lítið að stór vandræði hljótast af. Því miður er þetta svona á fjölmörgum sviðum f jármála og at- hafnalífsins, vandræði, öngþveiti og erfiðleikar, sem engin leið virðist að lag, nema með algerri stefnubreytingu. HVER ER* ÁSTÆÐAN? Það gefur auga leið að ein- hverjar sérstakar ástæður hljóta að vera fýrir þessu ófremdará- standi. Öheillaþróun þessi hófst með gengisfellingunni 1950. Þegar gengi íslenzku krónunnar var fellt í óþökk launastéttanna og talsvert mikils hluta atvinnurek- enda, fór fyrst fyrir alvöru að síga á ógæfuhliðina. Launþegarnir gátu ekki tekið því þegjandi, sem ekki var held- ur von, að öllum þunga hinnar vaxandi dýrtíðar yrði skellt á bök þeirra. Gróði sá, sem atvinnuvegun- um átti að verða af gengislækk- uninni varð enginn. Hinn inn- lendi og erlendi kostnaður við framleiðsluna óx meira en gróða gengisfellingarinnar nam. Hef- ur jafnt og þétt sigið á ógæfu- hliðina í þessum efnum síðan og er nú svo komið að á síðustu sex árum hefur framfærsluvísitalan hækkað um 80%, eða úr 100 í 180. — Mun þetta vera heims- met. Allur áróðurskraftur íhalds- ins hefur verið lagður í að telja þjóðinni trú um, að þetta væri verkamönnum og Iaunþegum að kenna. Hefur áróður aðal- málgagns Sjálfstæðisflokksins verið svo svívirðilegur, þegar .hækkanir hafa átt sér stað, hvort heldur það liefur verið fyrir áhrif stjómarvaldanna eða annarra aðila, að kalla það „KVEÐJU FRÁ SÍÐASTA VERKFALLI“. Þetta er beinlínis hið sama og segja: þið verkamenn og launþegar hafið engan rétt til þess að létta af ykkur neinum hluta vaxandi dýrtíðar, þið eig- ið að taka við því, sem að ykk- ur er rétt í þessum efnum og hafið engan rétt til þess að mögla!!! HVAÐ VERÐUR UM FJÁRMAGNIÐ? Því virðist erfitt að svara í fyrstu. Framleiðslan er mikil og gefur af sér óhemju fjánnagn og þó að krónan sé ekki verð- mikil er talan þó há. Það virðist sem mikill hluti fjármagnsins hverfi eða týnist í stað þess að velta, eins og því er ætlað, frá einni starfsgrein til annarrar. Þetta er líka svo. Nokkrir ein- staklingar og fyrirtæki hafa að- stöðu til að safna óhemju fjár- magni, svo að það er ævintýri líkast. Yfir þetta f jármagn komast aðilar þessir með alls konar milli- liðastarfsemi, sem oft er þjóðfé- laginu lítt þörf og í mörgurn til- fellum skaðleg, eins og hún er rekin. Þeir ná til sín því sparifé þjóðarinnar, sem til er og festa það í ýmsum þeim fasteignum, sem með aðgerðmn þeirra og bandamanna þeirra, gefa óeðli- lega mikinn arð. Við þetta líða atvinnuvegirnir, þeir missa tökin á lánsfénu og síðan vinnuaflinu. Allt er þetta óeðlilegt ástand og skapar ringulreið og öngþveiti. HVERRA ER SÖKIN? Sökin liggur fyrst og fremst hjá Sjálfstæðisflokknum. Flokk- ur þessi er yfirlýstur sérhags- munaflokkur og hefur alltaf unn- ið markvisst að því að tryggja öllum þeim, sem sérhagsmUna hafa að gæta hin ríflegustu fríð- indi á kostnað almennings. Komi það fyrir, að flokkur þessi sé þvingaður til þess, í orði kveðnu, að reisa einhverjar skorður við sérhagsmunum þessum, þá hefur hann alltaf haft bolmagn til þess að láta þau öfl, sem um fram- kvæmdirnar eiga að annast, vinna þannig að framkvæmdir þeirra hamlana, sem settar hafa verið, hafa brugðist í svo mikils- verðum atriðum og þýðingar- miklum, að hömlurnar liafa engu því til leiðar komið, sem þeim var ætlað. Með þessu hefur Sjálf- stæðisflokkurinn únnið tvennt; í fyrsta lagi að eyðileggja anda og tilgang allra þeirra ráðstafanna,, sem átt hafa að vinna á móti óeðlilegum einkahagsmunum á kostnað fjöldans, og í öðru lagi, (Frmnhdd á hls. 3) Namwtaðii ílialdw o$> komma Svo einkennilega vill nú til að Sjálfstæðisflokkurinn legg- ur sig alls staðar fram, hvar sem hann getur því við komið að fjölmenna á fundi þeirra kommúnista og klappa þar meira en allir aðrir. Hver er tilgangurinn hjá Sjálfstæðisflokknum? Alla tíð hefur Sjálfstæðisflokkurinn, beint og óbeint, stuðst við kommúnistana, þeir geta livorugir án annars lifað, líf Sjálfstæðisflokksins byggist á tilveru kommúnista og hvar sein íhaldið má sín einhvers í heiminum fylgja konnnúnist- amir því eins og skugginn sólinni. Glöggt dæmi þessa er Hafnarfjörður. Meðan íhaldið var hér Iítils megnugt höfðu kommúnistar hér engin áhrif, en strax og íhaldið efldist hér í bæ fjölgaði kommúnistunum. Ef bæjarbúar losa sig betur við áhrif íhaldsins í bænum, er það örugg reynsla að atkvæðum kommúnista fækkar líka. Þetta geta kjósendur auðveldlega gert með því að kjósa frambjóðanda Alþýðuflokksins og Framsóknai-flokksins á kjördegi. Munið að kjósa Emil Jónsson! Koiiiiiiiini§tiir héi* í hæ ■ þjóiiiistu Fl^genrin^§ Það er þegar ljóst í upphafi kosningabaráttunnar, að aðaláhuga- mál kommúnistanna í Hafnarfirði og félaga þeirra, sem mynda Alþýðubandalag kommúnista, er það að hindra, að frambjóðandi Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, nái kosningu, en Flygenring haldi þingsætinu. — Það er öll „vinstri mennskan" hjá kommúnistum. Sannast hér enn einu sinni sá sannleikur, að í rauninni eru komm- únistar engir vinstri menn, heldur þröngsýnir hægri meim. Til sönnunar um liðveizlu kommúnistanna og félaga þeirra við Flygenring skulu hér tilfærð tvö sláandi dæmi: Á fundi, er kommúnistabandalagið efndi til hér í bæ fyrir stuttu, kryfjuðu ræðumenn kommúnista undantekningarlaust sama róg- sönginn um hinn „vonda“ Alþýðuflokk. Hins vegar ar ekki minnst einu styggðaryrði á íhaldið í Hafnarfirði og frambjóðanda þess, Ingólf Flygenring. Og svo rammt kvað að íhaldsþjónustunni á þeim fundi, að sjálfur höfuðpaurinn Hannibal hélt sem fastast að sér höndum, er á hann var skorað á fundinum að klappa fyrir þeirri ósk allra einlægra íhaldsandstæðinga að fella Ingólf Flygen- ring frá kosningu. I blaði kommúnistabandalagsins, Utsýn, var fyrir skömmu skrif- að um þörfina á því að fella íhaldsmanninn Kjartan Jóhannsson á Isafirði, íhaldsmanninn Einar Ingimundarson á Siglufirði, en Alþýðuflokksmanninn Emil Jónsson í Hafnarfirði. — Þar var ekki minnst á þörfina að fella Ingólf Flygenring, sem nú er þingmað- ur íhaldsins í Hafnarfirði. Þarf nokkur nú að efast um, hvað stuðningur við Alþýðubanda- lagið í Hafnarfirði þýðir? Sá stuðningur er ekkert annaið en lið- veizla við Flygenring. Mér finnst, launþegar, að Ingólfur Flygenring hafi m. a. með framkomu sinni í síðasta verkfalli við stétt okkar, stórhneykslan- leg afskipti sín af hinum alræmdu hlutabréfakaupum íhaldsmann- anna í Lýsi og Mjöl unnið til annars en trausts okkar launþeg- anna. Það er skylda allra heilsteyptra alþýðumanna og kvenna að kol- fella Flygenring frá kosningu. Og það verður aðeins gert á einn liátt, og það er að sameinast öll um frambjóðanda Alþýðuflokksins. — Sigur Alþýðuflokksins í næstu kosningum er sómi Hafnfirðinga. Launþegar! Látum ekki hjálparsveina Flygenrings, kommún- istanna, sundra röðum okkar. Sameinumst öll gegn ílialdinu í órofa fylkingu um frambjóðanda Alþýðuflokksins. Nú reynir á, hve heilsteyptir við launþegar erum og trúir málstað okkar. Launþegi.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.