Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1956, Qupperneq 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1956, Qupperneq 2
2 ALÞÝBUBLAS HAFNABFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ÚTGEFANDI: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Eyjólfur Guðmundsson, (stmi 9607). AFGREIÐSLA í ALÞÝÐUHÚSINU SÍMI 9499. PRENTSMIOJA HAFNARFJAROAR H.F. íhaldsins eina von Cífsskoðun og stiórnmál Hvaða þjóðfélagsstefna sam rýmist Iíf§ikoðnn þiiini? Meginátökin í kosningum þeim til Alþingis, sem fram eiga að fara 24. júní n. k. verða á milli Sjálfstæðisflokksins annars- vegar og bandalags Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokks- ins hins vegar. Sjálfstæðisflokk- urinn fékk við síðustu alþingis- kosningar 21 mann kosinn, en Alþýðuflokkurinn og Framsókn samanlagt 22. Voru þó þá þessir tveir síðastnefndu flokkar í and- stöðu, og barðist hver útaf fyrir sig. Ef sami háttur hefði verið hafður á þá um framboð, og nú hefur tekizt samkomulag um og allir kjósendur þessara flokka staðið saman um það, hefðu flokkamir fengið hreinan meiri hluta á Alþingi. Að þessu er nú stefnt með fullkominni samstöðu Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins í kosningunum, sam- eiginlegri stefnuskrá og fyrir- heiti um algera samvinnu á Al- þingi að kosningunum loknum. I fyrsta sinn, í nærri tvo ára- tugi, sér því nú hylla undir þann möguleika að hægt verði að mynda ríkisstjórn, án þess að áhrifa Sjálfstæðisflokksins gæti þar, en sá flokkur hefur síðan 1939 átt fulltrúa í öllum ríkisstjómum er síðan hafa setið ,og mótað stefnu þeirra að verulegu leiti, stundum meira, stundum minna, en alltaf nokkuð. En nú, þegar samkomulag hefur náðst milli þessara tveggja flokka Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks og um stefnuskrá, sem í grundvallaratriðum byggir á stefnuskrá, sem AI|- þýðusambandsstjórnin sjálf hefur mótað, þá bregður svo við, að hinir ágætu kommún- isar — öðm nafni Sameiningar- flokkur alþýðu, ætlar að ærast og telur nauðsynlegt að bregða sér í nýtt gervi, er kallað hefur verið Alþýðubandalag, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fái þann meiri hluta á Alþingi, sem nauðsynlegur er til þess að hrinda þessari stefnuskrá í framkvæmd. Og til þess að kóróna verkið, er reynt að beita verkalýðsfélögun- um fyrir í þessari baráttu þeirra til þess að koma í veg fyrir að hægt verði á Alþingi að koma í framkvæmd, með öruggum meiri hluta, stefnuskránni. Hér er sýnilega ekki verið að berjast fyrir hagsmunum ís- lenzks verkalýðs. Hér er verið að berjast fyrir lífi kommúnista- flokks Islands, sem áður hét, að- eins með hagsmuni verkalýðsins að yfirvarpi. Það er öllum Ijóst að Alþýðu- bandalagið sem svo nefnir sig getur ekki fengið þá aðstöðu á Alþingi, sem þarf til þess að hrinda þessum málum þar í framkvæmd. Einasti möguleik- inn til þess, raunverulegur, er fólginn í samvinnu Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks. Barátta Alþýðubandalagsins, fyrir kjörfylgi, kommúnistum til handa, er því raunverulega barátta gegn hagsmunum þeirra, sem þefr segjast vera að berjast fyrir. En það er einn aðili í þessum kosningum sem græðir á haráttu Alþýðubanda- Iagsins og það er íhaldið. I fjölda mörgum kjördæmum berst íhaldið nú vonlítilli bar- áttu. Eina von þess er sú, að Alþýðubandalagi og þjóðvarna- flokki takist að véla svo um fyr- ir nægilega mörgum, úr hópi AI- þýðuflokks og Framsóknar- flokks, að það dugi til þess að Sjálfstæðisflokksframbjóðandi komist að. Það er með öðrum orðum ekki á eigin verðleika, sem Sjálfstæðisflokkurinn setur sitt traust frekar en vant er, heldur á klofningsstarfsemi kommúnista. Og það er ekki í fyrsta sinn, sem reynt er að fljóta á þeim bjarghring. Hér í Hafnarfirði ,eins og víð- ar þar, sem Sjálfstæðisflokkurinn er í yfirvofandi hættu með að missa kjördæmi, er eins og Al- þýðubandalagið hamist hvað mest við að reyna að ná fylgi frá Alþýðuflokknum, og vinna þannig að kosningu íhaldsfram- bjóðandans. Þessi starfsemi komm- únistanna í Alþýðu- bandalaginu, er nú í- haldsins eina von — en einnig hún mun láta sér til skammar verða. Hver ábyrgur, hugsandi þjóð- félagsþegn, sem vill byggja á ákveðinni kjölfestu í lífsviðhorfi sínu, kemst ekki hjá því að taka einbeitta afstöðu í stjórnmálum. I leit sinni að því, sem hann hyggur sannast og réttast og mannkyninu fyrir beztu, er skylda hvers manns við dóm- greind sína að komast að kjarna málsins, og fyrst spyrja sjálfan sig: „Hvaða þjóðfélagsstefna í stjómmálum samrýmist lífsskoð- un minni“? Jafnaðarstefnan er sú þjóð- málastefna, sem Alþýðuflokkur- inn á Islandi og jafnaðarmanna- flokkar um allan heim boða og vilja, að verði lögð til grundvall- ar í samskiptum manna. Jafnað- arstefnan er bæði göfug, háleit hugsjón og raunhæf, réttlát og kristileg leið til að leysa þjóðfé- lagsvandamálin. Hún grundvall- ast á virðingu fyrir mannhelgi, frelsi til handa öllum jafnt, og al- hliða öryggi gegn skorti og ör- birgð. Eftir leiðum jafnaðarstefn- unnar á að vera unnt að skapa réttlátt þjóðfélag, þar sem fjár- málaspilling auðhyggjumann- anna og kúgunarvald einræðis- manna er utangarðs og áhrifa- laust, en stjórnað er í anda krist- indóms og sannrar siðmenningar. Kjörorð jafnaðarstefnunnar eru: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Frelsishugsjón jafnaðarmanna er hin jákvæða frelsiskenning, sem boðar og styður frelsi al- þýðumannsins til að fá að lifa lífinu án ótta við skort og kúgun, og fá notið hæfileika sinna án til- lits til peningaauðs og valds. — Gagnstætt þessu er svo hin nei- kvæða frelsiskenning ihalds- mannanna og ófrelsisskipulag kommúnismans. Jafnaðarmenn fordæma þá kenningu íhaldsmanna, að völd og virðing eigi að fara eftir ver- aldlegum auði einstaklinganna, og auðhyggjumenn hafi aðstöðu til í krafti peningavalds síns að hafa áhrif á hugi fólks í stjóm- málalegum efnum. Slíkt er frelsi þess ríka til að reyna að ráða yfir sannfæringu þess fátæka. — Frelsiskenning Sjálfstæðisflokks- ins er réttilega túlkuð með orð- um formanns flokksins, Ólafs Thors, er sagði nýlega á lands- fundi flokksins m. a. þessi orð: „VIÐ BERJUMST ÞVÍ FYR- IR HAGSMUNUM OKKAR“, og er þetta sannarlega athygl- isverð játning. Þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins hér í Hafn- arfirði lifir og í sama hugsana- heimi. Hann játaði það kinn- roðalaust fyrir dómstólnum í Lýsi og Mjöl — málinu að hann hefði keypt hlutabréf- in í Lýsi og Mjöl h.f. til að vinna gegn hagsmunum bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar í félaginu og þar með alls almennings þessa bæjar. Þetta gerði maður, sem tilnefndur var sem fulltrúi bæjarins í stjóm Lýsi og Mjöl h.f.!! — Telur þú nú, góði les- andi, að ,,einkaframtak“ það, sem Flygenring sýndi við kaup sín á hlutabréfunum, sé í þágu þína eða „frelsishugmynd" hans og siðgæðismat í meðferð opinberra fjármuna sé í sam- ræmi við þína lífsskoðun? — Ef þú svarar þessari spurningu neitandi, sem flestir hljóta að gera, hvernig í ósköpunum gæti einhver ykkar þá fengið sig til að veita manninum traust í næstu kosningum? — Það væri sama og að svíkja sjálfan sig. Jafnaðarmenn fordæma og kúgunar — og ófrelsisskipulag kommúnismans, sem nú hefur sannast til fulls, að í framkvæmd er ekkert annað en svartasta aft- urhald. Kommúnismann má kalla heiðindóm nútímans, og í ríki hans, Rússlandi, hafa hinar helgustu hugsjónir sósíalismans verið fótum troðnar. Sönn jafn- aðarstefna verður aklrei fram- kvæmd með einræðisskipulagi, því að öllu einræði hefur alltaf fylgt harðstjórn. Kommúnism- ann má því skoða jafnt sem kapi- talismann óvin jafnaðarstefn- unnar, því að í raun hefur komm- únisminn reynzt ekkert annað en ríkiskapitalismi, þar sem hálaun- aðir einvaldar kúga verkalýðinn til hlýðni með miskunnarlausri harðstjórn, og fjöldamorð geta viðgengist. Hvernig getur annað eins og þetta átt samúð hugsandi fólks á íslandi? Mannkynið hefur svo sannar- lega í dag þörf fyrir iirræði jafn- aðarstefnunnar. Stórlega aukin áhrif jafnaðarmanna og annarra (Framhald af hls. 1) herbergja og 6 tveggja herbergja íbúðir og væntanlega verður hús- ið fullgert á þessu ári. Alþýðuflokkurinn mun kosta kapps að framhald verði á slík- um byggingum, en samkvæmt skipulagi eiga þær að koma meðfram Suðurlandsbraut í sömu röð og hús það, er þegar er reist. Smáíbúahúsin. Byggingafyrirkomulag þetta hefur þá kosti, að það örfar til sjálfsbjargar og gerir fólki kleift að koma upp þaki yfir höfuðið með eigin vinnu og aðstandenda. Hafa margir sýnt frábæran dugn- að í þessu efni og með undra- verðum árangri. Bærinn hefur lagt sig mjög fram um að verða við óskum þessa fólks með lóða- veitingar og annað er gert frjálslyndra umbótarmanna er eina varanlega tryggingin fyrir friði og hamingju. Ranglæti og spilling kapitalismans og villi- mennska kommúnismans er hvort tveggja jafnmikil ógnun við velferð mannkynsins. Munum þann sannleika, að Sjálfstæðisflokkurinn er brjóst- vörn sérhagsmunamannanna í þjóðfélagi voru, og Alþýðu- bandalagið svo nefnda er að kjama til íslenzki kommúnista- flokkurinn í nýrri yfirhöfn, en með sömu sál. Það er mergurinn málsins. Slagorð um „verkalýðs- einingu" og „Stétt með Stétt“ fá þar engu haggað. Efling komm- únistaflokks verður alltaf vatn á myllu sérhyggjuvaldsins, og öfl- ugur flokkur sérhyggjumanna er eini grundvöllurinn fyrir við- gangi kommúnistaflokks. Það sannar reynslan svo ótvírætt. Jafnaðarstefnan þarf á lið- sinni allra hugsandi manna og kvenna að halda. Það er gæfu- spor að gerast jafnaðarmaður og skylda við fagra hugsjón að hafa dug og kjark til að berjast til sigurs, stöðugur með stefnu sinni og flokki. Veljum rétta lífsskoðun! Veljum jafnaðarstefnuna! Veljum Alþýðuflokkinn! Á. jfluiiur cr nií á Hinn 25. apríl 1956 birtist eft- irfarandi frétt í Berlingske Tid- ene. Á fimmtudaginn lækka mjólk- urvörur aftur. Nemur lækkunin 3 aurum á líter af mjólk, en frá 15 til 5 aurum á líter af rjóma eftir því í hvaða flokki hann er. Þannig er það þarð sem íhald- ið er sett hjá. hefur fólki kleift að byggja. — Þessar byggingar hafa hins veg- ar þann ókost að bæirnir þenj- ast óeðlilega út, sem hefur í för með sér gífurlegan kostnað fyr- ir bæjarfélagið. Heil byggðahverfi hafa byggst upp með smáíbúðahúsum svo sem eins og í Kinnunum, og ber það ljósan vott um stórhug þeirra, sem byggt hafa og góðan skilning bæjaryfirvaldanna á þörfum og óskum þessa fólks. Alþýðuflokkurinn mun leggja höfuðáherzlu á bygg- ingu verkamannabústaða þar sem það byggingarform hefur reynzt það heppilegasta fyrir alþýðuna hér við sjóinn. Jafn- framt mun hann stuðla að öðr- um þeim leiðum í byggingar- málum er hér hafa verið gerð að umræðuefni. Séu kosningatölur þriggja síðustu alþingiskosninga athugaðar hér i bæ, kemur í Ijós að fylgi kommúnistanna fer alltaf minnkandi. 1946 fá þeir 410 atkvæði af 2318 greiddum atkvæðum. 1949 fá þeir 390 atkvæði af 2645 greiddum atkvæðum. 1953 fá þeir 319 atkvæði af 2963 greiddum atkvæðum. Húsnæðisskorlurinn - fjrbætur

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.