Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.06.1956, Síða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.06.1956, Síða 1
Kosningaskrifstofa Alpýðuflokksins er í Alpýðuhúsinu Símar: 9985 og 9499 ALÞYÐUBLAÐ Alpýðuflokksfólk! Leggið ijkkar skerf í kosningasjóðinn. IHIAJF ÆM IFJJAJRNÐ)AJRY XV. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 9. JÚNÍ 1956 10. TÖLUBLAÐ Xyit olíuflutning:a!$kip kemur til Hafnarfjarðar SÍS og Olíufélagið h.f. kaupa nýtt olíuflutningaskip Er nú fullrnðið/ nð bið ngkegprn sMp eigi beimnböfn í Hnfnnrfirði Hið nýkeypta olíuflutningaskip S.Í.S. og Olíufélagsins h.f er 16730 lestir, og gengur 14 mílur fullfermt. Kaupverð þess er 46 milljónir. Stærð skipsins má bezt marka af því að það er um það bil þrisvar sinnum stærra en Tröllafoss. Mesta lengd skipsins er 167,37 m, breidd 20,73 m og dýpt 11,89 m. Skipið ristir 9,261 m og getur flutt 22429 rúmmetra af olíu. í því eru 22 lestarliylki. Dælur skipsins geta dælt 1800 rúmmetrum af olíu á klst. Skipið er byggt í Þýzkalandi 1952 og er fullnægt ströngustu kröfum Lloyds í hvívetna. Á aðeins fimm stöðum á landinu getur skipið losað farrn sinn, en hvergi lagst að bryggja, nema hér í Hafnarfirði. Möguleiki er á að nota skipið til útflutnings á síldarlýsi, ef um nóg magn er að ræða. Þetta stórstíga framfaraspor er ein sönnun þess risa átaks, sem þjóðin getur gert, þegar hið vinnandi fólk til sjávar og sveita fær að taka höndum saman og sérhagsmunimir og klofningsstarfsemin fær ekki notið sín. Það spyr enginn um tillögur Komma til framfara, hvorki hér í Hafnarfirði né annars staðar, jafnvel þó að þeir í bili hafi feng- ið léða úlpuna hans Hannibals Valdimarssonar, því að þeirra hefur aldrei verið að byggja upp, miklu fremur að veikja og rífa niður. En livað viðkemur þessu stóra skipi má geta þess, að þáttur í- haldsaflanna er þessi: Það mun hafa verið 1953 sem S.I.S. og Olíufélagið gátu fengið keypt jafnstór skip og nú var keypt án ríkisábyrgð- ar fyrir lánum, alveg eins og nú. Ihaldið í ríkisstjórninni hundsaði það þá, en nú, af því að kosningar eru í nánd, þorði íhaldið ekki að standa á móti firðingar þá á hlutina ef þeir gleyma þessu. Með samstarfi Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins á næstunni er brotið blað í stjórn- málasögu síðustu áratuga og önnur lieppilegri verða viðskipti Hafnfirðinga við ríkisstjórn, er þessir flokkar mynda en við rík- isstjórn, þar sem íhaldið hafði neitunarvald, eins og verið hef- ur síðustu 6 árin. Gleymið ekki þessu Hafn- firðingar. Staðsetning olíu- skipsins stóra er sönnun þess, að með samstarfi samvinnu- manna .og fulltrúa launþeg- anna, verða stórvirki unnin en að sarna skapi sljófgaðar víg- tennur sérhagsmunaklíkunnar og stórauðvaldsins. Geir fylgir Moskva-línunni Frambjóðandi Alþýðubanda- lagsins hér í bæ er réttlínukomm- únistinn Geir Gunnarsson. Sagt er, að Magnúsi Kjartanssyni, fyrrverandi frambjóðanda kommúnista liér, hafi verið kast- að fyrir borð af framboðsstalli kommúnista vegna óstöðugsleiks á línunni, líkt og Stalin-líkneskj- unum í Moskva. Það er svo sem engin liending, að blindur réttlínukommúnisti sé hér valinn til framboðs fyrir Al- þýðubandalagið. Þar er aðeins fylgt línunni frá Moskva. Krusj- eff hinn rússneski sagði það ný- lega á ferð sinni um England, að sér félli mun betur við íhalds- menn en jafnaðarmenn. Það er og liaft eftir kommúnistum í Hafnarfirði, að þeir vilji heldur, að Ingólfur Flygenring komizt að, en Alþýðuflokkurinn sigri hér í kosningunum. Þess vegna reyna kommúnist- arnir og þeir sárafáu aðrir, sem styðja Alþýðubandalagið hér í bæ, að beita öllum ráðum og með blekkingum að fá fólk úr röðum Alþýðuflokksins til að kjósa Geir í þeim aleina tilgangi að koma í veg fyrir kosninga- sigur Alþýðuflokksins hér í bæ og tryggja með því Ingólfi á- framhaldandi þingsetu. Annar er tilgangur kommún- istanna ekki. Sjálfir vita þeir, að Geir er vita vonlaus með upp- bótarsæti, og sigur Alþýðu- flokksins er ósigur Flygenrings. Hvaða íhaldsandstæðingur, sem ekki er blindur réttlínu- kommúnisti, vill eiga það á sam- vizkunni að liafa með atkvæði sínu á Geir Gunnarsson hjálpað (Framliald á bls. 4) Allir Hafnfirðingar munu fagna þessum tíðindum og það af heilum hug, og þeir munu líka þakka víðsýni þeirra sam- vinnumanna, sem unnið hafa að þessum málum og þá ekki síður hinum, sem unnið hafa að því undanfarin ár, að byggja upp hafnarmannvirkin í Hafnarfirði þannig að nú er hægt að leggja þar að garðinum skipum af þess- ari stærð og jafnvel stærri en olíuskipið er. Án þessara hafnarskilyrða hefði skip þetta verið staðsett annars staðar. Þó má geta þess, að líklega getur enginn annar staður á landinu tekið skip þetta að bryggju svo sem unt er að gera hér í Hafnarfirði. Það má því segja að það hafi verið gæfurík spor, í fyrsta lagi að byggja höfnina svo stóra sem gert var,. og í öðru lagi að búa hinum stærstu skipum skilyrði til hingaðkomu. Þá má ekki gleyma því, að hér réði um mest tillögur Emils Jóns- sonar, en það fer minna fyrir til- lögunum hans Ingólfs Flygenr- ings í þessum málum. Og svo síðast en ekki sízt það mikla á- tak, sem gert var með brezku lántökunni 1951, þegar tvö stór ker voru keypt til hafnarinnar. Þetta skapar Hafnfirðingum þau skilyrði, að olíuskipið stóra verður staðsett hér. En hver er stuðningur íhalds- aflanna við þessi framfaramál? leyfi fyrir skipinu inn í landið. Slík eru vinnubrögð íhaldsins þegar sérhagsmunirnir eru í veði. Hefði leyfið fengist fyrir olíu- flutningaskipinu 1953, þá hefði það eflaust verið staðsett í Hafn- arfirði. Hve miklu fé munar það t. d. fyrir hafnarsjóð Hafnarfjarðar að skipið var ekki keypt þá? Því verður ekki svarað hér öðru vísi en að fullyrða að það munar tugum þúsunda á hverju ári. Slík eru viðbrögð íhaldsins á öllum tímum. Ætla Hafnfirðingar að þakka íhaldinu þessar gjörðir eða ekki hinn 24. júní n. k. Skamm-minnugir eru Hafn- Ráðizt aftan að Hafnfirðingum Alþýðublað Hafnarfjarðar hefur heyrt á skotspónum, að raforkumálastjóri ríkisins hafi skrifað ríkisstjórninni og lagt til, að jarðhitaréttindin í Krýsuvík yrðu af Hafnfirðingum tekin. Þetta hafi hann gert án þess nokkurn tíma að minn- ast á málið við bæjarstjóm Hafnarfjarðar, og enda þótt vit- að væri, að samningsumleitanir stæðu yfir við borgarstjór- ann í Reykjavík um samvinnu bæjanna um hagnýtingu jarð- liitans. Virðist hér á liinn furðulegasta hátt vegið aftan að Hafn- firðingum. Alþýðublaði Hafnarfjarðar hefur ekki tekizt að fá þessa fregn staðfesta til fulls ennþá, en telur sig þó vita, að efnislega sé þetta rétt í meginatriðum. Kannske geta kommúnistamir í Alþýðubandalaginu, sem taldir eru standa raforkumálastjóra nærri, gefið frekarí upp- lýsingar?

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.