Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1956, Qupperneq 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1956, Qupperneq 1
Munið að kjósa áð- ur en jx'ir farið úr bænum. ALÞYÐ UBLAD Álþýðuflokksfólk! Leggið ijkkar skerf í kosningasfóðinn. IHJ/y F Py AIRY IFJJA.IRHEdA.IRY XV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 29. MAI 1956 9. TÖLUBLAÐ HIJSIVÆÐISSKORTIJRIM URBÆTUR Verkamannabústaðirnir við Álfaskeið. (Lfósm.: H. H.) Verkamannabústaðirnir eru árang- urinn af samstarfi Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins Al]>ýdu£lokki§ifólk og: §tnðii> iiigrsiiiciin Al])ýðnflokk§in§ í Iflafiiarffrði Styrkið kosningasjóðinn og komið með fram- lög ykkar á kosningaskrifstofuna í Alþýðuhús- inu, Þar er opið frá kl. 10 til 10, alla daga. » Kosningar kosta peninga og verum nú sam- taka. — Margt smátt gerir eitt stórt. Fjáisöfnunainefnd Alþýðuflokksins. Húsnæðisskorturinn hefur um langt skeið verið eitt erfiðasta viðfangsefni bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar. Hér í bæ hafa verið betri lífskjör og afkoma en víða annars staðar, og hingað hefur fólkið leitað víðsvegar að af landinu. Fólksfjölguninni hefur bærinn mætt með margvís- legri fyrirgreiðslu og stórstígum framkvæmdum, enda hafa byggst upp heil byggðahverfi á skömm- um tíma. En þrátt fyrir ört vaxandi byggð og bætt- an húsakost er stöðug húsnæðisvöntun, sem kallar á aðgerðir þess opinbera til útbóta að meira eða minna leyti. líklega til af því, að flestir játa að margar íbúðir hér í bæ eru með öllu óboðlegar. En hér er ólíku blandað saman. Það er tvímælalaust, að margar íbúð- ir eru ónothæfar, en hitt er jafn tvímælalaust að þetta frumvárpskríli hv. 2. þm. Reykjavíkur ræður enga bót á því meini. Þvert á móti er lík- legt og jafnvel víst, að afleið- ingarnar verða gagnstæðar því, sem til er ætlast!" Ekki er nú skilningnum fyrir að fara úr þessari átt. Svipuð voru ummæli annarra flokks- bræðra Ólafs og sögðu þeir meðal annars, að þeir sæju eftir þeim tíma, sem færi í að ræða þetta mál. En hvers vegna var frumvarp- ið um verkamannabústaði sam- þykkt á Alþingi? Það var vegna þess, að íhaldið var þá í minni- hluta og áhrifalaust í þinginu. Það var vegna þess að Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn höfðu meirihluta á Alþingi. Alþýðuflokkurinn bar frumvarp- ið fram og fékk það samþykkt í samstarfi við Framsóknarflokk- inn. Arangurinn af setningu laga þessara er degrnum ljósari liér í Hafnarfirði, sem í öðrum kaup- stöðum landsins. Fjölbýlishúsin. Þetta byggingarfyrirkomulag hefur marga góða kosti. Bygg- ingarkostnaðurinn er tvímæla- laust hagkvæmari en á einbýlis- húsunum og b'yggðin dreifist minna út. Alþýðuflokkurinn hafði það á stefnuskrá sinni við síðustu bæj- arstjórnarkosningar að bærinn tæki að sér forgöngu um bygg- ingu f jölbýlishúsa og er eitt slíkt hús í byggingu á Hvaleyrarholt- inu. I þessu húsi eru 6 þriggja (Framhald á bls. 2) Verkamannabústaðirnir. Bygging verkamannabústaða hefur reynst mesta bjargræði í liúsnæðismálunum fyrir alla al- þýðu manna. Lögin um verka- mannabústaði og framkvæmd þeirra mörkuðu tímamót í liý- býlakosti almennings. Aður voru það talin óumflýjanleg örlög þeirra fátæku og barnmörgu að búa í kjöllurum og á hanabjálk- um. — Verkamannabústaðirnir hafa verið annað og meira en vera stór þáttur til úrbóta í hús- næðisskorti bæjanna. Þeir hafa valdið straumhvörfum í hugsun manna og haft ómetanleg menn- ingarleg áhrif. En fróðlegt væri nú að rifja upp livernig Sjálf- stæðisflokkurinn brást við þessu þjóðþrifa og menningarmáli á sínum tíma. Þegar lögin um verkamanna- bústaði voru til umræðu fórust Ólafi Thors orð á þessa leið: „Að menn tala um þetta frumvarp, sem stórmál kemur Fjölbýlishúsið við Melabraut. (Lfósm.:

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.