Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1956, Side 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1956, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 »Sjálfstæðishugsjón“ íhalds ins í framkvæmd: flokkur, sem kennir sig vid sjáfstnði berst fgrir vnrnn- legri hersetu í Inndinu n friðnrtímum I kosningura þeim, sem fram i undan eru, verða það einkum 2 mál, sem afstaða hvers kjósenda til flokkanna hlýtur að mótast að verulegu leyti af. Þessi mál eru efnahagsmálin og varnarmálin. Um varnarmálin hefur verið þyrlað upp miklu moldviðri á undanförnum árum. Sérstaklega hefur málflutningur kommún- ista og Þjóðvarnarmanna verið villandi og óábyrgur. Það er því nauðsynlegt, að rifjaðar séu upp helztu staðreyndir í málinu. Það er þá fyrst til að taka, að íslendingar gerðust aðilar að Norðtir-Atlantshaf sbandalaginu, þegar það var stofnað árið 1949. Astæðan fyrir stofnun þessa bandalags var vaxandi ófriðar- og árásarhætta í Evrópu. Komm- únistahættan fór vaxandi. Hinn geðsjúki einvaldur, Stalin, var búinn að innlima í Rússland hvert smáríkið af öðru og í öðr- um löndum var hann búinn að koma á kommúnistiskum lepp- stjórnum, sem í einu og öllu lutu vilja hans. Berlínardeilan sýndi glöggt, að við öllu mátti búast af hendi Rússa. Þeir voru gráir fyrir járnum og höfðu ekki minnkað herafla sinn eins og lýð- í'æðisþjóðirnar gerðu eftir síð- i-istu heimsstyrjöld. .Lýðræðisrík- in sáu því, að ef þau áttu ekki að standa berskjölduð og óvið- búin, ef Rússar hyggðust færa út kvíarnar enn meir en orðið var, yrðu þau að standa saman og mynda með sér öflug varnar- samtök. Og þessi varnarsamtök, sem stofnuð voru, er Norður-At- lantshafsbandalagið. íslendingar gerðust aðilar að þessu banda- lagi strax við stofnun þess og lýstu þar með yfir, að þeir vildu hafa samstöðu með öðrum lýð- ræðisþjóðum til verndar friði og öryggi í heiminum. Jafnframt viðurkenndu þeir þá augljósu staðreynd, að eina raunhæfa að- gerðin til þess að draga úr árás- arhættunni væru sameiginlegar varnir lýðræðisríkjanna. En i sambandi við þátttöku Islands í bandalaginu, var það skýrt tek- ið fram, af hálfu íslendinga, og viðurkennt af öðrum bandalags- ríkjum, að Islendingar þyrftu ekki að stofna eigin her eð^ hafa erlendan her hér á landi gegn eigin vilja. Oll ákvörðun um það er í höndum íslendinga sjálfra og engra annarra. Höfutilgangi bandalagsins, að sporna við frekari útþenslu og yfirgangi Rússa, hefur verið náð. En annar aðalþátturinn, sá að draga úr ófriðarhættunni kom ekki strax í ljós, heldur fór ófrið- arhættan vaxandi og náði há- marki 1951 þegar Kóreustyrjöld- in geisaði og flestar þjóðir Nor- ur-Atlantshafsbandalagsins voru orðnar þátttakendur í henni. Þá var ástandið orðið þannig, að bú- ast mátti við heimsstyrjöld hve- nær sem væri. Vegna þessa al- varlega ástands, og til þess að gera varnir lýðræðisríkjanna, sem öflugastar, var ákveðið að fá hingað til landsins bandarískt herlið á vegum bandalagsins. Núna, 5 árum seinna, er það almennt álit þeirra, sem bezt til þekkja, að ófriðarhættan sé miklu fjarlægari en áður var. — Það, sem veldur því, er einkum tvennt. I fyrsta lagi, að nýir menn eru komnir til valda í Rússlandi, og þó að þeir séu óútreiknanleg- ir, eins og alltaf hlýtur að vera, þar sem einræði ríkir, þá eru þeir þó taldir skárri, en sá sem á und- an þeim réði. Og í öðru lagi er ástæðan sú, að breytt viðhorf hef- ur skapazt við það, að báðir að- ilar hafa yfir að ráða svo ægileg- um morðvopnum, og að Rússar muni þess vegna hafa liægt um ,sig. En með hliðsjón af þessu breytta viðhorfi, þá samþykkti Alþingi í vor, fyrir frumkvæði Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins, að endurskoða slculi varnarsamninginn með það fyr- ir augum, að herinn hverfi af landi burt. Enginn vafi er á því, að þegar menn íhuga þetta mál og gera sér grein fyrir öllum aðstæðum, þá muni þeir komast að raun um, að sú stefna sem þessir flokkar hafa markað sér í þessu máli og utanríkismálum yfirleitt, sam- rýmist bezt skoðun og hagsmun- um alls þorra Islendinga. Megin- þorri Islendinga vill vafalaust hafa samstöðu og halda góðri sambúð við hin vestrænu lýð- ræðisríki og hefur megnustu ó- beit á einræðinu og kúguninni í austri. Þeir telja það ekki eftir sér að leggja sinn skerf fram til verndar frelsi sínu og annarra, þegar þess gerizt þörf, jafnvel þó óþægindi og vissar hættur séu því samfara. En þegar ástandið breytist til batnaðar, þá er líka jafnsjálfsagt, að sú hætta, og þau óþægindi, sem orsakazt af dvöl erlends herliðs í landinu, verði fjarlægð. Afstaða kommúnista til þessa máls vekur enga undrun. Þeir hafa lagt blessun sína yfir allar ofbeldisaðgerðir Rússa. Stefna þeirra er að koma liér á sams konar stjórnarfari, og þar hefur ríkt. Það er þeirra draumur. Það væri því í algerri mótsögn við eðli þeirra og tilgang, ef þeir aðhefðust nokkuð það, sem yrði til þess að þessi draumur þeirra rættist ekki. Hins vegar vekur afstaða Sjálf- stæðisflokksins því meiri furðu. Þessi flokkur, sem kennir sig við sjálfstæði, hefur valið sér það hlutverk, að berjast fyrir varan- legri hersetu á íslandi. Hann hef- ur rofið þá einingu, sem ríkt hef- ur um að hér skuli ekki vera her lengur en þörf krefur, og neitar að viðurkenna þann óumdeilan- lega rétt Islendinga, að þeir ein- ir hafi rétt til að ákveða hvenær herinn skuli fara, en vill fram- selja ákvörðunarréttinn í hendur erlendra aðila. Hvert atkvæði, sem Sjálfstæðisflokkurinn fær, er samþykki við þessa stefnu. — Kjósendahópur hans ætti því sannarlega að vera þunnskipað- ur svo sem málstaðnum hæfir. þg1- Kommúnistar og íhaldið í samvinnu Á fundum sínum á Austur- landi mun Bjarni Benediktsson hafa látið þau orð falla, að Sjálf- stæðisflokkurinn og kommún- istar ætluðu sér að vinna saman eftir kosningar. Hér í bæ er starfsfólk Sjálf- stæðisflokksins farið að benda fólki á, að rétt sé að kjósa Geir Gunnarsson. Samvinna þessara tveggja flokka er því hafin hér í bænum. — Ilverjm l»er að þakka? (Framhald af bls. 4) ur ekki lengur þagað við. Þess vegna er þessi smágrein skrifuð til að sýna, hve heiðarlegir Sós- íalistar eru í samstarfi sínu við Alþýðuflokkinn, og jafnframt til að rifja upp fyrir bæjarbúum, hvað þeir eiga að þakka hverjum hinna þriggja flokka, er fulltrúa eiga í bæjarstjórn, í fiskiðjuvers- málinu. Og það er þetta: Sj álf stæðisf lokkurinn hefur bæði leynt og ljóst barizt gegn byggingu f isk iðjuvers á vegum Bæjar- útgerðarinnar. Sósíalistaflokkurinn hefur stutt málið með at- kvæði sínu í útgerðarráði og bæjarstjórn og síðan rógborið Alþýðuflokkinn fyrir að hrinda málinu í I framkvæmd. Alþýðuflokkurinn hef- ur notið stuðnings Sósíal- istaflokksins við að fá nauðsynlegar samþykkt- ir gerðar í útgerðarráði og bæjarstjórn, en að öðru leyti er undirbúningur byggingarinnar og allar framkvæmdir í málinu Alþýðuflokknum að þakka. = Nr. 13/1956. | TILKYNNING 1 Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- | marksverð á benzíni, og gildir verðið hvar sem er á land- = inu. Benzín, hver lítri ........ kr. 2.16. Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 19. maí 1956. | Sé benzínið afhent í tunnum má verðið vera 3 aurum hærri | hver lítri. Reykjavík, 18. maí 1956. | Verðgæzlustjórinn. 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiinniiiiiminKmiimiiminiiimminiimiimiiiumiimimnimmnntnnnnM,, Draumur að rætast Þegar Hannibal Valdimarsson var formaður Alþýðuflokksins 1953, og frambjóðandi hans á Isafirði, dreymdi hann um að samstarf mætti takazt milli Al- þýðuflokksins og Framsóknar, og þá vann hann vel og dyggilega að því að gera þennan draum að veruleika. Þau orð, sem hann sagði þá, eru enn í fullu gildi, og eiga nú vel við, þegar þessi óskadraumur hans er að rætast. Hann sagði í Skutli 5. júní 1953: HÆKJUKERFIÐ AÐ BILA. Og nú er allt útlit fyrir, að hækjukerfið sé að bila. Þá set- ur kvíða að Morgunblaðinu, og þungar harmstunur heyrast jafn- framt frá málgagni kommúnista, Þjóðviljanum. Og krókódílstárin hrökkva eins og haglél af hvörm- um ritstjórans. En það er þjóðin, sem fagnar því, að íhaldið skuli nú standa eitt uppi og þó klofn- að í tvennt, vegna innri óheil- inda, sem hlutu að sundra því fyrr eða síðar. Viðleitni Þjóðviljans í þá átt að koma því inn lijá þjóðinni, að Alþýðuflokkurinn sé þegar búinn að selja Framsóknar- flokknum sál sína og sannfær- ingu fyrir nokkia tugi atkvæða og „stórlán“, eins og hann seg- ir, frá Sambandi ísl. samvinnu- félaga og Olíufélaginu h.f.“, er vesæl viðleitni til rógburðar, en á enga stoð í veruleikanum. Það er einmitt liinn mikli styrkur Alþýðuflokksins nú, að hann stendur einn og öllum ó- háður, nema fólkinu, sem hann þjónar, íslenzkri alþýðu. Hann horfir upp á það róleg- ur, ef Framsóknarflokkurinn vill halda áfram að vera íhaldshækja. Hann veit, að þá rnundi megin- þorri fólksins, sem stutt hefur Framsókn, ganga undir merki Alþýðuflokksins og efla hann til sjávar og sveita, eins og gerzt hefur annars staðar á Norður- löndum. FRAMTÍÐIN KALLAR. En ef Framsókn snýr við blað- inu og lætur íhaldið sigla sinn sjó ,þá er líka gott. Þá er Alþýðu- flokkurinn trygging fyrir því, að hækjukerfið er rir sögunni, brot- ið niður fyrir fullt og allt. — Á- standið í heiminum veldur því, að kommúnistar geta ekki af allri auðmýkt sinni troðið sér í hækju- hlutverk sitt hjá íhaldinu, og er það þó hvorugra dyggðum að þakka. Og þá er runnið upp tíma- bilið, þegar hægt er að sameina íslenzka alþýðu um fullnýtingu atvinnuveganna, stórátök í byggingamálum fólksins til sjávar og sveita, samfellda at- vinnu lianda öllum, sem vilja vinna við lífræn framleiðslu- störf, gerbreytingu á afurða- sölumálum þjóðarinnar og inn- flutningsmálum og endur- skipulagningu á viðskipta-, banka- og utanríkismálum liennar. Þannig mætti lengi telja. — Þá getur fyrst runnið upp það hreinsunar- og umbótatímabil, sem þjóðina hefur lengi dreymt um á undanförnum árum. Og það er það gleðilega, að slíkt tímabil hlýtur að verða söguöld Alþýðuflokksins. Þar kemur hinn einangr-aði, ósam- starfhæfi kommúnistaflokkur ekki til greina. Þessi auðsæju sannindi eru líka ljós miklum hluta alþýðu- stéttanna. Og þess vegna mun fylgið einmitt hrynja af komm- únistum í þessum kosningum, en straumurinn, eins og þegar er augljóst liggja yfir til Alþýðu- flokksins. Því sterkari sem hann verður að kosningunum loknum, því fyrr getur hið nýja tímabil hafizt. Og það er skylda verkafólks, sjómanna, iðnaðarmanna og bænda að hrista nú af sér öll bönd, sameina orku allra vinn- andi stétta og binda skjótan enda á íhaldsstjórnarfarið í landinu. Með verkalýðshreyfingu og sam- vinnusamtök fólksins að baki sér er þetta auðvelt verk, en kostar að vísu rösklega baráttu í bili, bæði við einræðisöflin og aftur- haldið. Og hver telur slíkt eftir sér, þegar hugur fylgir máli og framtíðin kallar? Hannibal Valdimarsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.